Nú er borgarstjórn Reykjavíkur búinn að verja nokkrum dögum í að ritskoða skýrslu sem var unnin um vinnubrögð hennar í REI málinu og allri þeirri spillingu sem þar var í gangi. Stjórnmálamenn algjörlega reynslulausir í viðskiptum blindaðir af auðhyggju. Ráðalaus ginningarfífl í höndum harðsnúinna og reynslumikilla viðskiptamanna.
Manna sem á nokkrum dögum töldu borgarstjórnarfulltrúum í trú um að þeir væru með í höndunum fyrirtæki, sem þeir sjálfir verðmátu á 63 milljarða. Fyrirtæki sem átti ekki neitt nema yfirlýsingar skrifaðar á blað. Kosningastjóri var skyndilega settur í að höndla eignir Reykvíkinga, birti myndir á heimsíðu brallaranna af Nesjavallavirkjun og Reykjanesvirkjun.
Landsvirkjun með allar sínar Þjórsárvirkjanir, Sogsvirkjanir, Blöndu-, Kárahnjúka- og Kröfluvirkjun, nokkur hundruð km af háspennulínum og háspennuvirkjum víða um land var metinn á minna en minnisblöð brallaranna. Og iðnaðarráðherra fór yfir hálfan hnöttinn til þess að græða nokkra milljaðra.
Menn voru allt í einu orðnir stórir gæjar, en blaðran sprakk og hnífasettin hafa gengið á milli aðila og eins í aldagamla vini sem unnu sér það eitt til saka að reyna að gera sitt besta við að uppfylla skipanir þávrandi borgarstjórnar. En þá skipuðu borgarfulltrúar sjálfa sig í nefnd til þess að gera stjórnsýsluúttekt á sínum eigin athöfnum.
Skyldi þeir hafa greitt sjálfum sér yfirvinnulaun auk ritþóknunar við þessa iðju? Er ekki komið nóg af þessu fólki? Getum við einhvern veginn ekki losnað við það úr ráðhúsinu?
„Við eru öll mjög sammála um að þetta sé ótrúlega góð skýrsla hjá okkur og við munum vinna traust fólksins“, segir borgarstjóri þessa hóps.
Já það er rétt hjá honum kjósendur hafa ótrúlega lélegt minni.
Verð að viðurkenna að Björn Ingi var ekki ofarlega á mínum lista, en hann er sá eini sem kemur standandi út úr þessu.
3 ummæli:
Ekki mundi ég segja að Bingi kæmi vel á fæti úr þessum hremmingum, enda spilltur Framsóknarmaður og sá fyrir sér svolítinn einkagróða.
Aldrei skildi ég þetta með að setja Hauk Leósson inn í Orkuveituna.Sumir muna eflaust nógu langt aftur til að muna að þessi Haukur kom vælandi í einhverju mánaðarblaði um 1986 og bar sig illa undan okurlánurum. Hann hafði þurft að leita á náðir þeirra til að fjármagna fyrir sig ofurneyslu. Þegar húsið, bílarnir og gjálífið voru farin og fjölskyldan á götunni vældi hann frammi fyrir alþjóð og kenndi öllum öðrum um en sjálfum sér. Hann var á góðri leið með að stela OR m.a. til að fjármagna líf sitt. Maður fæddur með silfurskeið í munninum sem fallið er á og er ekki pússuð reglulega.
Hvað getum við gert til þess að sýna þessu fólki að nóg sé komið? Það er varla hægt að bíða næstu kosninga!
Gerum eitthvað annað en að blogga. Auglýsum fundi og setjum saman mótmælahóp sem skiptist á að sitja borgarstjórnafundi með mótmælaborða eins og Kársnesbrautarfólkið !!!!!
Hvernig getur þú sagt að B.Ingi komi best út. Hann varði allar þessar gjörðir fram í rauðan - og hafði fullan stuðning baklandsins. Vilhjálmur viðurkenndi þó mistök, en það hefur B.Ingi ekki gert ennþá.
Skrifa ummæli