Það er hreint út sagt skelfilegt hvernig ráðaleysi og stefnuleysi borgarstjórnarmanna í skipulagsmálum tefur árum saman (líklega frekar áratugum nú orðið) að hér komist á eðlilegt ástand og samkeppni í flugmálum. Það kaldranalegasta við það allt saman að það eru stjórnmálamenn sem taldir eru frekar á þeim kanti að teljast frjálshyggjumenn sem standa hvað harðast í þeim málum að því virðist.
Flugvallarmálið er búið að vera í bitbein stjórnmálamanna árum saman. Á meðan líða landsmenn fyrir það að þjónusta á Reykjavíkurgflugvelli er ekki boðleg. Bílastæði eru alltof lítil og starfsmenn borgarinnar sitja um menn með sektarmiða sína, ef menn lenda í þeim vandræðum að verða að skilja bíla sína eftir fyrir utan yfirfull bílastæði í einhverjum moldarflögum.
Og síðast en ekki síst verð á innanlandsflug er upp í himinhæðum. Það kosta álíka mikið að fljúga til Egilsstaða og til London.
Fólk sem aldrei notar innanlandsflugið vill svo fá að ráð þessu og tillögur þeirra snúast allar um að leggja innanlandsflug niður. Þau segja það ekki beint ef en tillögur þeirra eru skoðaðar þýða þær það. Öll vitum við að það verður ekki flutt til Keflavíkur.
Fjarlægðin er slík að það kemur ekki til mála og þar eru veður oftar þannig að innanlandsvélarnar geta oft á tíðum ekki lent þar, þó svo hinar öflugu og stóru millilandaþotur ráði við það.
Að legga járnbrautalest til Keflavíkur er a.m.k. 10 ára verkefni og kostar óhemju fjármuni.
Á meðan verða menn sem stunda vinnu um land allt, sem eru fjölmargir, ásamt fólki sem býr út á landi, sem er enn fleira, að búa við þetta ástand, sem þessir tiltölulega fáu einstaklingar halda málinu í.
3 ummæli:
Völlurinn er á förum. Skoðaðu bara ALLAR tillögur í þeim efnum frá fagmönnum í skipulagi.
Það verður ekkert innanlandsflug úr Vatnsmýrinni eftir um það bil 10 ár.
Miðbæjaríhaldið
Nei Miðbæjaríhald. Því með þessu framhaldi þá verður heldur ekkert innanlandsflug eftir um það bil 10 ár. Að ætla sér að flytja flugvöllinn "eitthvað" uppá heiði, útí sjó eða til Keflavíkur er ekkert nema dauðadómur yfir því. Það vitum við sem þurfum að nota innanlandsflugið. Það vitum við líka sem notumst við sjúkraflug utan af landi með fárveikt fólk á spítala í Reykjavík.
En ykkur hinum sem aldrei stigið upp í flugvél nema til að skreppa í menninguna til Parísar (eða hvert svo sem) er auðvitað alveg nákvæmlega sama. Þið keyrið bara til Keflavíkur og skiljið síðan ekkert í okkur aumingjunum sem notum innanlandsflugið að við skulum ekki líka geta farið á milli Keflavíkur og Reykjavíkur eins og þið.
Hafðu þökk fyrir stuðninginn Guðmundur.
Ágæti Nafnlaus, takk fyrir innlitið. ALLAR tillögur um innanlandsflug hafa orðið til fyrir tilstilli miðbæjafólksins. Síðan er næsta skref að telja okkur hinum í trú um að þær séu vilji þjóðarinnar
Skrifa ummæli