mánudagur, 10. mars 2008

Ekki allir stjórnmálamenn fáfróðir



Fékk smá bréfkorn frá einum af föstum álitsgjöfum Silfurssins, með ábendingu um að það væri of sterkt til orða tekið hjá mér að tala um að umræða allra stjórnmálamanna í Silfrinu beri þess merki að menn væri ekki búnir að kynna sé málið.

Það er kannski rétt að einhverju leiti, en hér er smá útskýring.

Það eru nú svo að t.d. VG menn vilja fá vandaða greiningu. Hún er til.

Félagslegur jöfnuður er eitt aðaleinkenni þess sem ESB reglugerðir einkennast af og hefur haft í mörgum tilfellum góð áhrif á stöðu launamanna hér á landi.

Styrkir til samgöngubóta jaðarbyggða er eitt af einkennum fjármálastefnu ESB og myndi koma okkur að góðum notum við lagfæringu á okkar meingallaða samgöngukerfi.

A.m.k. sumir framsóknarmenn eru með fullyrðingar um landbúnað, sem eru ekki í samræmi við það sem fram hefur komið um styrki ESB til landbúnaðsins og þá sérstaklega á jaðarsvæðum.

Frjálslyndir eru ásamt Sjálfstæðismönnum með fullyrðingar um sjávarútveginn sem ekki standast. Það hefur komið fram á ráðstefnum hér heima frá toppum ESB og eins erlendis, að við komum til með eftir sem áður að stjórna okkar veiðum. Jafnvel fá styrki frá sambandinu ef eitthvað fari úrskeiðis.

Sömu aðilar eru með hræðsluáróður um vinnumarkað og yfir okkur flæði atvinnulaust fólk í tugþúsunda vís. Við erum búin að vera aðilar af frjálsu flæði launafólks á ESB svæðinu í allmörg ár og útvíkkuðum það fyrir tveim árum.

Erlendir launamenn sem hingað hefur komið fylla upp í störf sem við viljum ekki, a.m.k. á meðan þessi spenna er á vinnumarkaði og hið erlenda fólk er fyrst til þess að fara þegar atvinna minnkar hér. Erlendir launamenn eru nefnilega alveg eins og við, vilja helst vera heima hjá fjölskyldu sinni og hafa engan sérstakan áhuga á að vera hér of lengi. Enda koma a.m.k. sum fyrirtæki þannig fram við þá að ég skil þá allavega mjög vel. Enda verið sektaður fyrir að segja það.

Hinir erlendu gestir okkar hafa í raun verið ein af undirstöðum þeirrar verðmætaaukningar sem átt hefur sér stað undanfarin misseri og haldið auk þess verðbólgu niðri.

Sú uppbygging sem átt hefur sér stað í kjölfar uppbyggingar ESB hefur leitt til aukins kaupmáttar í Evrópu og umtalsverðar stækkunar þess markaðar sem við erum að selja okkar vörur inn á. Einnig er hún undirstaða þeirrar útrásar sem íslensk fyrirtæki hafa staðið að á undanförnum árum.

Á þeim grundvelli er t.d. gjörsamlega útilokað á hvaða forsendum Sjálfstæðismenn byggja sína afstöðu. Því Illugi og Hólsmteinarnir allir saman eru ætíð að hrósa hinni séríslensku leið og þeirri tekjuaukningu sem hún hefur verið að skila íslenskum fyrirtækjum. Hvert eru þeir í raun að fara með málflutning sínum? Ég bara skil það ekki og það á við mjög marga.

Eftir stendur það sem ég hef margoft sagt, þeir sem hafa verið við völd frá 1992 virðast einungis vilja passa upp á sín völd og óttast að sú tiltekt sem fara verður fram ef við viljum ganga inn, muni staðfesta þá heiftarlegu gagnrýni sem aðilar vinnumarkaðsins hafa sett fram um efnahagsstjórn undanfarinna ára. Og öll þau öfugmæli sem þeir hafa byggð sína afstöðu á.

Ég mun allavega standa í þessari trú þangað til annað kemur fram.

Drottin blessi heimilið og friðinn, það er nú full þörf á því þessa dagana.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"Hinir erlendu gestir okkar hafa í raun verið ein af undirstöðum þeirrar verðmætaaukningar sem átt hefur sér stað undanfarin misseri og haldið auk þess verðbólgu niðri."

Þetta var líka sagt í þýskalandi á sínum tíma en annað kom á daginn. Reynslan frá niðursveiflunni 2001-2002 gefur ekki til kynna að erlendu "gestirnir" fari þegar harðnar á dalnum.

Ekki það að ég sé á móti frjálsuflæði vinnuafls, nema síður sé. En þegar flæðið er til komið vegna bóluvaxtar eins undanfarið segir sagan að afleiðingarnar geti verið alvarlegar.

Enn er allt í sóma í atvinnulífinu þ.e. ekkert atvinnuleysi. Engu að síður er útlendingahatur komið á alvarlegt stig og vissir stjórnmálamenn farnir að gera út á það. Ef - réttara sagt þegar - harðnar á dalnum má búast við sprengju í þessum efnum.

Frjálst flæði vinnuafls rétt eins og frjálst flæði fjármagns er miklum hættum bundið. Það er óábyrgt að loka augunum fyrir þessum hættum, sérstaklega í ljósi þess að flest bendir til þess að íslenskt efnahagslíf fái svo um munar að kynnast skuggahliðum hnattvæðingarinnar á næstunni.

Nafnlaus sagði...

Áhugaverð samantekt hjá þér, vonandi verður þetta til að færa umræðuna um Evrópusambandið á næstu hæð.

Nafnlaus sagði...

Ég hef lengi velt þessu fyrir mér með sjálfstæðismennina og evropusambands- aðild. Ég hallast helst að því að andstaða þeirra við evrópusambands- aðild sé einungis sú að Smfylkingin var á undan að taka málið uppá sína arma.

Takk fyrir skemmtileg skrif