laugardagur, 8. mars 2008

Þingmenn styðja sjálftöku

Það er ljóst að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda í landinu var misboðið þegar eftirlaunlög ráðherra og þingmanna voru sett. Ráðherrar og þingmenn villtu um fyrir almenning með því að fara mað rangar upplýsingar um hver kostnaður vegna þessara laga yrði. Hann er 100 sinnum meiri en gefið var upp á meðan lögunum var rennt á methraða í gegnum þingið, ekki 6 millj. kr. heldur 600 millj. kr.

Sé litið til umræðunnar ætlast fólk til þess að þessi lög verði afnumin. Því eru tilsvör ráðherra og ekki síst Birgis Ármannssonar ósvífin og lýsa ákaflega vel hvaða augum hann lítur fólk í landinu og kjósendur. Hann sér ekkert athugavert við það að sitja á þessu í þeirri nefnd sem hann stýrir og svarar með sínum venjubundna hroka kerfiskallsins.

Reyndar er afstaða þingmanna og ráðherra Samfylkingarinnar þeim til enn meiri minnkunar. Þeir eru orðnir meðsekir varðhundar hins stjórnarflokksins í því að verja þessa sjálftöku úr ríkissjóð. Hugsa sér gott til glóðarinnar og eru sestir að kjötkötlunum.

Einnig veltir fólk því fyrir sér hvers vegna ekki sé meiri hávaði vegna þessa hjá stjórnarandstöðuþingmönnum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"Einnig veltir fólk því fyrir sér hvers vegna ekki sé meiri hávaði vegna þessa hjá stjórnarandstöðuþingmönnum."

Góð spurning. Af hverju heyrist ekkert í Steingrími J. Sigfússyni og Guðjóni Arnari Kristjánssyni?

Nafnlaus sagði...

Auðvitað þegir stjórnarandstað þegar hún fær sinn skerf af þessari "lygaköku"!!!!!