mánudagur, 18. febrúar 2008

Greining RÚV á kjarasamningum

RÚV hefur í dag fjallað um nýja kjarasamninga aðildarfélaga ASÍ. Áberandi er í þeirri umfjöllun að álitsgjafar í síðdegisútvarpi eru valdir úr hópi stjórnmálamanna og samtökum opinberra starfsmanna, en forðast að fá fólk úr forystu ASÍ.

Í umræðu í dag hefur í því sem ég hef heyrt enn ekki komið fram neitt um þær grunnforsendur sem aðilar notuðu við undirbúning kjarasamninganna. Það er þróun efnahagsmála, verðbólga og vextir.

Líklega er enn einu sinni að endurtaka sig sú saga að launamenn og fyrirtæki á almennum markaði eru þeir einu sem eiga að bera ábyrgð blessuðum stöðugleikanum og rekstrargrundvallarræflinum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsilegur var árangurinn !
Það ætlar ekki að takast að tosa skattleysismörkin upp fyrir ölmusuna sem ríkið ætlar öldruðum, öryrkjum og verkalýsforustan ætlar fólki á lægstu töxtum, "náðum markmiðum okkar" stendur á heimasíðu sgs, og skattleysismörkin eiga að hækka fyrst á næsta ári! glæsilegur árangur eða hitt þó heldur!