þriðjudagur, 25. mars 2008

Viljum fá upplýsingar um baklandið

Það er ekki hægt að segja að viðbrögð Seðlabankans hafi komið óvart í kjölfar þess að forsætisráðherra hélt sérstakan blaðamannafund á þriðjudaginn fyrir páska til að upplýsa bæði þjóðina og fjármálamarkaðina að ekki stæði til að gera nokkurn skapaðan hlut af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Sú yfirlýsing er enn ein staðfesting á afskiptaleysi ríkisstjórnarinnar af efnahagsmálum undanfarinn 15 ár.

Það vantar upplýsingar um bakgrunn atburða síðustu daga. Margir halda því fram að þar eigi bankarnir drjúgan um hlut í afhroði krónunar til þess að bæta stöðu sína í komandi uppgjöri

Það er verið að boða yfir 20% hækkun á innfluttri vöru. Gengisfallið skilar sér inn í verðlagið. Telja verður töluverðar líkur á því að þar sem fall krónunnar hefur verið mikið að það gangi ekki að öllu leyti til baka.

Þetta þýðir á mannamáli að kaupmáttur launa getur lækkað töluvert á næstunni. Almenningur á rétt á því að fá skýrar upplýsingar um það hvort það hafi verið bankarnir sem eru í bakgrunninum að hagnast með óeðlilegum hætti og á kostnað almennings.

Ef svo er þá er það ekkert annað en gróf árás á íslenskt efnahagslíf. Kunningi minn tók þannig til orða eftir að Seðlabankinn ætli að rýmka heimildir bankanna að þetta sé sambærilegt og ef ræningi hafi verið staðinn að innbroti, að löggan mæti á staðinn með stærra kúbein fyrir þjófinn svo hann geti athafnað sig betur.

Engin ummæli: