sunnudagur, 3. febrúar 2008
Raðmorð á Hótel Búðum
Búðakirkja
Það er óneitanlega nokkuð sérstök upplifun að fá afhentan miða þegar maður kemur á hótel, með feitletruðum skilaboðum um að manni er algjörlega bannað að reyna lífgunartilraunir á gestum hótelsins, taki þeir upp á því að hrökkva upp af. Það hafi skapast vandræðaleg augnablik við svoleiðis aðstæður.
En þú er rétt kominn inn á bar þegar maðurinn vil hlið þér hnígur í gólfið, engist þar sundur og saman og er látinn skömmu síðar. Og svona til þess að komast á barinn er vitanlega leiðinlegt að þurfa sífellt að klofa yfir eitthvert lík, svo við skutlum því inn í kæli og fáum okkur svo einn stórann og spáum í hver þeirra sem séu á barnum hafi laumað eitri í glas aumingja mannsins.
Eða svo maður tali nú ekki um að við kvöldverðarborðið gerist svipað og í ljós kemur að hinn látni var þekktur fyrir að selja fölsuð málverk. Fráfall hans gerist með svo miklum látum að diskar og glös falla í gólfið og brotna í mél. „Eins og það sé nú ekki nógu erfitt að reka hótel út á landsbyggðinni“, segjum við ábúðarfull og ábyrg húsmóðir spyr; „Ætli það sé nóg pláss í kælinum fyrir öll þessi lík?“
Hvað gerir maður ef lík finnst út í bíl sem hafi verið kyrkt á hrottalegan hátt og fartölvunni hans stolið. Það kemur í ljós hann er öryggisfulltrúi yfir tölvukerfi banka og í tölvunni séu lykilorð að tölvukerfi bankans. Og á sama tíma er einhver að táldraga konu hins látna á barnum og fá hana til þess að koma upp í herbergi og skuggalegur útlenskur gestur birtist og það kemur í ljós að hann er með langan sakalista og starfar hjá starfsmannaleigunni; „Tökum að okkur að hreinsa allt, hvað sem er“
Allt þetta er þetta vitanlega full á stæða til þess að draga augað í pung og setjast niður og velta fyrir sér hver hótelgestanna sé ósvífin morðingi. Gestirnir fara upp á herbergi og „change for the dinner.“ Allir mæta svo í matsalinn uppá klæddir smókinga og í fullu samræmi við það sem við höfum séð í enskum morðkvikmyndum.
Til þess að heilasellurnar geti starfað á fullu, er á borð borinn 6 rétta málsverður, þar sem hver réttur tekur hinum fyrri fram og maður stötrar suðræna vínberja djúsa til þess að koma þeim niður áður þeim næsta er skellt á borðið og fær sér kaffi og koníak á eftir og fylgist íbyggin með öllum í salnum. Reynir að draga upp úr þeim í lævísu samtali hvort þeir hafi verið tengdir á einhvern hátt við hina myrtu. Davíð Þór og Ævar Örn hvísla svo í eyru gesta með hæfilegu millibili hintum um þennan eða hinn eða kannski bara næstum alla í salnum. Hver hafi sofið hjá hverjum og hvers vegna einn hafi horfið milli 21.45 og 21.55 og annar sem allt í einu búinn að skipta um skyrtu og hann hafi unnið með mági systur frænku þess sem var myrtur.
Hótel Búðir bjóða upp akúrat það mistíska umhverfi með útstreymi jökulsins og nálægð svarta og úfna hraunsins, sem nægir til þess að allir eru tilbúnir í að upplifa raðmorð, falleraðar eiginkonur og úrilla eiginmenn.
Hver skyldi vera drepinn næst? Skál asskoti er þetta gott rauðvín.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Jú Búðir, því man ég eftir, sagði sá dauði.
Skrifa ummæli