föstudagur, 22. febrúar 2008

Fréttamat

Viðsjárverð tíðindi hafa borist okkur á hverjum degi hina 50 daga sem eru liðnir af árinu 2008.

Kvóti skorinn niður, útgerðir sitju uppi með umtalsverðar skuldir vegna fjárfestingar í kvóta sem ekki er lengur til. Fiskvinnuslufólki sagt upp svo hundruðum skipti.

Hlutbréf falla, bankar í vanda og íslenska krónan sveiflast eins og laufblað í vindi.

Íslenskt atvinnulíf gerir kjarasamninga og þarf að þvinga stjórnvöld til þess að standa við kosningaloforð og yfir standa kosningar um þá niðurstöðu.

Loðnuveiðar bannaðar og heilu byggðirnar horfast í augu við gjaldþrot.

Við efnahagslífi Íslands blasa hugsanlega mestu erfiðleikar sem upp hafa komið um alllangt skeið vegna skorts á efnahagsstjórn.

Þá er Kastljósi sjónvarps allra landsmanna undirlagt af innihaldslausum umræðum tveggja stjórnmálamanna um hvort Össur hafi notað rangar myndlíkingar við að lýsa skoðun sinni á stöðu Gísla Marteins.

Restinn af pressunni fjallar um þingmann sem spilað 21.

Landsliðsnefnd finnur ekki þjálfara og íslendingar skella sér á Fod and fun.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Las í grein sem birtist í National
Geographic:
“On the surface, we have an open debate,” said Baldur Þórhallsson, a professor at the University of Iceland who specializes in the politics of small societies. “But underneath, there is this tendency by some politicians to control the debate and the agenda … phone calls, emails, and letters making little indirect threats.” With job opportunities few in such a small place—and ties among politics, business, government, and media so Byzantine that conflicts of interest are impossible to avoid and sleeping with the enemy is literally true—it’s understood that speaking one’s mind could be a really bad career move."

Með öðrum orðum víkingahátterni í nútímabúningi.

Nafnlaus sagði...

vá, hvað þetta er rétt hjá þér - ég tók ekki einu sinni eftir því fyrr en þú nefndir það hér :-)
Kv. Ebba

Nafnlaus sagði...

Hárrétt Guðmundur!
Er möguleiki á því að umræðunni sé stjórnað, fjölmiðlar tyggja hver eftir öðrum og menn jagast um ekkert, snoturt dæmi hjá Össurri tekur burt umræðu um það sem skiptir máli, ósamstaða um væntanleg auðlindarlög ekki rædd þarna sátu sennilega pólarnir í þeirri umræðu (í kastljósi)og körpuðu um ekkert. það er sífellt hamrað á því að fiskur skipti minna og minna máli, en ennþá eru nokkur þúsund störf í fiskvinnslu og á sjó, það eru enn störf í fiskvinnslu í Reykjavík en það virðist meiri kvíði ganvart uppsögnum í bönkum en fiskvinnslu, skrítið. Strax út á sjó með loðnuflotann .