sunnudagur, 2. mars 2008

Umsvifamikil verkefni þegar í gangi

Var að hlusta á Silfrið. Átta mig ekki fyllilega hvers vegna sífellt er talað að verkefni í atvinnulífinu séu ekki til staðar, nema þá að hafist verið handa við byggingu á álverum í Helguvík og Bakka, ásamt stækkun álvers í Straumsvík og orkuverum samhliða því. Reyndar er ég viss um að þessar framkvæmdir munu fara af stað ekki langt inni í framtíðinni.

Það er í dag verið að byggja eitt stærsta og flóknasta hús landsins í miðborginni, tónlistahúsið. Þar á að byggja að auki stórt hótel, viðskiptahöll, bílastæðahús og verzlunarmiðstöð.

Auk þess þarf samfara þessu að koma Sæbrautinni í gegnum hafnarsvæðið út á hið mikla athvafnasvæði í gamla Slippnum og á Grandasvæðinu, þar sem framkvæmdir eru þegar hafnar.

Við fótinn á Öskjuhlíðina í Nauthólsvík er þegar hafinn uppbygging á feykilega miklum byggingum Háskóla Reykjavíkur. Þetta dæmi gengur heldur ekki upp nema með miklum endurbótum á umferðaræðum í báðar áttir.

Á þessu ári eru fyrirhugað að fara að eyða símapeningum í að hefja framkvæmdir við Landspítalann.

Það var verið að ganga frá samningum um að byggja feykilega stórt gagnaver á Keflavíkurflugvelli, sem kallar á 25 megawatta orkuver. Auk þess eru framkvæmdir við álþynnuverksmiðju á Akureyri að hefjast.

Landsvirkjun hefur látið það koma fram að til standi að hefja framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun, en öllum undirbúningsframkvæmdum er lokið fyrir allnokkru, leggja alla vegi og báðir gangnamunnar tilbúnir til jarðgangnaframkvæmda.

Ég get upplýst lesendur mína, hafandi haldgóða þekkingu á vinnumarkaði og sem iðnaðarmaður, að þessar framkvæmdir kalla á töluvert fleiri iðnaðarmenn en voru við framkvæmdirnar fyrir austan.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður pistill hjá þér Guðmundur!

Það er greinilegt að nóg af stórum verkefnum er í gangi sem verður að teljast frekar jákvætt heldur en hitt. Það sem hins vegar einkennir kúfinn af þessum verkefnum sem þú nefnir, þ.e.a.s. öll nema álþinnuverksmiðjuna og gagnaverið, er að þetta eru ríkisframkvæmdir sem ekki koma til með að skapa verulega beina arðsemi fyrir þjóðfélagið, né mikla atvinnu til framtíðar og alls engar útflutningstekjur, eitthvað sem við verðum að auka ásamt erlendri fjárfestingu, til að rétta af hinn gríðarlega halla sem þar er á ferðinni.

Kveðja,
Sigurður J.

Guðmundur sagði...

það sem ég er að benda á er endurtekið innlegg um að það stefni í niðursveiflu vegna verkefnaskorts, ég átta mig ekki hvert menn eru að fara með þeim málflutning

atvinnuppbygging út á landi og aukning útflutningstekna er allt önnur pæling