sunnudagur, 9. mars 2008

Umræðan um Evrópuaðild


Í Silfrinu í dag kom enn einu sinni glögglega fram hversu lítt grunduð umræða stjórnmálamanna er um Evrópuaðild. Endurteknar fullyrðingar byggðar á tilfinningarökum. Það virðist vera í raun einungis eitt sem komi í veg fyrir eðlilega umræðu, það er ótti tiltekinna stjórnmálamanna að viðurkenna þá staðreynd að þeir hafi haft rangt fyrir sér.

Fram kom fullyrðing um opnun atvinnumarkaðar og hræðsluáróður um flutning atvinnuleysis til Íslands. Ísland er hluti af Evrópska efnahagsvæðinu og við höfum búið við frjálst flæði vinnuafls af því svæði í nokkur ár. Oft er vitnað til atvinnuleysi á þeim svæðum sem lakast eru sett innan Evrópusambandsins.

Það er nú svo að ástand vinnumarkaðs er ákflega misjafnt innan Evrópusambandsins og staða okkar mun ekkert breytast nemar síður væri. Þar má vitna til ummæla allra forstjóra íslenskra fyrirtækja sem stunda útflutning, þeir eru sammála um að það myndi styrkja stöðu fyrirtækjanna töluvert ef Ísland gangi í sambandið. Þeir gera grín af orðum Illuga og annarra sjálfstæðismanna um að við séum í sterkari stöðu utan sambandsins.

Rætt er um að Ísland sé smáríki og hafi engin áhrif á gang mála í Brussel. Við höfum búið við það í allmörg ár að 75 - 80% af reglum og lögum Evrópusambandsins taka gildi hér án nokkurra afskipta okkar. Það væri nú nær að við gerðumst þátttakendur og hefðum þá einhver áhrif.

Fullyrt að að við afsölum okkur fullveldi og verðum amt í Evrópusambandinu. Er hin norðurlöndin búin að afsala sér fullveldi. Ég er töluvert þar við störf og hef ekki heyrt nokkrun Dana, Svía eða Finna taka þannig til orða.

Því er hiklaust haldið fram af þeim sam hafa kynnt sér þessi mál og starfað í Brussel að íslenskur landbúnaður fengi umtalsvert meiri stuðning ef við værum aðilar.

Sama gildi um styrki til þess að byggja um samgöngukerfið á landsbyggðinni.

Kvótaúthlutun innan Evrópusambandsins er ákveðin á grundvelli veiðireynslu og ríki ESB veiða ekki í íslenskri lögsögu. Það tryggir að kvóti í stofnum innan íslenskrar efnhagslögsögu mun haldast hjá íslenskum stjórnvöldum sem geta ráðstafað honum með þeim hætti sem þau sjálf kjósa.

Sú staðreynd liggur fyrir að staða heimilanna mun styrkjast umtalsvert ef af inngöngu verður sama gildir um stöðu fyrirtækjanna.

En við búum aftur á móti við stjórn kerfiskalla sem óttast að það eitt að missa völdin. Það hefur margítrekað komið fram að þeim er slétt sama um allt annað.

5 ummæli:

Unknown sagði...

Eins og úr mínu hjarta.
Gott mál Guðmundur.

Nafnlaus sagði...

Heyr Heyr!

Afhverju er þessi hræðsla hérna á Íslandi við allt sem er ekki íslenskt????

Nafnlaus sagði...

Seg þú manna heilastur!

Nafnlaus sagði...

Gott og vel, við fengjum alla þessa styrki og allt það en hvað myndum við þurfa að greiða á móti? Við erum jú ein af ríkustu þjóðum sambandsins ef við göngum í það með 39.400 USD þjóðarframleiðslu á mann. Við verðum því klárlega í þeim hópi ríkja sem þurfum að greiða mest inn í sambandið. Það er þveröfugt við önnur ríki sem hafa verið að ganga í það undanfarið s.s. Balkanlöndin og Austur-Evrópuríkin almennt. Þau eru meðal fátækustu ríkja Evrópu og því er fjárstreymið fyrst og fremst frá ESB til þeirra. Það yrði ekki þannig í okkar tilfelli. Það eru tvær hliðar á hverjum pening.

Nafnlaus sagði...

Já, Sigurður Viktor, það er auðvitað ömurlegt til þess að hugsa að við mundum leggja eitthvað að mörkum við uppbyggingu þeirra hluta Evrópu sem að verst eru staddir. Balkanlöndin (sem reyndar eru fæst í EU) eru svo vel stödd bæði samfélags- og fjárhagslega séð, að auðvitað ættum við frejar að fá kjötkatlana til okkar.