þriðjudagur, 4. mars 2008

Björk styður TíbetHér lýsir Björk því hvernig Ísland reif sig undan Danmörku á sínum tíma, þegar hún fékk verðlaun Norðurlandaráðs.

Björk styður sjálfstæðisbaráttu Tíbet og hefur á undanförnum árum spilað á stuðningstónleikum fyrir sjálfstæðisbaráttu Tíbetbúa.

Eins og marga sem eru yfir 40 ára rekur vafalaust minni til þá réðust Kínverjar inn í landið með skelfilegum aðförum og lögðu landið undir sig. Í Tíbet býr friðsamasta þjóð heimsins. Þessu var mótmælt með margskonar uppákomum um allan hin vestræna heim.

Þess vegna undrast ég fyrirsögn Eyjunnar að Björk sé að móðga Kínverja með því að lýsa yfir stuðning við Tíbet. Við íslendingar hljótum frekar að taka undir með Björk. Enda voru það ráðandi stjórnvöld en ekki kínverskur almenningur sem stóð fyrir þessari innrás.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við erum afar stoltir af henni í þessu máli, sem og mörgum öðrum.

Kveðjur

Miðbæjaríhaldið

Nafnlaus sagði...

Kannski er það bara ég en mér finnst þú bara hafa lesið fyrirsögnina af fréttinni ekki fréttina sjálfa þar sem vitnað er í fólk sem var á tónleikunum og sögðu frá því að fólk hafi mógast og haft sig á brott í flýti eftir að hún sagði Tíbet Tíbet. Eins er vitnað í spjallsíðu um að hún hafi móðgað tónleikagesti. Þá er ég ekki að tala um alla þá gesti heldur einhvern hluta.

Nafnlaus sagði...

Sammála þér félagi. Þú getur verið stoltur af dóttur þinni.Kúgun Kínverja í Tíbet verður seint fyrirgefin.
Kveðja
Sigurður Á. Friðþjófsson

Nafnlaus sagði...

Ómar, fréttin er ekki að Björk hafi móðgað Kínverja. Þar liggur misskilningurinn. Fyrir mér er fréttin að Björk hafi notað þetta kjörna tækifæri til að impra á stuðningi sínum við Tíbet. Ekki viss um að allir hefðu þorað því. Viðbrögðin voru a.m.k ekki alvarlegri en það að allir komust heim án áreitis :) Fullmikið gert úr "viðbrögðum" og að Kínverjar hafi "móðgast".

Nafnlaus sagði...

Öll þjóðin og bloggheimar senda henni baráttukveðjur.