Eins og lesendur mínir hafa vafalaust tekið eftir þá kem ég alloft að Kaupmannahöfn og norðurlöndum vegna vinnu og ekki síður vegna þess að þar hafa sum barna minna verið við nám og störf, eins og ég. Er þar núna þegar þessi pistill er skrifaður, að kveðja gamlan og góðan samstarfsmann og vin sem Krabbinn tók til sín langt fyrir aldur fram.
Samgöngukerfi borgarinnar við sundin (svo ég sé taki strax upp rómantíkina í samræmi við seinni hluta pistilsins), hefur um langt árabil vakið áhuga og forvitni okkar Frónbúa með sínum lestum samofnu við þéttriðið strætónet og reiðhjólanotkun. Á undanförnum árum er búið að styrkja það enn frekar með tengingu við þéttbýli Málmeyjar og suður Svíþjóðar með Sundagöngum og svo hinum frábæra Metró.
Ekkert mál að komast milli staða á skömmum tíma, en vonlítið og seinfarið á bíl. Engum dettur í hug að eltast við bílastæði eða langar raðir við ljósin. Þessi staða hjálpar borgarstjórnum 5 milljón íbúa þessa svæðis, að byggja upp góðar almenningssamgöngur.
Ástæða þessa pistils er endurtekin umföllum stjórnmálamanna heima um lestarsamgöngur, sem þeir setja á stall þess að vera eitt af eftirsóttum markmiðum og hlutverk þeirra að uppfylla. Átta mig ekki þessu freakr en allmörgu sem þeir segja, þaðan af síður þeim forsemdum sem þeir gefa sér.
Jú það er rétt, við verðum að huga vel að almenningssamgöngum á tímum hækkandi olíu, en við verðum nú að standa með báðar fætur á jörðinni. Er það ekki?
Það var unnin úttekt á lestarsamgöngum ekki fyrir svo löngu af verkfræðistofunni VSÓ að beiðni OR af þáverandi stjórnarformanni Alfreð Þorsteinssyni. Þar kom fram að stofn- og rekstrarkostnaður væri óheyrilega hár og fjárhagslegur ávinningur enginn.
Stofnkostnaður léttlestakerfis áætlaður a.m.k. 40 milljarðar, ef miðað er við svona meðaltalstöðu krónunnar á þessum síðustu og mögrustu tímum. Lestarkerfið kemur til með að nýtast fáum íbúum höfuðborgarsvæðisins vegna dreifra byggða og tekjur þar af leiðandi standa ekki undir rekstri, hvað þá stofnkostnaði. Útilokað að leiðir nái til allra úthverfa og þaðan af síður að ferðatíðni verði til þess að draga verðurbarða farþega til sín.
Nokkrar borgir bæði í norður-Ameríku og í mið-Evrópu með svipað umhverfi og Reykjavíkursvæðið hafa reynt þetta með ömurlegum árangri. En þetta er orðinm að einhverri flóttaleið borgarstjórnarmanna og hins fullkomlega ótengda og kjördæmispotandi samgönguráðherra, frá því að taka á þeim vanda sem við búum við.
Jú í alvöru, það er óneitanlega gaman og rómantískt að ferðast með lestum. En eru markaðsforsendur eitthvað öðruvísi í dag en þegar skýrslan var skrifuð? Miðað við aðstæður og rekstrarkostnað er töluvert ódýrara að hafa ókeypis í strætó og byggja það kerfi enn frekar upp m.a. með forgangi í umferðinni og betri aðstöðu á biðstöðum. Eins og myndu verða byggðar við lestarkerfið . Í þeim könnunum sem gerðar hafa verið um járnbrautarkerfi, er forsenda þeirra ákveðið fjölmenni, en taktu nú eftir lesandi góður, of lítið framboð á umferðarmannvirkjum og bílastæðum. Í aldagömlum borgum Evrópu verður því einfaldlega ekki við komið að bæta þar úr. Hver er staðan á höfuðborgarsvæðinu?
Borgir með lestarkerfum í Evrópu eru byggðar upp í kringum stórt kjarnasvæði með ákaflega takmarkað framboð af umferðarmannvirkjum. Þessar borgarkjarnar byggðust upp á miðöldum löngu áður en bíllinn hóf innreið sína. Við íslendingar búum við annan veruleika, til viðbótar mishæðir og allt annað veðurfar.
Æi, getum við nú ekki kosið yfir okkur alvörustjórnmálamenn sem þora að taka alvöru ákvarðanir í samræmi við raunveruleika studdan af skýrslum. Ekki óskhyggju fámenns hóps viðhlægjenda. Jafnvel þó hann sé órómantískur og einhverjir á móti honum. Já og standa svo á henni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli