Var á leið upp í Bláfjöll á skíði eftir vinnuna. Veðrið ákaflega fallegt hér niður frá, en þegar upp í lyftuna var komið og leið upp á topp varð hvasst og erfitt skyggni. Heiðmyrkur eins og svo oft er í Bláfjöllunum.
En á leið uppeftir mættu í síðdegisútvarp Rásar 2 Ragnar Arndalds og Stefán Jóhann frá Heimssýn til þess að koma á framfæri sínum sjónarmiðum til jafnvægis við það sem var sagt í gær um nýju bókina um Evruna.
Ætlaði að bíða í bílnum og hlusta á allt viðtalið þó svo ég væri kominn á síðustu metrana. Viðtalið byrjaði á yfirlýsingu þeirra að þeir væru ekki búnir að lesa bókina, einungis inngang og lokaorð, en samt ætluðu þeir að fara yfir innihald hennar. Hmmm??!!
Að þeirra mati var bókin klár einhliða áróður um Evru og ESB og svo kom hin klassíski hræðsluáróður;“Auðvitað vilja íslendingar ekki flytja hingað meðaltöl ESB og menn vita að það er 7% atvinnuleysi innan ESB og það vill engin flytja það inn til Íslands“
Jabb. „Thank you for this program“ hugsaði ég og slökkti á útvarpinu og skellti mér út á skíðin.
Öll vitum við, utan þessara tveggja góðu manna að því virðist, að íslenskur vinnumarkaður er búinn að vera hluti af evrópska efnahagssvæðinu í nokkur ár sem var útvíkkaður yfir öll nýju löndin 1. maí 2006 og við tókum þátt í því. Þannig að innganga í ESB breytir nákvæmlega engu um þetta. Við höfum búið við frjálst flæði launafólks á evrópska efnahagssvæðinu allan þennan tíma og það hefur tekið dyggan þátt í verðmætaaukningunni fyrir okkur hér á hina ísakalda landi sveiflugjarnar krónunar og blankra bankastráka.
Og peningastefnu Hrokkinkolls í Svartstein á Arnarhól, sem gerir ekkert annað en að auka ennfrekar sveifluna ein sog hagfræðingar benda á.
Af hverju eigum við að flytja inn eitthvert meðaltal. Erum við ekki á svipuðum slóðum og þeir bestu innan ESB?? Er það skylda að mati Heimssýnar að stefna að meðaltali hér?
Einkennilegt að menn sem gefa sig út fyrir að vera í forsvari fyrir samtök sem hafa það að helsta markmiði að fjalla um þessi mál, skuli ekki vita betur.
Æi, leiðinlegt. Það er nefnilega svo mikið skemmtilegra að skiptast á skoðunum við fólk sem hefur til að bera staðgóða þekkingu.
En eins og maður heyrir svo víða á kaffistofunum, þá er flótti brostinn á liðið og klisjurnar standa óvarðar í fjúkinu. Eins og eyrun mín er húfan hvarf út í buskann er ég sveigaði niður Kóngsgilið með norðvestan garrann í fangið.
3 ummæli:
Íslenska bólan á sér hliðstæðu í Írlandi og Spáni, og þar eins og hér er (sársaukafullt) tímabil leiðréttingar framundan. Aftur á móti birtist leiðréttingin þar sem atvinnuleysi á meðan við getum þó tekið hana út í formi gengisfellingar.
Hvort er nú skárri, verðbólga eða atvinnuleysi? Hvaða skoðun hefur verkalýðsforinginn á því?
Ef marka má gagnrýnislausan stuðning við Evrópusambandið virðist atvinnuleysið vera ofan á.
Gjaldeyrismálin er vissulega í tómri tjöru á klakanum en vitleysan ríður ekki við einteyming; ójafnvægi í viðskiptum heimsins hefur aldrei verið meira. Og hverjum er það nú að þakka? Að miklu leyti hákskóla- og stofnana-elítu heimsins, sem nær hámarki í yfirþjóðlegum og miðstýrðum apparötum á borð við Alþjóðagjaldeyris sjóðinum, Evrópu sambandinu, bandaríska Seðlabankanum o.s.frv.
Það er greinlegt að forusta verkalýðshreyfingarinnar tekur hagsmuni þessarar "hnattvæddu" sérfræðingastéttar fram yfir félagsmenn sína. Ef lýðræðið er skakkt í þjóðmálanum virðist það öllu verra á sig komið í verkalýðsfélögunum. Verst er þó ástandið í alþjóðlegu stofnunum (kíktu á atkvæðavægi þróunarlandanna i IMF og Alþjóða viðskiptastofnuninni.) þar sem kerfiskarlanir ráða öllu í skjóli sérfræðingakjaftæðis sem er lokað venjulegu verkafólki.
Verkalíðsforustan er greinilega
Gagnrýnislaus stuðningur við ESB hefur ekki komið fram af minni hálfu og er sannarlega ekki viðhafður af bókarhöfundum "Hvað um Evruna" Ekki heldur af hagfræðingum verkalýðshreyfingarinnar.
Ef evran er svona miklu betri - sem hún að öllu líkindum er - hvers vegna hefur verkalýðsforustan ekki staðið fyrir raunverulegri grasrótar byltingu og barist fyrir því að verkafólk fái evrulaun og evrulán? Af hverju þarf hún að bíða eftir samþykki sérfræðinganna "að ofan" og samþykki evrópubjúrókrata í Brussel. Það versta við krónuna fyrir venjulegt launafólk er verðtryggingin (hún er aftur á móti guðsgjöf ef þú ert kapítalisti). Launafólkið situr eftir í krónusúpunni á meðan stjórnarmenn Kaupþings fá greitt í evrum. Ég stórlega efast um að hagfræðingar ASÍ séu með verðtryggð lán á húsnæðinu sínu.
Hér hefur verkalýðsforustan brugðis.
Þögn þegar vandamálið var í uppsiglingu, en núna heróp, þegar ekki gæti verið verri tími til þess að taka evruna "opinberlega" upp en núna. Fyrst þurfum við leiðréttinguna.
Skrifa ummæli