sunnudagur, 23. mars 2008

Virðingarleysi gagnvart launamönnum

Það er komið bullandi undanhald hjá Sjálfstæðismönnum í umræðunni um efnhagsmálin. Meir að segja Birgir Ármannsson er með grein nú fyrir páska sem ómögulegt er að skilja öðru vísi sem svo að hann sé að opna sér leið út úr þeim hnút sem hann hefur verið í. Það sanda öll spjót á þeim. Indriði fyrrv. skattstjóri staðfestir vel rökstudda gagnrýni á misheppnaðar skattkerfisbreytingar. Einnig komið fram að hinn bullandi uppgangur sem Sjálfstæðismenn væru sífellt að stæra sig er byggður á sandi og það blasir við að þar er helst um að kenna mistökum í efnahagsstjórn

Það er runnið upp fyrir Sjálfstæðismönnum að þeir mátu stöðuna rangt og hefðu átt að vera komnir mun lengra í umræðu um Evrópumál. Þetta hefur hin bráðsnjalli og rökfasti Björn skynjað og nú er reynt að koma sökum á aðra. Það sé öðrum en þeim að kenna að ekki hafi verið gengið lengra í undirbúning eins og t.d. í sambandi við breytingar á stjórnarskrá.

En það blasir við að þar spilar inn en eitt rangt stöðumat þeirra sem um of er mótað af hefndarhug í garð forsetans eftir að hann hlustaði á rödd þjóðarinnar og rasskelti þá í fjölmiðlamálinu. Það mál snýst um þjóðaratkvæðagreiðslur sem fara hrikalega í taugarnar á Sjálfstæðismönnum. Eins og þeir hafa ítrekað haldið fram í umræðunni, þá telja þeir sig fara þeir með öll völd um leið og kjördagur rennur sitt skeið.

Það liggur fyrir að næstu vikurnar verður ríkistjórnin að spila af trúverðugleika úr þessari hrikalegu stöðu. Ríkisstjórnin spilað af sér í skíðaferðum og fríum erlendis fyrir jólin þegar kjarasamningar stóðu yfir. Það sama er upp á teningunum núna, og verður að segjast eins og er að það er ótrúlegt virðingarleysi sem formaður Samfylkingarinnar sýnir almennum launamönnum þessa dagana.

Samfylkingin hefur lagt alltof litla áherslu á að þrýsta fram umræðum um Evrópumálin. En nú er Björn að ná frumkvæðinu með snjöllum útspilum.

Engin ummæli: