laugardagur, 10. maí 2008

Við sem borgum viljum líka

Maður er óhjákvæmilega hugsi eftir ráðningu Jakobs til þess að setja í gang herferð til þess að bjarga miðbænum. Af hverju er miðbærinn í þeirri stöðu að hann þurfi einhverja sérstaka björgun. Svarið er ráðaleysi og ekki síður stefnuleysi borgarstjórnarmanna á undanförnum árum. Þeir hafa ekki getað unað hvor öðrum að taka á vandanum og komið ítrekað í veg fyrir að stefna sé mótuð og henni fylgt.

En svarið er ekki síður að finna hjá íbúum miðbæjarins og fyrirtækjum þar. Af hverju þarf borgin að sjá öll þrif þar? Ekki gerir hún það úthverfunum, þar taka menn sjálfir til í kringum sig og laga sín hús og garða. Þannig er það alla vega í mínu hverfi í Grafarvoginum. Menn kæmust einfaldlega ekki upp með þann sóðaskap sem maður sér víða í miðbænum.

Af hverju eigum við sem í úthverfunum búum endilega að una því að ráðinn sé sérstakur maður til þess að eyða tugum milljóna ef ekki hundruðum, til þess að gera eitthvað sérstakt í miðbænum? Eigum við ekki sama rétt? Þungaviktarmennirnir í skattgreiðslum búa í úthverfunum. Þar á ég við millistéttirnar.

Það er margt sem við gætum hugsað okkur að gera í Grafarvoginum, ef við fengjum að ráða sérfræðing með fjárheimildir til þess að drífa í því.

Ég vill skipta um lið í borgarstjórn, það kann ekkert annað en að standa í vegi fyrir hvort öðru með útúrsnúningum og verkefnin liggja óleyst um alla borg. Það er svo komið að það nær sér ekki upp úr þeim hjólförum sem það er í og búið aðvera þetta kjörtímabil. Þar fer hæst hefnigirni.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sem fyrrverandi íbúi miðbæjarins get ég fullyrt að íbúar miðbæjarins er alveg eins annt um að halda hreinu í kringum sig, sem öðrum Reykvíkingum. En það er helvíti hart að þurfa að þrífa upp eftir alla aðra íbúa Reykjavíkur. Ég held að það myndi eitthvað heyrast í Grafarvogs búum ef 5000 manns kæmu ruslandi, mígandi, spreyjandi og haga sér eins og vitleysingar á fimm daga fresti.

Kveðja
Magnús

Nafnlaus sagði...

Óþolandi þetta úthverfapakk sem hrúgast í miðbæinn um hverja helgi...
IG

Nafnlaus sagði...

Sem íbúi í Reykjavík í rúm fimmtíu ár
og hef hvergi annars staðar búið. Vil ég að ,,þetta lið í 101" sem þykist vera eitthvað meira en aðrir íbúar Reykjavíkur verði girtir af svo aðrir borgarbúar getið verið í friði !
Okkur sem höfum haldið borginni gangandi með okkar gjöldum !
Talandi um eitthvert ,,úthverfapakk" ?
Veit ekki um marga núverandi íbúa í 101 sem eiga einhverja fortíð í því póstnúmeri, og eru ef til vill bara ,,boðflennur" þar og jafnvel í borginni ?

Kveðja úr Breiðholtinu
JR

Nafnlaus sagði...

Af hverju þarf allt að byggjast á stríði? Borgarbúar gegn landsbyggðarbúum, úthverfabúar gegn miðborgarbúum? Miðborgin er hjarta borgarinnar, bæði þeirra sem búa þar og þeirra sem búa utan miðborgarinnar. Staðreyndin er að fleiri og fjölbreyttara mannlíf heimsækir miðborgina á hverjum degi en heimsækir úthverfi borgarinnar. Borgarbúar ættu að búa miðborg sem allir geta verið stoltir af. Vandamálin sem miðborgin er plöguð af er komin til vegna stefnuleysis borgaryfirvalda og hæfileikaleysis skipulagsyfirvalda.

Nafnlaus sagði...

",,þetta lið í 101" sem þykist vera eitthvað meira en aðrir íbúar Reykjavíkur verði girtir af svo aðrir borgarbúar getið verið í friði !
Okkur sem höfum haldið borginni gangandi með okkar gjöldum !"

Já merkilegt, hvað oft hefur þú komið úr Breiðholtinu og dottið í það hérna í miðbænum, migið utan í hús, brotið flöskur hrópað og öskrað fram eftir nóttu?
Það værri óskandi að við gætum lokað miðbænum fyrir "utan aðkomandi" um helgar svo við fengjum einhvern frið.

Talandi að borga undir okkur, hér í miðbænum vill ég fullyrða að það séu hæstu gjöld í Reykjavík, hérna þurfum við að borga fyrir bílastæði, veitt ekki til að annarstaðar í Rvk. sé fólk á launum að skrifa upp bifreiðar fyrir utan heimili fólks og hér eru hæstu fasteignagjöldin vegna ofurhátts fasteignaverðs í miðbænum.

Held að það sé komin tími til að flytja alla skemmtistaðini upp í Breiðholt (þaðan sem ég er nú ættaður, Bænum Breiðholti ekki hverfinu).