miðvikudagur, 5. mars 2008

Kerfiskallar frjálshyggjunnar


Undanfarna áratugi hefur verið áberandi stefna í heimsbyggðinni nefnd frjálshyggja. Þessi stefna felst í því að minnka umsvif hins opinbera og auka frelsi einstaklingsins til ákvörðunartöku um ráðstöfun eigin aflafjár með því að lækka skatta.

Eitt af aðalgildum þeirra er að lækka bætur í almenna kerfinu svo fólk sé ekki að hanga heima á bótum í einhverri leti, heldur drífi sig út á vinnumarkaðinn. Einnig er því haldið fram að séu skattar lækkaðir þá verði launafólk viljugt til þess að vinna mjög langan vinnudag.

Hér á Íslandi eru nokkrir einstaklingar innan tiltekins flokks, sem gefa sig út fyrir að vera sérstakir málsvarar þessara stefnu. Þeir hafa greinilega eitthvað miskilið þetta allt saman. T.d. er atvinnuþátttaka á Íslandi langt umfram það sem þekkist í öðrum löndum og vinnudagur með þeim lengri og ekkert tilefni til þess að lengja hann eða auka atvinnuþátttöku.

Á ráðstefnum hafa hinir íslensku frjálshyggjumenn útlistað hversu langt þeir hafi náð. Ef marka má yfirlýsingar þeirra í fjölmiðlum, erum við heimsmeistarar. Guðfaðir frjálshyggjunar hér á landi hefur svo farið í fyrirlestrarferðir um veröldina, til þess að skýra út fyrir útlendingum hversu flinkir frjálshyggjumenn íslendingar eru. Reyndar er það svo ef maður les það sem er haft eftir honum, þá er það víðs fjarri öllum veruleika hér á landi.

Hann heldur því fram að þeir hafi t.d. bætt hag hinna efnaminnstu. En staðreyndin er aftur á móti sú, eins og fyrrv. skattstjóri segir, að þeir hafi lækkað skatta á þeim efnamestu og aukið þá aftur á móti um 7% á þeim efnaminni. Barnabætur og vaxtabætur hafa verið lækkaðar umtalsvert með því að taka skerðingarmörk út fyrir sviga í verðlagsþróun.

Fyrrv. skattstjóri segir einnig að það sé ekki rétt sem frjálshyggjumenn halda fram, að efnamenn keppist við að borga skatta á Íslandi sakir þess að þeir séu svo lágir, nú hafa komið fram gögn sem sýna 77 milljarðar séu geymdir í skattaparadísum.

Forsvarsmenn frjálshyggjunar hér á landi eru allir forhertir kerfiskarlar og engin þeirra vinnur á almennum vinnumarkaði. Þeir hafa skipað sjálfa sig í margskonar stöður eins og prófessora, bankastjóra, sendiherra, dómara og eru einnig sumir hverjir alþingismenn. Sumir þeirra eru svo líka í allskonar stjórnum hjá hinu opinbera, sem þeir hafa tekið þá ákvörðun að greiða sér tvöföld laun mánaðarlaun láglaunafólks fyrir einn fund.

Ef almenningur hefur verið svo ósvífin að mótmæla og benda á að ekki sé farið að lögum, þá hafa mætt í fjölmiðla fótgönguliðar frjálshyggjunnar, snúið öllu staðreyndum á haus og hrósað sjálfum sér fyrir hversu duglegir þeir séu. Betri en allir aðrir og þeir séu að bjarga íslendingum frá sjálfum sér.

Forsvarsmenn frjálshyggjunnar hafa nýtt sér stöðu sína á Alþingi með því að auka eigin réttindi á kostnað skattborgara. T.d. rúlluðu þeir í gegnum Alþingi eftirlaunalögum þar sem þeir juku eftirlaunaréttindi sín margfalt umfram aðra landsmenn. Kostnaður vegna þessa er nálægt 700 millj. kr. á ári. Einnig hafa þeir tekið sér ýmis skattfríðindi sem aðrir landsmenn hafa ekki.

Aðalmaður frjálshyggjumanna sagði við kynningu á þessum lögum sínum, að þetta myndi kosta ekkert eða í mesta lagi 6 millj. kr. Almenningur mótmælti þessu, en þá sögðu frjálshuyggjumennirnir að það væri ekki ástæða til þess að svara þessum almenning, hann gæfist alltaf upp á því að standa í einhverjum skrílslátum.

Fríblöð birtu allskonar óþægilegar upplýsingar um þessi mál, en þá settust frjálshyggjumenn niður og sömdu lög þar sem banna átti útgáfu fjölmiðla sem væru með einhverjar óþægilegar fréttir um athafnir frjálshyggjumanna. Forseti Íslands sagði að þetta gengi ekki og væri brot á stjórnarskránni og vildi fá þjóðaratkvæðagreiðslu. Það þorðu frjálshyggjumenn ekki og viðhöfðu um forsetann viðurstyggileg ummæli og settu þjóðina á annan endan.

En úr því þeta tókst ekki, þá hafa þeir komið því þannig fyrir að allir ritstjórar helstu fjölmiðla í dag koma úr þeirra flokki. Það var mjög góð kennslustund um hvernig frjálshyggjumenn vinna í fréttaþættinum 60 mín. í gærkvöldi. Þegar þessi þáttur var sýndur í Landi Frelsins duttu einhverja hluta vegna út sjónvarpstöðvar í þeim fylkjum sem eru undir stjórn frjálshyggjumanna, nákvæmlega þann tíma sem tók að sýna þáttinn. Ótrúleg tilviljun.

Þeir hinir sömu hafa unnið að því hörðum höndum að koma upp Gúllögum víða um heimin, þar sem þeir setja inn óþægilega einstaklinga án dóms laga o gán nokkurs konar málsmeðferðar. Frelsið er við völd, það er að segja frelsi útvalinna skoðanna bræðra til þess að haga hlutunum eftir eigin höfði. Frjálshyggjan er nefnilega komin í staðin fyrir Sovétið alræmda sem þeir segjast berjast við, en eru í raun að ganga lengra gegn frelsi einstaklingsins.

Nú hefur verið reynt í alllangan tíma að fá frjálshyggjumenn til þess að afnema þau rausnarlegu eftirlaunafríðindi sem þeir tóku sér. En einn helstu fótgönguliði þeirra situr sem formaður þeirrar alþingisnefndar sem á að fjalla um þetta mál, hefur setið á því í 4 mán. og ætlar sér greinilega að draga það svo lengi að málið nái ekki inn í umræðu á þessu þingi.

Á hverjum degi koma fram upplýsingar sem svipta huluna ofan af fullyrðingum frjálshyggjunnar, það stendur einfaldlega ekki steinn yfir steini í málflutning þeirra.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsileg lesning. Allt hverju orði sannara.

Nafnlaus sagði...

Virkilega vel skrifað! Tek undir hvert einasta orð, jafnvel þó ég hafi stundum kosið þessa kerfiskalla.. það verður ekki gert framar!

Nafnlaus sagði...

Hvílík della!

Fyrst dregur höfundurinn upp afskræmda mynd af málflutningi frjálshyggjumanna (strámann) og "svarar" málflutningnum svo með gagnrýni á siðferði ýmisra manna sem hafa verið kenndir við frjálshyggju.

Það ætti ekki að þurfa nema hálfa rökvísi til þess að sjá í gegn um þetta bull.

Nafnlaus sagði...

Þetta er hárrétt Guðmundur! alveg sama hvar drepið er niður, sjálftökukerfið er brandari og lagast ekkert, skattalækkun á hátekjur var hneiksli, útdeiling á milljörðum nýverið úr hermanginu er kennslubókardæmi og alltaf geta mennirnir treyst því að við höfun gott skammtíma mynni

Nafnlaus sagði...

Blaður - og kemur svo sem ekkert sérstaklega á óvart, með tilliti til þess hver skrifar. Það er reyndar furðulegt að maður skuli leggja á sig að lesa svona raus.

Nafnlaus sagði...

Mjög góð frétt, skemmtileg lesning og ég verð að viiðurkenna að ég er eiginlega alveg sammála þér.
Svo má ekki gleyma að slæmt er að reka opinbert heilbrigðiskerfi en frábær er opinber þjóðkirkja.

Frjálshyggjumenn eru ekkert nema tækifærissinnar, enda sést það best í því að þeir hanga alltaf inni í Sjálfstæðisflokkun þrátt fyrir að hafa skoðanir sem eru gjörsamlega á skjön við stefnu flokksins.

Nafnlaus sagði...

Annar eins óþurftarmaður á Alþingi fyrirfinnst reyndar. Það er Sigurður Kári.

“Með síðustu skipan hefur verið gengið lengra en áður eru fordæmi fyrir og málsvörn aldrei verið aumlegri; hún hefur einkennzt af illyrðum, útúrsnúningum og hálfsannindum, jafnvel beinum rang­færslum. Með því hafa þeir sjálfstæðismenn sem harðast hafa gengið fram í að verja gerðir ráðherra fellt á sig sterkan grun um að áhuginn sé meiri á eigin frama en á skap­legum stjórnarháttum og greið­asti vegurinn sé þá að hlýða valdboðum og verja vafasama gerninga.”

Nánar hér: http://visir.is/article/20080125/SKODANIR/101250146/-1/SKODANIR

Auðvitað renndu þeir félagar, Birgir og Sigurður Kári, eftirlaunafrumvarpinu í gegn í desember 2003. Og auðvitað dregur Birgir Ármannsson lappirnar nú þegar leiðrétta á sjálftökuna, með frumvarpi Valgerðar Bjarnadóttur, Benediktssonar.

Þetta eru - ofan á allt annað - síðasta sort af frjálshyggjumönnum.