Undanfarna daga hafa þingmenn og ráðherrar upplýst landsmenn um að þeir svífast einskis þegar kemur að eigin launum og kjörum. Þegar Ingibjörg Sólrún ætlar að rífa málið upp úr því fari sem þingmenn Sjálfstæðisflokkisns hafa haldið því þá koma fram aðrir þingmenn og vilja halda sínu og gera gis af Ingibjörgu.
Í umræðum undanfarna daga hefur komið fram að meðfram eftirlaunalögum voru laun hluta þingheims aukin um þriðjung. Kostnaður við þennan gjörning var 600 millj. kr. úr ríkissjóð ekki 6 millj. eins og Davíð hélt fram þegar hann rúllaði frumvarpinu í gegn.
Þegar þingmenn ræða laun sín þá benda þeir ætíð á Kjararáð sem var skipað til þess að ákvarða laun þingheims. Kjararáð hefur ætíð miðað við prósentuhækkanir lægstu launa í almennum kjarasamningum. Eins og almenningur veit þá hefur sú prósentutala ætíð verið töluvert hærri en almennar hækkanir. Kjararáð tekur ekki tillit til hækkana á sambærilegum launum. Enda hafa laun þingmanna hækkað töluvert meir en annarra launamanna. Þessu fyrirkomulagi hefur ítrekað verið mótmælt bæði af samtökum launamanna og fyrirtækja.
Þessu til viðbótar hafa svo þingmenn og þá sérstaklega ráðherrar ástundað freklega sjálftöku úr ríkissjóð, eins og t.d. Guðjón form. Frjálslyndra hefur viðurkennt í fjölmiðlum undanfarið, en reynir svo að draga fjöður yfir þetta með því að halda því fram að laun almennra þingmanna hafi lækkað við þennan gjörning.
Það blasir við alþjóð spilling í Alþingishúsinu þegar þingmenn fjalla um eigin kjör. Ef þeir eru svo spurðir um hvaða laun þeir hafi, svara þeir ætíð með strípuðu þingfararkaupi. Hagfræðingur SA reiknaði það út fyrir nokkru og birti á vef SA, að þessi sjálftaka þingmanna úr ríkissjóð jafngilti allt að 40% launahækkun. Eftirlaunaréttindi ráðherra jafngiltu hundruð milljóna króna starfslokasamning. Um þetta hef ég fjallað ítarlega hér í fyrri pistlum.
Og nú neita þeir að lagfæra þetta og bera fyrir sig stjórnarskrá og reyna að koma höggi á Ingibjörgu fyrir að fara fram með málið!! Þingmenn belgja sig út þegar þeir mæta í fjölmiðla og fjalla um launamál almennings. Setja upp ábyrgðarsvipinn sinn og segja; Nú verða almennir launamenn að sýna ábyrgð og raska ekki stöðugleikanum.
Það sem er ótrúlegast af öllu er þegar kjarasamningar standa yfir og farið yfir niðurstöður, eru það ætíð þingmenn sem eru kallaðir í Silfrin, Kastljósin og fréttirnar til þess að fara yfir kjaramálin. Fyrir okkur sem þekkjum til samninga, aðdraganda þeirra og umgjörð, þá eru þessi viðtöl og umræður það pínlegasta sem maður hlustar á. Það sem þingmenn hafa að segja um kjarasamninga og launakjör er þvílík endaleysa og byggt á svo ótrúlegu skilningsleysi og þekkingarskorti, að maður stendur alltaf upp og slekkur á sjónvarpinu eða skiptir yfir á fótboltarásina.
7 ummæli:
Þetta er þyngra en tárum taki, að fylgjast með þessu.
Siðleysinu þingmanna er ekki hægt að breyta, en hægt er að breyta lágum launum almennings.
Setjið nú allt í það að hækka laun almennings í þessu landi !
Guðmundur.
Engu skiptir þótt einhverjir siðspilltir þingmenn og ráðherrar haldi fengnum hlut. Aðalatriðið er að koma á jafnrétti í lífeyrismálum. Fyrst meðal ríkisstarfsmanna og síðan milli þeirra og fólks á almennum vinnumarkaði. Að þessu miðaði frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur.
En nú ætla Ingibjörg og Geir að klína almenningi dálitla smjörklípu að sleikja. Tilraun nr. tvö eða þrjú.
Valgerður Bjarnadóttir varaði við þessu. Sjá:
http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1112177
Og það hafa fleiri gert:
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1113187
Rómverji
Var að horfa á Kastljósið áðan.
Hvers vegna er fólk að kjósa sjálfstæðisflokkinn ?
Það er ekki bara í borgarstjórn sem er vonlaust lið !
Sáuð þið þennan dreng Birgir Ármannsson á móti Valgerði Bjarnadóttir ?
Ekki er mannvalið mikið eða eru menn bara sendir upp í Valhöll og sett inn í þá ,,prógramm" ?
Það kom ekkert að viti út úr honum !
En, Guðmundur hvað viljið þið verkalýðsleiðtogarnir gera ?
Við félagarnir í verkalýðshreifingunni lesum bara svona hugleiðingar frá ykkur eða sjáum ykkur í fjölmiðlum !
Við félagarnir í verkalýðshreifingunni erum tilbúnir til að gera ýmislegt til að sýna þessum 63 við Austurvöll hvað við viljum í þessu máli !!!
Kveðja
JR
Tek undir með JR.
Verkalýðshreyfingunni ber skylda til að beita sér af öllu afli í eftirlaunamálinu.
Koma þarf i veg fyrir að hér myndist yfirstétt ráðamanna ásamt þýi sínu. Nómenklatúra sem telur sig hafna yfir lög og almennt siðferði.
Fólki ofbýður. Hvar er farvegur fyrir reiði þess?
Rómverji
Já, rétt er það, Birgir Ármannsson er sennilega leiðinlegasti og vonlausasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ég spái því að hann kolfalli í næsta prófkjöri.
Sig. J.
"ríkissjóði" á það að vera, þetta er þágufall, sbr. "úr hesti"
nf hestur
þf hest
þgf hesti
ef hests
Hvar voru þínir menn, Guðmundur, þegar "Davíð rúllaði upp þessu máli" Á móti því, nei og aftur nei og þú talar gegn betri vitund Guðmundur, þegar þú bullar svona. Nær allir þingmenn voru sammála frumvarpinu og sem betur fer eru flestir þeirra enn á lífi. Að reyna að klína þessu máli á einhvern hátt á Davíð, sýnir bara rokþrot þitt í málinu. Í guðana bænum veldu þér einhvern annan til að hamast á.
Skrifa ummæli