föstudagur, 28. mars 2008

Dæmigerð viðbrögð

Það bregst ekki ef einhver tekur sig til og mótmælir að þeir sem telja sig vera eðalborna handhafa valdsins og hins eina sannleika byrja að hrópa.

Þessir aðilar kalla mótmæli skrílslæti eins og valdhafarnir kölluðu mótmæli nýverið í ráðhúsinu. Þau valdi saklausu fólki ónæði eða eitthvað þvíumlíkt eins og sagt um vörubílsstjóra sem voga sér að vekja athygli á því himinhrópandi óréttlæti sem valdhafarnir hafa búið þeim.

Þetta kemur svo greinilega fram í leiðara Morgunblaðsins í dag. Og litlu rakkarnir byrja að voffa á bloggunum sínum um að nú skuli sko ekki látið undan. Engin geta til málefnanlegrar umræðu eins og ætíð áður.

Í öllum þjóðlöndum sem viljum bera okkur saman við, þykja mótmæli sjálfsögð. Til hvers að mótmæla ef það má bara gera það sem ekkert ber á þeim. Þetta vita þeir sem verið er að mótmæla og þess vegna fara mótmælin í taugarnar á þeim. Það er einmitt þess vegna að íslenskir valdhafar vilja gera það sama og gert er í Kína; Fela mótmælin. Enda telja þeir hinir sömu að björg okkar felist í því að gera fríverzlunarsamninga við Kína.

Það er umtalsverður skortur á mótmælum hér á landi. Enda látum við valdhafana vaða yfir okkur út og suður.

Dæmigerð tilsvör íslenskra valdhafa í dag eru svör fjármálaráðherra. Hrokafullur skætingur í garð almennings.

Dæmigerð umfjöllun íslenskra valdhafa um mótmæli er að finna í leiðara Morgunblaðsins í dag.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyr, heyr!

Nafnlaus sagði...

Sem gamall vörubílstjóri vil eg minna á vísu eftir Jónas Árnason, úr leikritinu ,,Þið munið hann Jörund":
Og þjóð sú,með andlitin armæðufull,
sem ofan á bringuna hanga,
mun ef til vill seinna meir eignast menn,
sem uppréttir kjósa að ganga.

Þetta er vonandi bara byrjunin.