Ég var einn af mörgum sem furðaði mig á því sem haft var eftir samönguráðherra í byrjun þessa árs þegar hann virtist vera búinn að setja Vaðlaheiðagöng í forgangshrað. Þessu mótmælti ráðherrann harðlega og sagði í fjölmiðlum að þetta væri miskilningur.
Nú er komið í ljós að samgönguráðherra er samur við sig og sagði þjóðinni ósatt og ástundar af krafti venjubundið kjördæmapot.
Hvað varðar jarðgöng þá liggur það fyrir að göng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar er framkvæmd, sem var sett sem ein af forsendum þegar ákvörðun var tekinn um að reisa álver í Reyðarfirði.
Sjúkrahúsið er á Neskaupstað og hluti vinnuafls áversins kemur einnig þaðan og ekki síst að þar er sjúkraflugvöllur fyrir Fjarðabyggðirnar. Oft er ófært um Fagradal og Oddskarð.
Göngin um Oddskarð í raun ónýt, þau eru langt upp í fjalli og í göngunum eru flutningabílar að festast og blokkera umferð tímum saman.
Samgönguráðherra er samur við sig.
Áform um Sundabraut eru orðin þrítug og samgönguráðherra ætlar sér að koma í veg fyrir þá framkvæmd eins og forveri hans gerði.
Samgönguráðherra er samur við sig.
Þessu til viðbótar er það klárlega arfavitlaust að byrja á því að tvöfalda veginn yfir há Hellisheiðina. Þetta vitum við sem förum þar um reglulega. Það er spottinn frá Rauðavatni og upp á Sandskeið sem ætti að tvöfalda strax og hafa síðan 2+1 veg yfir heiðina og tvöfalda svo frá Kömbum til Selfoss. Það mætti tvöfalda háheiðina síðar.
En það er nú reyndar svo að það er hættulegt að leggja 2x2 veg yfir háheiðina, sakir þess að umferðarþunginn er ekki nægilegur til þess að hreinsa sporin og það er verið að bjóða óþarfa hættu heim með þessum áformum.
Samgönguráðherra er samur við sig.
1 ummæli:
Möllerinn er svosem ekki neinn KFUM drengur í þessum efnum og ef hann væri úr spýtu, væri nefið á honum í það minnsta 3 metrar að lengd.
Vestfjarðagöngin, sem samenuðu N og S svæðið eru líka afar brýn, skki svo að skilja, að Austfirðingar hafi ekki svipaðan rétt.
Þetta með öryggi í samgöngum að Sjúkrahúsum, skilja fáir hér syðra en það er einn GRUNNÞÁTTA byggðavandans, að fólk finnur sig óöruggt í aðgengi að sjúkraþjónustu.
Miðbæjaríhaldið
fyrrum Vestfjarðaríhald
Skrifa ummæli