Efnahagsstjórn síðustu ríkisstjórna hefur oft verið gagnrýnd, þá ekki síst vegna lækkunar skatta á meðal- og hærri tekjur á þennslutímum. Skerðingarmörk hafa setið eftir verðlagsþróun og hafa þessar skattabreytingar leitt til enn lakari stöðu þeirra sem minnst mega sín.
Ofboðsleg þennsla hefur aukið tekjur ríkisstjóð og skapað svigrúm til þessarra skattalækkana, auk sölu á eignum hins opinbera. Stjórnarþingmenn hafa hrósað sjálfum sér af mikilli fjármálasnilli, meðan aðrir, þar á meðal verkalýðshreyfingin, hafa haldið því fram að stefnt væri í óefni og aukna þennslu. Verið væri að skapa nær vonlausa stöðu þegar þennslan minnkaði og tekjur ríkissjóðs lækkuðu.
Þeirri ríkisstjórn sem þá yrði við völd myndi verða ómögulegt að standa undir opinberum rekstri, án mikilla lántöku og hækkunar skatta. Þá væri í raun kominn upp sama staða og repúblikanar hafi markvisst skapað með hinni heimsfrægu Vodoo hagfræði frálshyggunnar í Bandaríkjunum, með því að lækka skatta þegar þeir hafa komist til valda og svelt skrímslið eins þeir hafa kallað hinn opinbera rekstur.
Þegar demókratar hafa tekið við þá hafa þeir orðið að grípa til óvinsælla aðgerða eins og hækka skatta eða skera enn frekar niður þjónustu. Stríðsleikir repúblikana kostað þjóðina gríðarlegar fjárhæðir og það er ekkert svigrúm. Með þessu hafa repúblikanar tryggt að demókratar ná aldrei að verða lengi við völd.
Nú virðist þessi staða blasa við hér á landi. Slök efnahagsstjórn, útrásarstefna og slæm eiginfjárstaða fyrirtækja, skuldug heimili, ofurvextir, mikil niðursveifla, hækkandi verð nauðsynja er að leiða til gríðarlegs vanda heimilanna. Krónan er orðin að vinsælu fjárfestingartækifæri hjá áhættufjárfestum og við munum að öllu óbreyttu búa við enn öfgakenndari sveiflur, anfvel efnahagslegu hruni.
Það blasir við að ríkisstjórnin verður að koma með myndarlegum hætti að núverandi vanda, en það er ekkert svigrúm til þess. Það er ekki hægt að lækka skatta meir nema þá að skerða opinbera þjónustu enn frekar, nema að snarhækka þjónustugjöld. Nokkuð sem skuldug heimili í mikilli niðursveiflu þurfa síst á að halda.
Það blasir við að hækka verður skatta, eða hætta við boðaðar lækkanir og taka myndarleg lán til þess að laga lausafjárstöðuna og tryggja að hið opinbera geti komið til hjálpar áður en efnarhagsástandið verður enn verra.
Einungis ein leið virðist vera úr vanda of lítillar krónu í átt til aukins stöðugleika, lækkandi vöruverðs og vaxta. Það er að tryggja áframhaldandi rekstur íslenskra fyrirtækja og koma í veg fyrir atvinnuleysi og hrun heimilanna með því að nálgast Evrópusambandið og evruna. Eins og aðilar vinnumarkaðs hafa bent á í mörg ár.
Þá kemur upp sú spurning hvort við höfum burði til þess að taka til hér heima eftir þessa óstjórn. Við blasa mjög sársaukafullar aðgerðir til þess að komast út úr þeirri stöðu sem ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa hafa skapað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli