sunnudagur, 24. febrúar 2008

Vorhreingerningu í bönkunum

Talsmenn bankanna hafa þessa vikuna keppst við að telja okkur í trú um að hið gríðarlega háa skuldatryggingálag sem þeir þurfa að greiða í dag endurspegli ekki raunverulega stöðu þeirra. Það getur vel verið, en það eru samt sem áður greinilega allnokkrir sem telja að íslensku bankarnir hafi farið of geyst.

Innlendir fjármálaspekingar eru stórt tekið sammála um að staða bankanna sé góð, en maður kemst ekki hjá því að velta fyrir sér hvort þar ráði að einhverju leiti eigin hagsmunir.

Það berast ekki miklar upplýsingar um stöðu bankanna erlendis, en þegar íslenskir bankar búa við skuldatryggingar og bankar og lýðveldi sem við teljum langt fyrir neðan okkur, þá er eitthvað eins og það á ekki að vera.

Það blasir við að íslenska ríkið ásamt bönkunum verði að vinda sér í öfluga ímyndarherferð erlendis til að útskýra raunstöðu Íslands.

En mörgum landanum finnst þó að þeir ættu að byrja á því að afla sér traust hér heima með því að taka til í launum, þóknunum, starfsloka og starfsbyrjunarsamningum. Þar eru efstu stjórnunarlög bankanna einfaldlega að hrifsa til sín drjúgan hlut af þeim arði sem á að renna til hluthafanna, þar á meðal þeirra sem eiga sitt sparifé í lífeyrissjóðunum. Einnig mæti lækka eða fjarlægja eitthvað af öllum þóknunum og seðilgjöldunum.

Nú koma þessir menn vælandi til lífeyrissjóðanna og vilja fá peninga þar. Þeir verða að taka til í eigin heimagarði áður en af því verður.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þessi færsla er nú greinilega byggð á leiðara deiglunnar í gær.

Guðmundur sagði...

Ég bendi á pistil minn þ. 20 feb. "Vilja fá sparifé launamanna í lífeyrissjóðum" þar sem fjallað er um þennan vinkil.

En ástæða þessa pistils er sú að ég sat aðalfund fjármálafyrirtækis á föstudaginn, og umræður þar urðu mér til enn frekari vangaveltna.

En ábendingin er rétt hvað það varðar að í góðum leiðara Deiglunnar í gær er verið að fjalla um sama mál.