Samgönguráðuneytið ásamt öðrum aðilum sem koma að bættri umferð hafa undanfarið barist réttilega fyrir því með mikilli auglýsingaherðferð að bílstjórar hvíli sig reglulega í 15 mín.
En í kvöld kemur samgönguráðherra í sjónvarpið og segist vera að berjast fyrir því niður í Brussel í að stytta hvíldartíma þungaflutningabílstjóra!!
Eins og allir vita sem fara um íslenska vegi þá eru þeir mjóir og ósléttir, á löngum leiðum jafnvel nánast ónýtir. Það kallar á mikla árvekni að fara þar um að breiðum og 20 til 30 tonna bílum.
Allir vita hvers vegna hvíldatímareglurnar voru settar, ekki bara í Evrópu.
Þungaflutningabílstjórar krefjast þess að samngönguráðherra bæti vegi, ekki bara í sínu kjördæmi og fjölgi hvíldarstæðum meðfram þjóðvegum.
Af hverju er það fyrst nú sem samgönguráðherra kemur fram og segist ætla að gera eitthvað. Lengja vökutíma bílstjóra,
1 ummæli:
Er það ekki ódýrara að breyta hvíldartímanum en að útbúa hvíldaraðstöðu út um allt land?
Skrifa ummæli