Það er ekki annað hægt að óttast þær móttökur sem flóttamennirnir 30, konur og börn, sem koma til með að fá í samfélaginu Akranes. Flestir á Akranesi vilja þessum konum og börnum örugglega vel. En aðilar sem hugsa skammt eru búnir að rækta og móta ákveðin viðhorf hjá tilteknum einstaklingum og umtalsverðar líkur eru á að þeir telji sig þess umkomna að láta þau koma í fram við hið landlausa fólk í dagvörubúðinni, leikskólanum eða hvar sem er.
Við blasir sú staðreynd íslenskt samfélag í dag gengur ekki án hins erlenda fólks sem er hér á vinnumarkaði. Það er burðarásar í ákveðnum störfum. Erlendir launamenn eru ein af forsendum þess hagvaxtar sem átt hefur sér stað hér á undanförnum árum. Þau vandamál sem upp hafa risið á vinnumarkaði vegna erlendra launamanna eru ekki frá þeim kominn, heldur íslenskum fyrirtækjum sem eru að reyna að hagnast með því að hafa af þessu fólki réttindi og laun.
Hvaða viðhorf koma til með að þróast hjá þessu fólki gagnvart íslensku samfélagi? Hvernig viljum við að tekið sé á móti þeim þúsundum íslendinga sem eru við nám og störf á erlendis?
9 ummæli:
Sammála.
Óþverri Magnúsar Þórs Hafsteinssonar hefur eitrað andrúmsloftið á uppá Skaga. Það þarf að finna konunum og börnum þeirra betri stað.
Ég deili sömu áhyggjum.
Það er raunverulega komin upp sú staða að Rauði krossinn og Ríkisstjórnin þarf að gaumgæfa alvarlega hvort Skaginn sé best til þess fallinn að taka á móti flóttafólkinu.
Hvað með Hafnarfjörð?
Sammála.
Til glöggvunar vil ég benda á feikigóða grein Eiríks Bergsmanns sem að hann hefur birt á heimasíðu sinni.
Bein slóð á greinina er hérna.
Sammála.
Ég held að þessi hópur ætti að fara annað eins og staðan er orðin. Það er að vísu skömm fyrir Akranes en hagsmunir þessara einstaklinga vega þyngra en ímynd bæjarfélagsins.
Góður pistill Guðmundur.
Eitthvað misfórst tilraunin til þess að setja linkinn inn. Annaðhvort er blogger kerfið við að sakast eða þá að HTML kunnáttu minni hefur farið aftur. Ég hallast að síðari kostinum.
Linkinn set ég fyrir neðan svo að hægt sé að kopí / Peista í vafranum:
http://www.bifrost.is/kennarar/2006/default.asp?sid_id=36991&tId=1
Einu sinni enn:
http://www.bifrost.is/kennarar/2006/
default.asp?sid_id=36991&tId=1
Hafið ekki áhyggjur við skagamenn munum taka vel á móti flóttamönnum og gera allt sem við getum til að láta fólkinu líða vel hérna á skaganum. Við þurfum hins vegar að lifa við það að Magnús Þór og litla íhaldið hafa eitthvað fylgi hérna. En þegar það verður búið að kynna málið betur munu skamenn sameinast um að taka vel á móti fólkinu.
Eftirfarandi athugasemd skráði ég við Staksteina Moggans í dag.
Magnús Þór Hafsteinsson hefur lengi rekið markvissan áróður gegn innflytjendum og reynt að höfða til þess lægsta í okkur. Hann segist ekki vera rasisti, það gerir málflutning hans ekki betri. Rasistar eru fyrirlitlegir, en verri eru þeir sem boða mannfyrirlitningu og efna til úlfúðar og haturs, sjálfum sér til pólitísks framdráttar. Magnús Þór og Jón Magnússon hafa verið í fararbroddi þess hóps innan Frjálslynda flokksins sem höfðar til laumurasista og mannhatara í því skini að hljóta atkvæði þeirra og stuðning til valda. Það er fyrirlitleg iðja og sorglegt að hinn ágæti formaður flokksins skuli verjá þá í stað þess að snúast gegn þeim og reyna að þvo þennan smánarblett af flokknum.
Heiðvirt fólk á Akranesi þarf nú að fara út á göturnar og skera upp herör gegn þeim samborgurum sínum sem reyna nú allt hvað þeir geta til að leggja smánarblett á bæinn sinn og gera hann að fyrsta sveitarfélagi á landinu sem er óhæft til að sinna mannúðarverkefnum og hjálpa nauðstöddu fólki.
Magnús þór blaðrar, en hann er samt lævís og segist hafa undrast heiftina í augnaráði Amal Tamimi í Silfri Egils. Það var engin heift í augnaráði þessarar mætu og prúðu konu, sem stendur magnúsi framar í mannasiðum sem öðru. Það mátti hinsvegar sjá depurð og sorg í augum hennar.
Það er hætta á ferðum þegar lýðskrumarar og eiginhagsmunapotarar grípa til hatursáróðurs og tekst að draga mannhatarana úr grenjunum og efla þá til dáða. Við því þarf að bregðast af einurð.
Sigurður Heiðar Jónsson
Ég er innan Akranis flóttamanna og vilja til að gefa smá stykki af upplýsingar sem sérhver Aloaudat sem lofaði okkur Ísland voru allir rangar og rangt og við lifum ástandið verra en það sem við vorum að búa í Írak Ég vona ef þú værir í Írak, né að vera í þessu lífi sem við lifum á Íslandi 4 ár og var að herða 4 ára af lífi mínu í skilmálar af að borða, drekka og sálfræðileg gjöld og líf og allt Vinsamlega sjá sjálfur getur hjálpað eða taka mig til lögbærra yfirvalda sem tengist í þetta númer 6180094
Skrifa ummæli