miðvikudagur, 27. febrúar 2008

Um glerhús og staksteina


Hér er loft ásamt snjóskafli hrunið í rúm starfsmanns Impregilo. Hann var svo heppinn að vera ekki í rúmminu þegar það gerðist. Þessar búðir tók starfsmenn stéttarfélaganna alllangan tíma að fá lagaðar.

Þau eru svo oft mótsagnarkennd viðbrögð tiltekinna manna sem hafa tiltekna pólitíska skoðun. Þeir eru svo innilega sannfærðir um að þeir einir hafi rétt fyrir sér og allir aðrir komi úr „vinstra liðinu“ og það gefi þeim rétt að kalla megi þá sem ekki eru sammála þeim öllum hugsanlegum ónöfnum.

Eins og t.d. tiltekinn lögmaður, sem er þekktur stuðningsmaður tiltekins flokks og fær birtar innrammaðar greinar í Mogganum þar sem þeir sem ekki eru sammála pólitískum skoðunum hans eru nefndir „Thalibanar.“

Einnig má benda á svör ungs þingmanns úr tilteknum þingflokki sem var nýlega í Kastljósi að fjalla um tiltekin ummæli Össurs iðnaðarráðherra um tiltekinn borgarfulltrúa tiltekins flokks í Reykjavík, þegar Helgi Seljan spurði þingmanninn unga um færslu hans um Björn Inga í haust.

Einnig má benda á nafnlausa umfjöllun Staksteina um Ingibjörgu Sólrúnu og skoðanabræður hennar.

Svo kom dómur í gær, Eftir að hafa skoðað dómskjölin og Staksteinakennd ummæli tiltekins blaðafulltrúa um VG fólk, kvenfólk og náttúruvernd, hlýtur maður að velta fyrir sér hvers vegna var blaðafulltrúinn að höfða mál og á hvaða forsendum er hann að fagna sigri?

Tek það fram að ég er algjörlega sammála þeim skoðunum um að persónulegt skítkast á netinu eru alltof oft langt fyrir utan öll mörk.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alltaf gaman að lesa pistlana þína.

Kveðja,
Eva S.