þriðjudagur, 18. mars 2008

Aðgerðir strax

Forsætisráðherra var með venjubundnar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í hádeginu. Við ætlum ekki að taka upp efnahagsstjórn í þessu landi.

Þetta segir ríkisstjórnin þó svo að ávinningur af kjarasamningum er horfinn og almenningur ætlast til þess að hún komi að úrbótum í efnahagsmálum. Það er ekki almenning einn sem á blæða og ríkissjóður hagnast meir en nokkru sinni.

Ríkisstjórnin á að lækka skatta með því að flýta umsömdum hækkunum á persónuafslætti og láta hann koma til framkvæmda á þessu ári og því næsta.

Ríkisstjórnin á að hækka eignastuðla í vaxtabótakerfinu og setja þá í 20 millj. kr. Hún á að samþykkja fjármuni til tilbúinna aðgerða Jóhönnu í húsnæðismálum. Þar gæti ríkisstjórnin nýtt þær 600 millj. kr. sem verða til við afnám eftirlaunafrumvarpsins.

Ríkisstjórnin á að gera ráðstafnir til þess að verð á matvælum lækki með því að afnema verndartolla.

Ríkissjóður stendur vel og hann á að koma til móts við heimilin í landinu með aðgerðum áður en fleiri falla í verðbólgubálinu.

Ríkisstjórnin á að hefjast strax handa við að taka til í efnahagslífinu. Þar breytir í raun engu hvort við ætlum að gera okkur hæf til þess að sækja um aðild eða ekki að ESB, það er þörf á tiltekt.

Ríkisstjórnin á að efla innviði samfélagsins með því að bæta samgöngur og byrja á því að efla innanlandsflug strax með því að gera samkeppnisaðilum heimilt að hefja starfsemi.

Það liggur fyrir að stórkostlegra úrbóta er þörf í aðstöðu öryrkja og aldraðra þau verkefni eiga að vera í verkefnalista þessa árs.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur.
Ég(57), er bara sammála þér og ég vill að þú sem ert og hefur verið sterkasti Verkalýðs-Foringinn á Íslandi í mörg ár.
Það eina sem hreyfir við opinberum starfsmönnum á Íslandi, er og hefur verið í 30 ár. Stoppa millilandaflugið og taka af þeim VISA-Kortið, sem fylgir mörgum Stofnunum, án eftirlits. Vandamálið á Íslandi er "Spilling" í 3.veldi.
Rafiðnaðarsambandið, FÍA og Flugvirkjafélagið, eru að mínu viti einu Stéttafélöginn, sem hafa Afl, sem dugar á íslenska spillingu.
"Og Hana Nú"!!! Kveðja, Páll Björgvin Kristjánsson.