þriðjudagur, 5. febrúar 2008

Hefur Sjálfstæðisflokkurinn stefnu?

Það er nánast útilokað að átta sig á því hvert Sjálfstæðisflokkurinn stefnir í nánast öllum málaflokkum, nema þá að markmiðin séu, sama hvað það kosti, að halda völdum. Hér má nefna auðlindamálin, vilja þeir REI en ekki REI annarsstaðar. Vilhjálmur og fylgismenn hans benda á að veitufyrirtækin snerti grunnöryggi almennings og falli ekki til samkeppnisrekstrar og hann eigi því að ráða ferðinni innan slíkra fyrirtækja.

Sífellt verður erfiðara að halda Sjálfstæðisflokknum saman, hann sveigir inn á miðjuna í aðdraganda kosninga og frjálshyggjumönnum er sagt að hafa sig hæga, nú þurfi að ná atkvæðafjölda. En að kosningum loknum lenda menn í vaxandi vanda með að fullnægja kröfum kratanna í flokknum og svo hinna ungu þingmanna sem hefur farið fjölgandi og eiga sífellt erfiðara með að sætta sig við að vera krossfestir reglulega. Þeir krefjast þess að þjóðareignir verði seldar í hendur einkaaðila og ekki megi binda í lög að auðlindir skuli vera þjóðareign.

Hvernig ætla sjálfstæðismenn að afgreiða frumvarp Össurar um opinbera eign á orkulindum? Ætla þeir alfarið að leiða hjá sér úrskurð mannaréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um kvótamálið? Hver er stefnan í Evrópumálum? Um hvað snérist málflutningum þeirra um skipan dómara og þrígreiningu valdsins? Af hverju er ekki kláruð vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvaða samningar eru milli Bandaríkjastjórnar og ríkisstjórnar Íslands.
Hafa sjálfstæðismenn selt landið, sem gerir það að verkum að bara "dollarar" koma til hugar?

Nafnlaus sagði...

Hef verið í þeim hópi, sem telur sig ,,af gamla skólanum" innan Flokksins.
Þar gilda hin fornu og óbrotgjörnu gildi. Um það haf verið samdir frasar á borð við ,,frelsi eins má aldrei vera helsi annars"

Það er alkunna og það vita allir, sem farið hafa á Landsfund, að stundum nær tiltölulega fámennur hópur árangri, með málafylgni formanns.
Þetta hef ég upplifað í debatinu um Kvótakerfið en við andstæðingar þess, höfðum iðulega sigur í nefndinni en með lóði formanns, töpuðum við kosningunum á ,,stóra fundinum"

Þetta þekkir þú allt.

Hefðu margir vinir mínir, sem nú hafa yfirgefið Flokkinn og hafið störf í öðrum flokksbrotum, haldið sér að verki hjá okkur, er ég þess fullviss, að við hefðum haft sigur í Kvótamálinu og miðin okkar ekki orðin að eyðimörk, líkt og nú ku vera.

Næsta víglína er fullveldisréttur þjóðarinnar yfir ÖLLUM auðlindum hennar og algert og afdráttalaust bann við sölu þeirra.

Hvernig sem allt veltur, eru fiskar sjóvarins, fuglar himinsins, sólarorkan (hvort hún er virkjuð beint, eða með fallvötnum) og varmi jarðarinnar eign og til óskorðrar notkunar okkar afkomenda. Svo einfallt er það nú.

Með virðingu og kveðju Flokksins

Miðbæjaríhaldið