Ráðherrar og kerfiskallar þeirra neita að taka til umræðu eftirlaunafrumvarp sitt, þar sem þeir úthlutuðu sjálfum sér úr ríkissjóð margföldum eftirlaunum hins almenna skattgreiðanda. Þessir hinur sömu gerðu nýverið samning um hækkun læstu launa og viðmið bóta um 18.000 kr.
Nú eru efndirnar komnar fram í dagsljósið. Ofureftirlaunaráðherrarnir hafa ákveðið að það sé alveg nóg að ellilífeyrisþegar og öryrkjar fái 4.000 – 5.000 kr. hækkun.
Í hvert einasta skipti sem gerðir hafa verið samningar við þessa herra um lagfæringar í almenna bótakerfinu þá, hafa þeir lagst í þá vinnu að finna út hvort ekki sé með einhverju móti hægt að finna göt í textanum, þannig að þeir þurfi helst ekki að standa við það sem um var rætt.
En það er nú annað upp á teningunum þegar kemur að þeirra eign málum. Þá rennur á þá svo mikið kapp að þeim yfirsést jafnvel að fara að lögum. T.d. eins og gert var við setningu eftirlaunalaganna, þá vor þau ekki kostnaðarmetinn eins og lög kveða á um.
Þáverandi forsætisráðherra hélt því fram að kostnaður yrði í það mesta 6 millj kr. Pétur Blöndal sagði að það væri jafnvel sparnaður af þeim. En almenningur og hagfræðingar verkalýðshreyginarinnar sögðu að þessi lög myndu kosta amk 600 millj kr. og það stóðst.
Sumir hafa verið settir af fyrir minna, en það er reyndar í öðrum lýðræðislöndum en Íslandi. Og þessir háu herrar sitja þessa dagana á frumvarpi um leiðréttingu á ofureftirlaunum þeirra, en á sama tíma skafa þeir 14.000 kr. af umsamdri hækkun öryrkja og ellilífeyrisþega.
Ráðherrarnir hafa svo verið að gefa út tilkynningar um að þeim finnist vera offramboð á skoðunum sem ekki samrýmist þeirra eigin, eins og sjávarútvegsráðherra komst að orði, og spurningar umboðsmanns Alþingis voru með óþægilega nákvæmum orðuðum spurningum til fjármálaráðherra. Aumingjans mennirnir allir svo vondir við þá.
Og svo maður tali nú ekki um hvað hæstaréttardómarar voru ósanngjarnir við að helsta málsvara þeirra. Eins og stendur í ótrúlegri auglýsingu í dag frá "vinum" Hannesar"
1 ummæli:
Þetta er rétt hjá þér Guðmundur. Er ekki farið að heyrast núna að það þurfi einhverskonar þjóðarsátt þegar allt stefnir niður á við. Sáttin er kannski bara í aðra áttina við launþegar eigum að borga brúsann. Þarna væri allavega gott fordæmi fyrir þingmenn þ.e. að "gefa eftir" þetta eftirlauna "sukk" sitt.
Skrifa ummæli