Jæja þá er hinn árlegi skrípaleikur afstaðinn. Það tókst að ljúka þingstörfum á tilsettum tíma!!?? Að venju var mörgum málum stungið ófrágengnum oní skúffuna aftur. Iðnaðarmanni yrði aldrei hleypt í 4 mánaða orlof frá ófrágengnum verkum. Ég er formaður stéttarfélags og það yrði aldrei liðið að ég færi ásamt starfsfólki okkar í 4 mánaða sumarfrí og frá óleystum málum og það á fullum launum.
Það sem eftir veturinn stendur er þingfesting á því að setja kosningasmala á launaskrá. Að venju á fölskum forsendum. Því var haldið fram við setningu laga að ráðning 35 kosningasmala myndi kosta 90 millj.kr. en allir vissu að það myndi kosta um hálfan milljarð þegar allt væri talið. Sem er ekkert annað en viðbót við hin hundruðin af milljónum sem þingmenn hafa skákað til starfsemi sinna stjórnmálaflokka á undanförnum árum.
Kerfiskarli frjálshyggjunnar Birgi Ármannssyni tókst það sem Valhöll hafði innprentað í minniskort hans, að halda frumvarpi Valgerðar um eftirlaunaósómann óræddu undir stól sínum. „Auðvitað er það rétt“ hreytti hann með sínum venjubundna oflætishætti ergilegur í okkur almúgann. Ráðherrar sögðust ætla að vinna að því í sumar að finna leið til þess að koma í veg fyrir að þeir gætu verið á eftirlaunum samfara því að vera á launum hjá sama vinnuveitanda. Öll vitum við að málið snýst ekki um það. Þegar við bentum á það byrsti forsætisráðherra sig og sagði að það væri ósmekklegt einelti að vilja í sífellu tönglast á þessu smámáli. Og ráðherrar lýstu því yfir að það væri offramboð af óþægilegum skoðunum í þjóðfélaginu.
Málið snýst um að þeir hafa úthlutað sér tífaldan ávinnsluhraða á við aðra landsmenn. Mótframlag ríkissjóðs í lífeyrissjóð hinna útvöldu er um 100% á meðan það er 8% hjá okkur hinum. Auk þess að það skiptir það engu hvort lífeyrissjóður hinna útvöldu eigi fyrir útgjöldum, þar þarf aldrei að skerða ellilífeyri. Fjármálaráðherra skrifar á gamlársdag ávísun upp á nokkra milljarða og leggur í lífeyrissjóð sinn og hinna útvöldu. Á sama tíma er búið að skerða ellilífeyri í lífeyrissjóðum ófaglærðra um 20%.
Efnahagsstefnan Sjálfstæðisflokksins sprakk framan í andlit landsmanna eins og óþægilegir hagfræðingar höfðu spáð undanfarin 4 ár og misskipting jókst ennfrekar með eignatilfærslu frá þeim sem minna mega sín. Forsætisráðherra lýsti því yfir að hann ætlaði að halda áfram á þeirri braut og hélt 37% fylgi sínu, enda eru þar samankomnir þeir sem fá reglulegan skattaafslátt á meðan skattarnir eru hækkaðir á hinum 63% hlutanum. Og forseti Alþingis fór til Kaupmannahafnar og hélt ræðu um að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að halda í venjur 18. aldar stjórnarhátta, þó svo það kostaði gjaldþrot fjölmargra íslenskra heimila.
Aðilar vinnumarkaðs reyndu ítrekað að fá fundi með ráðherrum og benda þeim á að það gengi ekki lengur að leiðrétta kúrs krónunnar með því að gjaldfella laun og skella á atvinnuleysi í byggingariðnaði. Og fyrirtækin sögðu að það gengi ekki lengur að vera með krónu þegar svo væri komið að yfir 50% veltunnar væri erlendis. En ráðherrar voru á ferðalögum og ræddu vandamálin í Kína og Afríku. Aðspurðir lýstu þeir því yfir að fullt samráð væri haft við forystu verkalýðshreyfingarinnar. Ég er í henni og veit að það er ekki rétt. Það er búið að halda 2 fundi frá áramótum.Þar kom ekkert fram af hálfu ráðherra, nákvæmlega ekkert.
Og þingmenn eru komnir í fjögurra mánaða sumarfrí á fullum launum, efnhagslífið riðar, við fjölmörgum heimilum blasir gjaldþrot og verðbógan á uppleið. Forsætisráðherra sótti um aðstoð til ESB, en sagði okkur almúganum um leið að ESB væri frat. Og frændur okkar á hinum norðurlöndunum sem eru i ESB samþykktu að koma í veg fyrir að við þyrftum að segja okkur til sveitar.
Þetta er Ísland í dag og sumarið er komið og sólin skín á skuldirnar.
laugardagur, 31. maí 2008
föstudagur, 30. maí 2008
Meira um Kaupþing og bankana
Ég beindi máli mínu að Kaupþingi í gær. Fjallaði um agentana sem fara um og reyna að fá ungt fólk til þess að hætta að greiða í almennu lífeyrissjóðina, greiða frekar í lífeyrissjóð Kaupþings og færa alla bankastarfsemi sína þangað. Auk þess að þeir reyndu að telja ungt á að ganga úr stéttarfélögunum. Ég fékk mikinn fjölda pósta auk símtala og mér kom það á óvart hversu margir höfðu ekki áttað sig á þessari starfsemi.
Ástæða er að geta þess að Kaupþing er ekki eitt banka um að ástunda þessa iðju. Þekkt er að fyrstu níu mánuðir inngreiðslu fer í þóknum til agentana, oft verður unga fólkið undrandi þegar því verður ljóst að það er að glata réttindum á því að færa sig. Einnig er þekkt meðal agentana að nota þá aðferð að benda fólki sem vill ekki færa samtryggingarsjóð sinn, að færa a.m.k séreignarsparnað sinn á þeim forsendum að ekki sé rétt að hafa öll eggin í sömu körfu.
Allir sem þekkja til lífeyriskerfisins vita að séreignarsparnaði lífeyrissjóðanna er beint í mismunda fjárfestingasjóði til þess að dreifa áhættu. Séreignarsjóðir bankanna gera slíkt hið sama, þannig að þessi klisja er ómerkileg blekking. Þessir fjármunir hafa reyndar eins og kunnugt er verið undirstaða útrásar bankanna. Arður þeirra hefur síðan gengið í gegnum einkaupptöku efstu stiga bankanna, og restinni hefur verið skilað til þeirra sem eiga fjámagnið.
Nú þessu til viðbótar hafa agentarnir beint spjótum sínum að annari starfsemi stéttarfélaganna eins og rakið var í pistlinum í gær. Margt ungt fólk hefur ekki áttað sig á því umhverfi sem íslensk stéttarfélög bjóða upp á. Um árabil reyndu íslensk stéttarfélög að fá stjórnmálamenn til þess að byggja upp samskonar umhverfi og gert hafði verið í hinum norðurlandanna. Íslenskir stjórnmálamenn fengust ekki til þess þannig að stéttarfélögin gáfust upp og byggðu upp tryggingarkerfi í gegnum kjarasamninga, fleiri veikindadaga en eru í erlendum kjarasamningum, sjúkrasjóði til þess að bæta upp slakar bætur almannatryggingarkerfisins og svo lífeyrissjóði þar sem íslenskir þingmenn bjuggu einungis sér og útvöldum opinberum starfsmönnum það umhverfi.
Þetta tryggingarumhverfi íslenskra fjölskyldna er orðið í flestu betra en þekkist annarstaðar og hefur valdið því að tryggð íslenskra launamanna við stéttarfélögin hér á landi er mikið meiri en þekkist annarsstaðar, þökk sé hægri sjónarmiðum íslenskra stjórnmálamanna. En þetta er það umhverfi sem bankarnir hafa verið að gera atlögu að. Reyndar hafa frjálshyggjumenn hér á landi látið þetta kerfi fara mikið í taugarnar á sér, eins og ég hef alloft komið að í pistlum mínum hér á þessari síðu og reyndar víðar, hvort það sé vegna þess að þeim sé orðið ljóst að það var afstaða þeirra hefur tryggt uppbyggingu kerfisins veit ég ekki. En allavega hefur maður lúmskt gaman af óförum þeirra nú á tímum um allan heim.
Ástæða er að geta þess að ég var í Karphúsinu í gær við kjarasamningagerð og Kaupþingsmenn höfðu samband og báðu mig að rölta yfir í næsta hús þar sem eru höfðuðstöðvar Kaupþings. Við förum yfir málinn á hreinskiptan hátt. Ég fór þaðan út sáttari en þegar ég gekk inn.
Skömmu síðar stóðum við samningamenn rafiðnaðarmanna í kaffistofu Karphússins og horfðum við á höfðuðstöðvar Kaupþings sveiflast eins og laufblað þegar jarðskálftinn fór hér um. Ótrúlegt að horfa í hinar geysistóru glerfleti bylgjast eins sængurver á snúru.
Ástæða er að geta þess að Kaupþing er ekki eitt banka um að ástunda þessa iðju. Þekkt er að fyrstu níu mánuðir inngreiðslu fer í þóknum til agentana, oft verður unga fólkið undrandi þegar því verður ljóst að það er að glata réttindum á því að færa sig. Einnig er þekkt meðal agentana að nota þá aðferð að benda fólki sem vill ekki færa samtryggingarsjóð sinn, að færa a.m.k séreignarsparnað sinn á þeim forsendum að ekki sé rétt að hafa öll eggin í sömu körfu.
Allir sem þekkja til lífeyriskerfisins vita að séreignarsparnaði lífeyrissjóðanna er beint í mismunda fjárfestingasjóði til þess að dreifa áhættu. Séreignarsjóðir bankanna gera slíkt hið sama, þannig að þessi klisja er ómerkileg blekking. Þessir fjármunir hafa reyndar eins og kunnugt er verið undirstaða útrásar bankanna. Arður þeirra hefur síðan gengið í gegnum einkaupptöku efstu stiga bankanna, og restinni hefur verið skilað til þeirra sem eiga fjámagnið.
Nú þessu til viðbótar hafa agentarnir beint spjótum sínum að annari starfsemi stéttarfélaganna eins og rakið var í pistlinum í gær. Margt ungt fólk hefur ekki áttað sig á því umhverfi sem íslensk stéttarfélög bjóða upp á. Um árabil reyndu íslensk stéttarfélög að fá stjórnmálamenn til þess að byggja upp samskonar umhverfi og gert hafði verið í hinum norðurlandanna. Íslenskir stjórnmálamenn fengust ekki til þess þannig að stéttarfélögin gáfust upp og byggðu upp tryggingarkerfi í gegnum kjarasamninga, fleiri veikindadaga en eru í erlendum kjarasamningum, sjúkrasjóði til þess að bæta upp slakar bætur almannatryggingarkerfisins og svo lífeyrissjóði þar sem íslenskir þingmenn bjuggu einungis sér og útvöldum opinberum starfsmönnum það umhverfi.
Þetta tryggingarumhverfi íslenskra fjölskyldna er orðið í flestu betra en þekkist annarstaðar og hefur valdið því að tryggð íslenskra launamanna við stéttarfélögin hér á landi er mikið meiri en þekkist annarsstaðar, þökk sé hægri sjónarmiðum íslenskra stjórnmálamanna. En þetta er það umhverfi sem bankarnir hafa verið að gera atlögu að. Reyndar hafa frjálshyggjumenn hér á landi látið þetta kerfi fara mikið í taugarnar á sér, eins og ég hef alloft komið að í pistlum mínum hér á þessari síðu og reyndar víðar, hvort það sé vegna þess að þeim sé orðið ljóst að það var afstaða þeirra hefur tryggt uppbyggingu kerfisins veit ég ekki. En allavega hefur maður lúmskt gaman af óförum þeirra nú á tímum um allan heim.
Ástæða er að geta þess að ég var í Karphúsinu í gær við kjarasamningagerð og Kaupþingsmenn höfðu samband og báðu mig að rölta yfir í næsta hús þar sem eru höfðuðstöðvar Kaupþings. Við förum yfir málinn á hreinskiptan hátt. Ég fór þaðan út sáttari en þegar ég gekk inn.
Skömmu síðar stóðum við samningamenn rafiðnaðarmanna í kaffistofu Karphússins og horfðum við á höfðuðstöðvar Kaupþings sveiflast eins og laufblað þegar jarðskálftinn fór hér um. Ótrúlegt að horfa í hinar geysistóru glerfleti bylgjast eins sængurver á snúru.
fimmtudagur, 29. maí 2008
Aðför Kaupþings að launamönnum
Æðsti stjórnandi Kaupþings var á árinu 2006 tvo mánuði að vinna fyrir ævitekjum eins verkamanns og það tekur 321 fullvinnandi verkakonur allt árið 2006 að vinna fyrir launum æðsta stjórnanda Kaupþings. Stjórnendur Kaupþings taka ekki undir þau markmið að stuðla að stöðguleika, en þeir vilja aftur á móti sitja einir að honum. Þeir vilja sitja í þeirri stöðu að geta hrifsað til sín hluta arðsins áður en hann kemur til skipta meðal þeirra sem eiga fjármagnið og skópu það með ráðdeild sinni eins og t.d. að greiða í lífeyrissjóði og eiga sparifé á bankabók.
Á sama tíma héldu stjórnendur Kaupþings lánum og yfirdráttum að ungu fólki. Í forstofum allra stórmarkaða voru agentar Kaupþings og í öllum blöðum voru birtar heilsíðuauglýsingar. Því voru boðin „góð“ kjör ef það flytti öll sín bankamál og lífeyrissjóðsmál til bankans. Margt af unga fólkinu stóðst skiljanlega ekki freistingarnar og eyðslan var gríðarleg. Hún byggðist á því að áfram yrði sami uppsveiflan í a.m.k 40 ár.
Allar greiðsluáætlanir sem Kaupþing hélt að unga fólkinu voru byggðar á þeim forsendum og dæmið gekk þannig upp. Vitanlega voru keyptar rúmgóðar íbúðir og þær innréttaðar með glæstum hætti og nýjir bílar stóðu í hlaðinu. Og í sjónvarpinu glumdu auglýsingar um að unga fólkið ætti að byrja að græða og fara í fótbolta- og innkaupaferðir til London, golf- og skíðaferðir til Ítalíu á yfirdrætti sem væri bara 20%.
Á sama tíma kom fram hver hagfræðingurinn á fætur öðrum og benti á að þetta gæti ekki endað öðruvísi en með harðri lendingu efnahagslífsins að loknum framkvæmdum á austurlandi á árinu 2008 til 2010. Þá myndu þeir sem tækju mikil lán lenda í erfiðleikum vegna þess að verðbólgan myndi sveiflast upp og krónan falla. Auk þess setti ríkisstjórnin almennum lífeyrissjóðum skorður í kynningu á starfsemi sinni á meðan bankarnir nutu frelsis.
Á sama tíma gerði ríkisstjórnin ekkert til þess að styrkja stoðir efnahafslífsins og setja bönkunum skorður í innflutning á erlendu lánsfjármagni. Ráðherrar fóru í stað þess mikinn og slógu sér á brjóst og bentu fólki á hversu snjallir þeir væri. Ísland væri best, af því þeir sætu við stjórnvölinn og væri að leggja undir sig heiminn með sinni efnhagssnilli. Þeir gerðu gys af hagfræðingum sem bentu á veilurnar í efnahagstefnunni og sögðu að þeir væru einungis þjakaðir af öfundsýki í garð þeirra sem velgengi nytu. Ráðherrarnir fóru í kosningar undir þessum merkjum og fólk vildi trúa að allt gengi svona vel og það myndi halda áfram og kaus í samræmi við það.
Í dag er margt af hinu unga fólki komið í skuldafangelsi Kaupþings og á allt undir hvernig bankinn tekur á þeirra málum. Við starfsmenn stéttarfélaga höfum fengið lýsingar félagsmanna á því hvaða gylliboð agentar Kaupþings hafi boðið þeim.
Í fyrradag hringdu tveir félagsmenn í mig og sögðu mér frá símtali sem þeir höfðu fengið frá agent Kaupþings, KB-ráðgjöf. Þeim voru boðin sérstök kjör á lánum og yfirdrætti ef þeir flyttu öll sín lánamál til Kaupþings. Þeir ætti einnig að flytja lífeyrissjóð sinn til Kaupþings. Þeir ættu að ganga úr stéttarfélaginu og hætta að greiða í þá hít og láta Kaupþing það eftir að ávaxta þá peninga. Fyrirtækin væru þreytt á að láta segja hversu mikla kauphækkun þau ættu að útdeila, oft vildu þau hækka laun mikið meira en gætu það ekki vegna þeirra skorða sem samningar verkalýðsfélaganna settu þeim.
Agentar Kaupþings sögðu að launamönnum stæðu til boða launahækkun ef þau hættu að greiða í sjúkrasjóð og aðra sjóði stéttarfélaga sem væri botnlaus hít. Félagsmenn spurðu agentinn hvað með tryggingarþátt sjúkrasjóðanna. Svar agenta Kaupþings var að það skipti engu því öllum stæðu bætur Tryggingarstofnunar til boða!! Til upplýsingar þá býður sjúkrasjóður Rafiðnaðarsambandsins félagsmönnum 80% launatryggingu komi upp langvinn veikindi upp á heimilum félagsmanna, auk annarra margháttaðra bóta.
Launamenn hljóta að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að skipta við Kaupþing. Reyndar er svo komið fyrir nokkrum að þeir eiga ekki valið.
Á sama tíma héldu stjórnendur Kaupþings lánum og yfirdráttum að ungu fólki. Í forstofum allra stórmarkaða voru agentar Kaupþings og í öllum blöðum voru birtar heilsíðuauglýsingar. Því voru boðin „góð“ kjör ef það flytti öll sín bankamál og lífeyrissjóðsmál til bankans. Margt af unga fólkinu stóðst skiljanlega ekki freistingarnar og eyðslan var gríðarleg. Hún byggðist á því að áfram yrði sami uppsveiflan í a.m.k 40 ár.
Allar greiðsluáætlanir sem Kaupþing hélt að unga fólkinu voru byggðar á þeim forsendum og dæmið gekk þannig upp. Vitanlega voru keyptar rúmgóðar íbúðir og þær innréttaðar með glæstum hætti og nýjir bílar stóðu í hlaðinu. Og í sjónvarpinu glumdu auglýsingar um að unga fólkið ætti að byrja að græða og fara í fótbolta- og innkaupaferðir til London, golf- og skíðaferðir til Ítalíu á yfirdrætti sem væri bara 20%.
Á sama tíma kom fram hver hagfræðingurinn á fætur öðrum og benti á að þetta gæti ekki endað öðruvísi en með harðri lendingu efnahagslífsins að loknum framkvæmdum á austurlandi á árinu 2008 til 2010. Þá myndu þeir sem tækju mikil lán lenda í erfiðleikum vegna þess að verðbólgan myndi sveiflast upp og krónan falla. Auk þess setti ríkisstjórnin almennum lífeyrissjóðum skorður í kynningu á starfsemi sinni á meðan bankarnir nutu frelsis.
Á sama tíma gerði ríkisstjórnin ekkert til þess að styrkja stoðir efnahafslífsins og setja bönkunum skorður í innflutning á erlendu lánsfjármagni. Ráðherrar fóru í stað þess mikinn og slógu sér á brjóst og bentu fólki á hversu snjallir þeir væri. Ísland væri best, af því þeir sætu við stjórnvölinn og væri að leggja undir sig heiminn með sinni efnhagssnilli. Þeir gerðu gys af hagfræðingum sem bentu á veilurnar í efnahagstefnunni og sögðu að þeir væru einungis þjakaðir af öfundsýki í garð þeirra sem velgengi nytu. Ráðherrarnir fóru í kosningar undir þessum merkjum og fólk vildi trúa að allt gengi svona vel og það myndi halda áfram og kaus í samræmi við það.
Í dag er margt af hinu unga fólki komið í skuldafangelsi Kaupþings og á allt undir hvernig bankinn tekur á þeirra málum. Við starfsmenn stéttarfélaga höfum fengið lýsingar félagsmanna á því hvaða gylliboð agentar Kaupþings hafi boðið þeim.
Í fyrradag hringdu tveir félagsmenn í mig og sögðu mér frá símtali sem þeir höfðu fengið frá agent Kaupþings, KB-ráðgjöf. Þeim voru boðin sérstök kjör á lánum og yfirdrætti ef þeir flyttu öll sín lánamál til Kaupþings. Þeir ætti einnig að flytja lífeyrissjóð sinn til Kaupþings. Þeir ættu að ganga úr stéttarfélaginu og hætta að greiða í þá hít og láta Kaupþing það eftir að ávaxta þá peninga. Fyrirtækin væru þreytt á að láta segja hversu mikla kauphækkun þau ættu að útdeila, oft vildu þau hækka laun mikið meira en gætu það ekki vegna þeirra skorða sem samningar verkalýðsfélaganna settu þeim.
Agentar Kaupþings sögðu að launamönnum stæðu til boða launahækkun ef þau hættu að greiða í sjúkrasjóð og aðra sjóði stéttarfélaga sem væri botnlaus hít. Félagsmenn spurðu agentinn hvað með tryggingarþátt sjúkrasjóðanna. Svar agenta Kaupþings var að það skipti engu því öllum stæðu bætur Tryggingarstofnunar til boða!! Til upplýsingar þá býður sjúkrasjóður Rafiðnaðarsambandsins félagsmönnum 80% launatryggingu komi upp langvinn veikindi upp á heimilum félagsmanna, auk annarra margháttaðra bóta.
Launamenn hljóta að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að skipta við Kaupþing. Reyndar er svo komið fyrir nokkrum að þeir eiga ekki valið.
miðvikudagur, 28. maí 2008
Eldhúsdagur Össurs
Ég las einu sinni verk að ég held örugglega eftir hinn góða rithöfund Friedrich Dürrenmatt sem hljóðaði einhvern veginn svona í lauslegri endursögn minni.
Einu sinni var þjóð sem óð skít daglega upp undir axlir. Þjóðarleiðtogar héldu langar ræður og fallegar ræður um glampandi þjóðarauðinn sem væri grafinn undir skítnum og íbúar landsins sættu sig við að vaða skítinn vitandi um hvað væri undir honum. Á kaffistofum og ölkrám landsins snérist umræða um hversu mikill auðurinn væri og þá sæludaga sem þjóðin ætti fyrir höndum þegar búið væri að grafa upp þjóðarauðinn.
Nú tók sig til einn af valdamönnum þjóðarinnar sem leiddist þessi draumóraumræða og gekk fram í að ráða Herkúles til þess að moka í burtu öllum skítnum svo þjóðin gæti notið auðsins. Það ætlaði allt um koll að keyra og ofsafengnar umræður hófust um hver auðurinn væri nú í raun. Síðan snérist umræðan yfir í hvernig þjóðin myndi bregðast við ef reyndin yrði sú að engin auður væru undir skítnum. Þá myndi þjóðin brotna saman og allsherjar eymd og lágkúra myndi herja um ókomna framtíð.
Þessu máli lauk með þeim hætti að sett var ofaní valdamanninn duglega og honum gert að hætta við ráðningu Herkúlesar. Og þjóðin hélt áfram að vaða skít upp undir axlir og umræðurnar góðu hófust aftur á ölstofunum og kaffihúsunum um hin mikla þjóðarauð sem þjóðin ætti grafinn undir öllum skítnum og hversu unaðsfullir dagar þjóðinni væru búnir þegar hann yrði grafinn upp.
Mér datt þetta svona í hug þegar ég var að hlusta á Össur í góðri ræðu lýsa sínu virkilega góða frumvarpi um að tryggja eign þjóðarinnar á gufuorkunni og vatnsaflinu.
Einu sinni var þjóð sem óð skít daglega upp undir axlir. Þjóðarleiðtogar héldu langar ræður og fallegar ræður um glampandi þjóðarauðinn sem væri grafinn undir skítnum og íbúar landsins sættu sig við að vaða skítinn vitandi um hvað væri undir honum. Á kaffistofum og ölkrám landsins snérist umræða um hversu mikill auðurinn væri og þá sæludaga sem þjóðin ætti fyrir höndum þegar búið væri að grafa upp þjóðarauðinn.
Nú tók sig til einn af valdamönnum þjóðarinnar sem leiddist þessi draumóraumræða og gekk fram í að ráða Herkúles til þess að moka í burtu öllum skítnum svo þjóðin gæti notið auðsins. Það ætlaði allt um koll að keyra og ofsafengnar umræður hófust um hver auðurinn væri nú í raun. Síðan snérist umræðan yfir í hvernig þjóðin myndi bregðast við ef reyndin yrði sú að engin auður væru undir skítnum. Þá myndi þjóðin brotna saman og allsherjar eymd og lágkúra myndi herja um ókomna framtíð.
Þessu máli lauk með þeim hætti að sett var ofaní valdamanninn duglega og honum gert að hætta við ráðningu Herkúlesar. Og þjóðin hélt áfram að vaða skít upp undir axlir og umræðurnar góðu hófust aftur á ölstofunum og kaffihúsunum um hin mikla þjóðarauð sem þjóðin ætti grafinn undir öllum skítnum og hversu unaðsfullir dagar þjóðinni væru búnir þegar hann yrði grafinn upp.
Mér datt þetta svona í hug þegar ég var að hlusta á Össur í góðri ræðu lýsa sínu virkilega góða frumvarpi um að tryggja eign þjóðarinnar á gufuorkunni og vatnsaflinu.
Eldhúsdagur
Skelfing eru eldhúsdagsumræður bitlitlar. Þar mæta þingmenn og fara með rulluna sína, skreyta hana með tilvitnunum í ljóð um sumarið og hvernig sólin skín á litlu sætu lömbin sem hoppa og skoppa um úthagann.
Eins og ég hef nokkrum sinnum komið að í pistlum hér þá finnst mér einkennilegt hversu ófeimnir sumir ráðherrar eru við að eigna sér gerðir annarra. Í ræðu forsætisráðherra kom fram að hann hefði ásamt ríkisstjórninni komið að mörgum verkefnum og svo taldi hann þau upp. Allmörg þeirra voru atriði sem ASÍ þvingaði fram í kjarasamningum í vetur.
Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði í kjarasamningum í vetur haft forgöngu um að semja við stéttarfélög ASÍ um að hækka laun hinna lægst launuðu sérstaklega. Það vill svo til að ég var í innsta hring við gerð þessa samninga og ég minnist þess ekki að ríkistjórnin hafði komið nálægt ákvarðanatöku. Gagnstætt því var mikið kartað undan því hversu erfiðlega gekk að fá svör frá ríkisstjórninni, eins og ítrekað kom fram í fréttum. Það var Vilhjálmur Egilsson sem lagði fram í haust hugmyndir um vinnuplan. Forysta stéttarfélaga innan ASÍ fór yfir þá áætlun á kjararáðstefnum og lagði svo skömmu fyrir jól fram sínar hugmyndir um útfærslu á hugmyndum SA.
Niðurstaðan varð sú að hækka lágmarkstaxta um 18 – 21 þús. kr. Það þýddi að tiltekinn hópur fékk þá launahækkun. Aðrir sem voru á hærri launum en sem nam lágmarkstöxtum fengu tryggingu um a.m.k. 5,5% launahækkun á tímabilinu frá janúar 2007 til upphafsamnings í febrúar 2008. Þetta þýddi um 4% jafnarlaunakostnaðarauka hjá fyrirtækjum á almennum markaði. Þetta þýddi einnig að margir fengu litla hækkun á meðan aðrir fengu allt að 21 þús. kr. hækkun.
Hér hafði ASÍ enn einu sinni frumkvæði um að semja með það að markmiði að verja þann kaupmátt sem náðst hefði með því að gera skapa 3ja ára frið á vinnumarkaði og hafa með því áhrif til lækkunar á verðbólgu. Hér kom glögglega fram enn einu sinni hinn mikli félagslegi styrkur innan ASÍ. Ríkisstjórnin var á meðan þetta var gert á ferðalögum erlendis eins kom fram í fréttum.
Forsætisráðherra upplýsti okkur enn einu sinni hversu lítinn skilning hann hefur á kjarasamningum, þegar hann fór svo að bera samninga BSRB saman við ASÍ samninginn. Eins kom fram í fréttum um helgina fá allir þar 20.300 kr. launahækkun sama hvar í launastiganum þeir standa. Svo sem mjög skiljanleg niðurstaða hjá opinberum starfsmönnum, sé litið til núverandi ástands sem ríkisstjórnin hefur skapað með aðgerðaleysi sínu í vetur.
Ef ASÍ leiðin hefði verið farinn þá hefðu umönnunarstéttir fengið meira en 20.300 kr. en þeir sem væru með hærri tekjur en sem nema lágsmarkstöxtum fengið minna. BHM segir svo í fréttum Moggans í dag að þetta nemi 9 – 10% launakostnaðarauka og vill fara sömu leið og kjararáð þingmanna hefur ætíð farið, að láta prósentutöluhækkun lægstu launa vera ákvörðunaraðila um launahækkunina. Í því kjaraumhverfi sem þingmenn og ráðherrar hafa búið sér taka ákvarðanirnar sig sjálfar án utanaðkomandi áhrifa.
Og svo fór forsætisráðherra hrósa sér af því að ríkisstjórnin hefði lækkað skatta á hinum lægst launuðu. Flestir að muna þá uppákomu sem varð um áramótin þegar ríkisstjórnin setti viðræður kjarasamninga ASÍ í uppnám með skattaútspili sínu. Fram hafði komið að ASÍ félögin vildu tryggja að sérstök lágmarkslaunahækkun staldraði við í vösum hinna lægst launuðu með því að beina 20 milljarða skattalækkun til fólks sem hefðu lægstu tekjur.
Tillögur ASÍ gengu út á að hækka skattleysismörk sérstaklega á lægstu launum en láta það renna út við 300 þús. kr. Þessu hafnaði ríkisstjórnin með eftirminnilegum hætti og ákvað að hækka skattleysismörk mun minna og láta það renna upp allan tekjustigann. Með því náði hún fyrr sköttum af lægstu launum og með þeim augljósu afleiðingum að drjúgur hluti af lágmarkslaunahækkanna rann beint í ríkissjóð.
Eins og ég hef nokkrum sinnum komið að í pistlum hér þá finnst mér einkennilegt hversu ófeimnir sumir ráðherrar eru við að eigna sér gerðir annarra. Í ræðu forsætisráðherra kom fram að hann hefði ásamt ríkisstjórninni komið að mörgum verkefnum og svo taldi hann þau upp. Allmörg þeirra voru atriði sem ASÍ þvingaði fram í kjarasamningum í vetur.
Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði í kjarasamningum í vetur haft forgöngu um að semja við stéttarfélög ASÍ um að hækka laun hinna lægst launuðu sérstaklega. Það vill svo til að ég var í innsta hring við gerð þessa samninga og ég minnist þess ekki að ríkistjórnin hafði komið nálægt ákvarðanatöku. Gagnstætt því var mikið kartað undan því hversu erfiðlega gekk að fá svör frá ríkisstjórninni, eins og ítrekað kom fram í fréttum. Það var Vilhjálmur Egilsson sem lagði fram í haust hugmyndir um vinnuplan. Forysta stéttarfélaga innan ASÍ fór yfir þá áætlun á kjararáðstefnum og lagði svo skömmu fyrir jól fram sínar hugmyndir um útfærslu á hugmyndum SA.
Niðurstaðan varð sú að hækka lágmarkstaxta um 18 – 21 þús. kr. Það þýddi að tiltekinn hópur fékk þá launahækkun. Aðrir sem voru á hærri launum en sem nam lágmarkstöxtum fengu tryggingu um a.m.k. 5,5% launahækkun á tímabilinu frá janúar 2007 til upphafsamnings í febrúar 2008. Þetta þýddi um 4% jafnarlaunakostnaðarauka hjá fyrirtækjum á almennum markaði. Þetta þýddi einnig að margir fengu litla hækkun á meðan aðrir fengu allt að 21 þús. kr. hækkun.
Hér hafði ASÍ enn einu sinni frumkvæði um að semja með það að markmiði að verja þann kaupmátt sem náðst hefði með því að gera skapa 3ja ára frið á vinnumarkaði og hafa með því áhrif til lækkunar á verðbólgu. Hér kom glögglega fram enn einu sinni hinn mikli félagslegi styrkur innan ASÍ. Ríkisstjórnin var á meðan þetta var gert á ferðalögum erlendis eins kom fram í fréttum.
Forsætisráðherra upplýsti okkur enn einu sinni hversu lítinn skilning hann hefur á kjarasamningum, þegar hann fór svo að bera samninga BSRB saman við ASÍ samninginn. Eins kom fram í fréttum um helgina fá allir þar 20.300 kr. launahækkun sama hvar í launastiganum þeir standa. Svo sem mjög skiljanleg niðurstaða hjá opinberum starfsmönnum, sé litið til núverandi ástands sem ríkisstjórnin hefur skapað með aðgerðaleysi sínu í vetur.
Ef ASÍ leiðin hefði verið farinn þá hefðu umönnunarstéttir fengið meira en 20.300 kr. en þeir sem væru með hærri tekjur en sem nema lágsmarkstöxtum fengið minna. BHM segir svo í fréttum Moggans í dag að þetta nemi 9 – 10% launakostnaðarauka og vill fara sömu leið og kjararáð þingmanna hefur ætíð farið, að láta prósentutöluhækkun lægstu launa vera ákvörðunaraðila um launahækkunina. Í því kjaraumhverfi sem þingmenn og ráðherrar hafa búið sér taka ákvarðanirnar sig sjálfar án utanaðkomandi áhrifa.
Og svo fór forsætisráðherra hrósa sér af því að ríkisstjórnin hefði lækkað skatta á hinum lægst launuðu. Flestir að muna þá uppákomu sem varð um áramótin þegar ríkisstjórnin setti viðræður kjarasamninga ASÍ í uppnám með skattaútspili sínu. Fram hafði komið að ASÍ félögin vildu tryggja að sérstök lágmarkslaunahækkun staldraði við í vösum hinna lægst launuðu með því að beina 20 milljarða skattalækkun til fólks sem hefðu lægstu tekjur.
Tillögur ASÍ gengu út á að hækka skattleysismörk sérstaklega á lægstu launum en láta það renna út við 300 þús. kr. Þessu hafnaði ríkisstjórnin með eftirminnilegum hætti og ákvað að hækka skattleysismörk mun minna og láta það renna upp allan tekjustigann. Með því náði hún fyrr sköttum af lægstu launum og með þeim augljósu afleiðingum að drjúgur hluti af lágmarkslaunahækkanna rann beint í ríkissjóð.
þriðjudagur, 27. maí 2008
Eftiráspekingar
Það er harla bratt af Davíð, svo ekki sé nú meira sagt, að ráðast að Þorvaldi og kalla hann eftiráspeking sama dag og verið er að samþykkja að taka 500 milljarða lán til þess að efla gjaldeyrisforðann. Aðgerð sem sem Þorvaldur er búinn að benda á fyrir margt löngu að þurfti að framkvæma. Þorvaldur hefur ekki verið einn um þessa skoðun, allir hagfræðingar aðila atvinnulífisins og reyndar margir fleiri hafa bent á nauðsyn aðgerða til þess að styrkja krónuna undanfarin misseri.
Það er liggur fyrir að ef Davíð og félagar hefðu farið eftir þessum ráðleggingum á sínum tíma þá hefði í fyrsta lagi kostnaður af lántökunni verið umtalsvert minni og í öðru lagi kostnaður heimilanna og fyrirtækjanna margfalt minni, þar sem lægðin sem við erum að ganga í gegnum væri mun grynnri.
Það liggur líka fyrir að sú mikla efnahagslega velgengni íslensks efnhagslífs sem Davíð og félagar hafa viljað fá okkur til að trúa og þeir hefðu búið okkur, var ekki rétt. Og þar höfðu eftiráspekingarnir líka rétt fyrir sér. Töluverður hluti efnahagslægðarinnar er heimatilbúin vandi Davíðs og félaga. Það er mikið frekar Davíð og félagar sem eru eftiráspekingar og afleiðingarnar rangra ákvarðana þeirra bitna harðast á þeim sem síst skildi.
Það lá alltaf fyrir fyrir hverjar yrði afleiðingar stefnu félaga Davíðs, efnahagsleg misskipting. Á það hafa ofangreindir hagfræðingar skoðanabræður Þorvaldar ítrekað bent. Félagar Davíðs hafa hampað reglulega bandarískum spekingum, sem hafa komið á þessari stefnu heima fyrir og afleiðingar þess blasa við í hratt vaxandi fátækt hluta þjóðarinnar. Var það kannski alltaf ætlun félaga Davíðs, spyrja margir.
Ef svo var ekki, þá liggur fyrir að þeir eru fjarri því að valda hlutverki sínu og myndu gera landsmönnum mikinn greiða með því að snúa sér að því að þiggja eftirlaunin sem þeir hinir sömu sömdu við sjálfa sig um. Þó þau séu dýr er sá stöðumælakostnaður lítill í samanburði við þann kostnað sem eftiráspekingar Davíðs hafa valdið heimilum þessa lands með gríðarlegri eignaupptöku hjá þeim sem minna mega sín.
Það er liggur fyrir að ef Davíð og félagar hefðu farið eftir þessum ráðleggingum á sínum tíma þá hefði í fyrsta lagi kostnaður af lántökunni verið umtalsvert minni og í öðru lagi kostnaður heimilanna og fyrirtækjanna margfalt minni, þar sem lægðin sem við erum að ganga í gegnum væri mun grynnri.
Það liggur líka fyrir að sú mikla efnahagslega velgengni íslensks efnhagslífs sem Davíð og félagar hafa viljað fá okkur til að trúa og þeir hefðu búið okkur, var ekki rétt. Og þar höfðu eftiráspekingarnir líka rétt fyrir sér. Töluverður hluti efnahagslægðarinnar er heimatilbúin vandi Davíðs og félaga. Það er mikið frekar Davíð og félagar sem eru eftiráspekingar og afleiðingarnar rangra ákvarðana þeirra bitna harðast á þeim sem síst skildi.
Það lá alltaf fyrir fyrir hverjar yrði afleiðingar stefnu félaga Davíðs, efnahagsleg misskipting. Á það hafa ofangreindir hagfræðingar skoðanabræður Þorvaldar ítrekað bent. Félagar Davíðs hafa hampað reglulega bandarískum spekingum, sem hafa komið á þessari stefnu heima fyrir og afleiðingar þess blasa við í hratt vaxandi fátækt hluta þjóðarinnar. Var það kannski alltaf ætlun félaga Davíðs, spyrja margir.
Ef svo var ekki, þá liggur fyrir að þeir eru fjarri því að valda hlutverki sínu og myndu gera landsmönnum mikinn greiða með því að snúa sér að því að þiggja eftirlaunin sem þeir hinir sömu sömdu við sjálfa sig um. Þó þau séu dýr er sá stöðumælakostnaður lítill í samanburði við þann kostnað sem eftiráspekingar Davíðs hafa valdið heimilum þessa lands með gríðarlegri eignaupptöku hjá þeim sem minna mega sín.
sunnudagur, 25. maí 2008
Stolnar fjaðrir
Nú um helgina birtu framkvæmdastjórar ríkistjórnarflokkanna afrekaskrá ríkisstjórarinnar á árs afmæli hennar. Forsætisráðherra var einnig viðtölum í dagblöðunum og ítrekaði að ekki stæði til að breyta efnahagsstefnunni. Í afrekaskránni eru meðal annars talinn upp verk sem eru reyndar þannig til komin að það var verkalýðshreyfingin sem þvingaði þau fram í kjarasamningum í vetur. Það er kaldranalegt fyrir launamenn að hlusta á stjórnarflokkana að eigna sér þessar athafnirog skreita sig með stolnum fjöðrum.
Í ummælum hagfræðinga að loknum kjarasamningum kom fram aðkoma ríkisstjórnarinnar hefði verið henni til minnkunar og einkennst af nánasarhætti gagnvart verkafólki. Þeir bentu á að þær upphæðir sem ríkið hefði látið af hendi rakna væru um 20 milljarðar, en á móti kæmi aftur inn í ríkissjóð um 7 milljarðar í tekjumi, þessu væri dreift á 3 ár. Til samanburðar léti ríkisvaldið bændur hafa á hverju ári í beina styrki 9-10 milljarða.
Skattbyrði hefði verið að aukast á undanförnum árum, þá sérstaklega hjá hinum lægst launuðu. Síðastliðin 10 ár hefur hlutur hins opinbera í þjóðartekjum landsmanna verið að aukast stig af stigi og er nú kominn í 48,2% og skattbyrði hinna lægst launuðu aukist um 7% umfram hinna tekjumeiri, eins og Indriði fyrrv. skattstjóri hefur ásamt mörgum öðrum bent á.
Það sem verkalýðshreyfingin þvingaði ríkisstjórnina að gera við gerð kjarasamninga í vetur var að hækka persónuafslátt um 7.000 kr. á þremur árum umfram verðlagsbreytingar. Einnig tókst samningamönnum launamanna eftir löng fundarhölda að fá ríkisstjórnina að draga úr tekjuskerðingum barnabóta.
Ríkisstjórnin fékkst til þess að beita sér fyrir aðgerðum til að lækka vöruverð, einkum matvælaverð og eftir mikið hark að hækka húsaleigubætur. Einungis tókst að fá 35% hækkun á eignaskerðingarmörkum vaxtabóta. Það er einungis lítill hluti af því sem þurft hefði til þess að vaxtabætur næðu aftur sama marki og þær voru í.
Ríkisstjórnin féllst á að fella niður stimpilgjöld vegna lána til kaupa á fyrstu fasteign, þrátt fyrir loforð um þau yrði alfarið felld niður. Samkomulag varð um að koma á húsnæðissparnaðarkerfi með skattaafslætti fyrir einstaklinga 35 ára og yngri. Einnig varð samkomulag um átak í fræðslumálum þeirra sem ekki hafa viðurkennda starfs- eða framhaldsskólamenntun.
Í ummælum hagfræðinga að loknum kjarasamningum kom fram aðkoma ríkisstjórnarinnar hefði verið henni til minnkunar og einkennst af nánasarhætti gagnvart verkafólki. Þeir bentu á að þær upphæðir sem ríkið hefði látið af hendi rakna væru um 20 milljarðar, en á móti kæmi aftur inn í ríkissjóð um 7 milljarðar í tekjumi, þessu væri dreift á 3 ár. Til samanburðar léti ríkisvaldið bændur hafa á hverju ári í beina styrki 9-10 milljarða.
Skattbyrði hefði verið að aukast á undanförnum árum, þá sérstaklega hjá hinum lægst launuðu. Síðastliðin 10 ár hefur hlutur hins opinbera í þjóðartekjum landsmanna verið að aukast stig af stigi og er nú kominn í 48,2% og skattbyrði hinna lægst launuðu aukist um 7% umfram hinna tekjumeiri, eins og Indriði fyrrv. skattstjóri hefur ásamt mörgum öðrum bent á.
Það sem verkalýðshreyfingin þvingaði ríkisstjórnina að gera við gerð kjarasamninga í vetur var að hækka persónuafslátt um 7.000 kr. á þremur árum umfram verðlagsbreytingar. Einnig tókst samningamönnum launamanna eftir löng fundarhölda að fá ríkisstjórnina að draga úr tekjuskerðingum barnabóta.
Ríkisstjórnin fékkst til þess að beita sér fyrir aðgerðum til að lækka vöruverð, einkum matvælaverð og eftir mikið hark að hækka húsaleigubætur. Einungis tókst að fá 35% hækkun á eignaskerðingarmörkum vaxtabóta. Það er einungis lítill hluti af því sem þurft hefði til þess að vaxtabætur næðu aftur sama marki og þær voru í.
Ríkisstjórnin féllst á að fella niður stimpilgjöld vegna lána til kaupa á fyrstu fasteign, þrátt fyrir loforð um þau yrði alfarið felld niður. Samkomulag varð um að koma á húsnæðissparnaðarkerfi með skattaafslætti fyrir einstaklinga 35 ára og yngri. Einnig varð samkomulag um átak í fræðslumálum þeirra sem ekki hafa viðurkennda starfs- eða framhaldsskólamenntun.
laugardagur, 24. maí 2008
Matareitrun
Tugir þúsunda íslendinga fara til Evrópu árlega bæði vegna vinnu og ekki síður til orlofsdvalar, jafnvel svo vikum skiptir. Ekki hefur borið á því að þeir komi fárveikir heim, þó svo þeir taki ekki með sér íslenskan mat og borði í þess stað mat sem er framleiddur niður í Evrópu.
Ég hef gagnrýnt í vetur á þessari síðu málflutning stjórnmálamanna og bent á að þeir hafi glatað trúverðuleika á því að vera staðnir að því að hafa ítrekað haldið að almenning augljóslega röngum upplýsingum.
Málflutningur nokkurra þingmanna um innflutning matvæla frá Evrópu er hreint út sagt ótrúlegur og fór í sérstakar hæðir í þessari viku, réttara sagt niður á lægsta plan. Því er blákalt haldið fram í ræðustól Alþingis að þeir sem vilji lækka matvöruverð hér á landi með því að flytja inn matvæli frá Evrópu standi fyrir aðför að heilsu íslensks almenning og búfénaður minni hrynja niður úr fári. Ætlast þessir þingmenn að fólk sem flest ef ekki allt hefur dvalið um lengri eða skemmri tíma í Evrópu og á skyldmenni sem búa í Evrópu trúi þessum rangarrökum?
Það er gengið svo langt að fyrirferðarmesti ræðumaður Alþingis heldur því blákalt fram að öll egg í Evrópu séu harðsoðin vegna salmonellueitrunar. Á öllum hótelum sem ég hef dvalið á í Evrópu er boðið upp á tvær gerði eggja á morgunverðarborðinu, linsoðin og harðsoðinn. Ég vel alltaf linsoðin vegna þess að mér þykja þau mikið betri. (7-9-13) ég hef ekki orðið fyrir barðinu vegna matareitrunar. Sömu þingmenn gagnrýna svo Evrópu fyrir strangar reglur og við vitum öll að það eru strangar reglur um framleiðslu matvæla í Evrópu.
Laun bænda eru lág, en verð matvæla hér á landi er það hæsta sem þekkist í Evrópu. Þetta er augljóslega vegna þess að milliliðir hér á landi komast upp með að taka til sín of stóran hluta. Það er vegna þess að fáum aðilum hefur tekist að koma málum þannig fyrir að þeir eru í öllum hlutverkum milli framleiðenda og almennings. Eins og komið hefur fram í fréttum undanfarna daga beita milliliðirnir framleiðendur hér á landi ofríki.
Eftir inngöngu í Evrópusambandið hefur landbúnaður blómstrað á norðurlöndum, sérstaklega eftir því sem norðar dregur. Almenning þar stendur til boða matvara á verði sem er um 40% lægra en hér á landi. Það er augljóslega vegna þess að að milliliðir þar eru að taka minna til sín vegna aukinnar samkeppni. Samfara þessu fer ekki faraldur matareitrunar um norðurlönd.
Þar búa vel á annan tug þúsunda íslendinga og samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum líður þeim bara ágætlega.
Ég hef gagnrýnt í vetur á þessari síðu málflutning stjórnmálamanna og bent á að þeir hafi glatað trúverðuleika á því að vera staðnir að því að hafa ítrekað haldið að almenning augljóslega röngum upplýsingum.
Málflutningur nokkurra þingmanna um innflutning matvæla frá Evrópu er hreint út sagt ótrúlegur og fór í sérstakar hæðir í þessari viku, réttara sagt niður á lægsta plan. Því er blákalt haldið fram í ræðustól Alþingis að þeir sem vilji lækka matvöruverð hér á landi með því að flytja inn matvæli frá Evrópu standi fyrir aðför að heilsu íslensks almenning og búfénaður minni hrynja niður úr fári. Ætlast þessir þingmenn að fólk sem flest ef ekki allt hefur dvalið um lengri eða skemmri tíma í Evrópu og á skyldmenni sem búa í Evrópu trúi þessum rangarrökum?
Það er gengið svo langt að fyrirferðarmesti ræðumaður Alþingis heldur því blákalt fram að öll egg í Evrópu séu harðsoðin vegna salmonellueitrunar. Á öllum hótelum sem ég hef dvalið á í Evrópu er boðið upp á tvær gerði eggja á morgunverðarborðinu, linsoðin og harðsoðinn. Ég vel alltaf linsoðin vegna þess að mér þykja þau mikið betri. (7-9-13) ég hef ekki orðið fyrir barðinu vegna matareitrunar. Sömu þingmenn gagnrýna svo Evrópu fyrir strangar reglur og við vitum öll að það eru strangar reglur um framleiðslu matvæla í Evrópu.
Laun bænda eru lág, en verð matvæla hér á landi er það hæsta sem þekkist í Evrópu. Þetta er augljóslega vegna þess að milliliðir hér á landi komast upp með að taka til sín of stóran hluta. Það er vegna þess að fáum aðilum hefur tekist að koma málum þannig fyrir að þeir eru í öllum hlutverkum milli framleiðenda og almennings. Eins og komið hefur fram í fréttum undanfarna daga beita milliliðirnir framleiðendur hér á landi ofríki.
Eftir inngöngu í Evrópusambandið hefur landbúnaður blómstrað á norðurlöndum, sérstaklega eftir því sem norðar dregur. Almenning þar stendur til boða matvara á verði sem er um 40% lægra en hér á landi. Það er augljóslega vegna þess að að milliliðir þar eru að taka minna til sín vegna aukinnar samkeppni. Samfara þessu fer ekki faraldur matareitrunar um norðurlönd.
Þar búa vel á annan tug þúsunda íslendinga og samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum líður þeim bara ágætlega.
Fínn leiðari í Mogganum
Hann er óvenjulega góður leiðari Morgunblaðsins í dag. Það er líklega vegna þess að þar er tekið undir flest þeirra atriða sem ég hef verið að gagnrýna í pistlum þessara síðu í vetur.
fimmtudagur, 22. maí 2008
Stjórnarskrárbreytingar
Birgir Ármannsson, skrifar í 24 stundir í dag. Þar heldur hann áfram sínum hræðsluáróðri um fullveldisframsal. Nú er það svo að hvert atriðið á fætur öðru er að koma fram í dagsljósið þar sem málflutningur Þorvaldar ásamt öðrum háskólaprófessor Stefáni Ólafssyni er að staðfestast. En það sem Birgir og skoðanabræður hans hafa haldið fram á undanförnum árum reynist rangt. Hvort sem það er vísvitandi eða þá að Birgir ásamt félögum sínum séu svona illa að sér í efnhagsmálum.
Hvað varðar fullveldishræðsluáróðurinn þá er það svo, að íslendingar hafa allt frá 1992 búið við það að umtalsverður hluti reglugerða ESB taka gildi hér á landi og það breytist ekkert þó svo Ísland gerist aðili að ESB ásamt öðrum fullvalda ríkjum eins og t.d. nágranna- og bræðraþjóðir okkar. Þessi ríki réttu okkur hjálparhönd þegar forsvarsmenn okkar fóru þangað með sinn betlistaf. Þar fara vart forsvarsmenn fullvalda þjóðar, Birgir ásamt þeim sem hafa staðið að efnahagsstefnunni eru í raun búnir að framselja efnahagslegt fullveldi til ESB.
Einnig má benda á að Ísland er aðili að opnum vinnumarkaði Evrópu og býr þar af leiðandi við frjálsa för launamanna á því svæði, þannig að hræðsluáróður Birgis og skoðanabræðra hans um innflutning á atvinnuleysi við inngöngu í ESB er marklaust hjal. Aftur á móti hafa Birgir og skoðanabræður hans nýtt íslenska launamenn áratugum saman til þess að leiðrétta rangan efnahagskúrs, eins hann er að gera þessa dagana, með því að fella gengið um 30%, lækka laun og hella yfir okkur atvinnuleysi.
Að fenginni reynslu erum við orðin allmörg sem tökum ekki lengur mark á Birgi og skoðanabræðrum hans. Jafnvel þó hann hefji mál sitt ætíð með sömu orðum, að auðvitað hafi hann rétt fyrir sér. Gagnstætt því liggja haldgóð rök fyrir því að hlusta á Þorvald og skoðanabræður hans. Þetta heitir á íslenskri tungu að ávinna sér traust. Birgir og skoðanabræður hans hafa með hátterni sínu grafið undan trausti á íslensku efnahagslífi, samfara að skapa algjörlega óviðunandi stöðu launamanna.
Birgir hefur staðið fremst allra í að verja Eftirlaunaósómann og stungið allri gagnrýni og breytingartillögum þar um í neðstu skrifborðsskúffu sína. Í þessu sambandi má velta því fyrir sér hverjir það eru sem hafa staðið í vegi fyrir breytingum á Stjórnarskránni, þá sérstaklega að styrkja stöðu forsetans og aðkomu þjóðarinnar af veigamiklum málum. Hér á ég við það afhroð sem Birgir og skoðanabræður hans urðu fyrir í fjölmiðlalagafárinu.
Hvað varðar fullveldishræðsluáróðurinn þá er það svo, að íslendingar hafa allt frá 1992 búið við það að umtalsverður hluti reglugerða ESB taka gildi hér á landi og það breytist ekkert þó svo Ísland gerist aðili að ESB ásamt öðrum fullvalda ríkjum eins og t.d. nágranna- og bræðraþjóðir okkar. Þessi ríki réttu okkur hjálparhönd þegar forsvarsmenn okkar fóru þangað með sinn betlistaf. Þar fara vart forsvarsmenn fullvalda þjóðar, Birgir ásamt þeim sem hafa staðið að efnahagsstefnunni eru í raun búnir að framselja efnahagslegt fullveldi til ESB.
Einnig má benda á að Ísland er aðili að opnum vinnumarkaði Evrópu og býr þar af leiðandi við frjálsa för launamanna á því svæði, þannig að hræðsluáróður Birgis og skoðanabræðra hans um innflutning á atvinnuleysi við inngöngu í ESB er marklaust hjal. Aftur á móti hafa Birgir og skoðanabræður hans nýtt íslenska launamenn áratugum saman til þess að leiðrétta rangan efnahagskúrs, eins hann er að gera þessa dagana, með því að fella gengið um 30%, lækka laun og hella yfir okkur atvinnuleysi.
Að fenginni reynslu erum við orðin allmörg sem tökum ekki lengur mark á Birgi og skoðanabræðrum hans. Jafnvel þó hann hefji mál sitt ætíð með sömu orðum, að auðvitað hafi hann rétt fyrir sér. Gagnstætt því liggja haldgóð rök fyrir því að hlusta á Þorvald og skoðanabræður hans. Þetta heitir á íslenskri tungu að ávinna sér traust. Birgir og skoðanabræður hans hafa með hátterni sínu grafið undan trausti á íslensku efnahagslífi, samfara að skapa algjörlega óviðunandi stöðu launamanna.
Birgir hefur staðið fremst allra í að verja Eftirlaunaósómann og stungið allri gagnrýni og breytingartillögum þar um í neðstu skrifborðsskúffu sína. Í þessu sambandi má velta því fyrir sér hverjir það eru sem hafa staðið í vegi fyrir breytingum á Stjórnarskránni, þá sérstaklega að styrkja stöðu forsetans og aðkomu þjóðarinnar af veigamiklum málum. Hér á ég við það afhroð sem Birgir og skoðanabræður hans urðu fyrir í fjölmiðlalagafárinu.
miðvikudagur, 21. maí 2008
Leiktjöldin fallin
Skuggastjórn Markaðarins tekur undir ítrekaðar spár að hætta sé á ofkólnun í hagkerfinu. Edda Rós gagnrýnir að það vanti fullkomnari gögn um gang efnahagslífsins. Það hafa reyndar aðrir haldið fram en fengið ákúrur fyrir. Skuggastjórnin tekur undir það sem hagdeildir aðila vinnumarkaðsins hafa hamrað á í vetur, um að Seðlabankinn hafi ekki stjórn á verðbólgumarkmiðunum og fram hafi komið gallar í íslenska fjármálakerfinu sem þurfi að takast á við nú þegar.
Margir hafa sett fram harða gagnrýni á stjórnvöld um aðgerðaleysi, ekki bara undanfarna mánuði, heldur undanfarin ár. Fyrir löngu hefði átt að stórauka gjaldeyrisvaraforðann ef halda ætti sjálfstæða mynt. Trúverðugleiki hefði fengist með evru á mun ódýrari hátt. Enn einu sinni er það staðfest að stjórn efnahagsmála er ekki og hefur ekki verið í lagi. Hvað segja menn nú um ferðir forsvarsmanna banka og stjórnvalda m.a. til Kaupmannahafnar þar sem þeir sýndu dönskum efnhagsspekingum rauða spjaldið. Nú liggur fyrir að hinir íslensku fjármálaspekingar voru ekki í úrvalsdeild, heldur utandeildar eins og erlendir efnhagsspekingar héldu fram og þeir eiga stóran þátt í þeirri stöðu sem nú hellist yfir íslenskan almenning.
Orð Þýska forsetans sem birt voru með Reykjavíkurbréfi um helgina þau segja flest."Það eina góða við kreppuna á alþjóða lánamörkuðum, er að hún hefur gert öllu hugsandi fólki ljóst að hinir alþjóðlegu fjármálmarkaðir eru orðnir að skrímslum, sem koma þarf í bönd.
Við þurfum strangari og áhrifaríkari reglur, kröfur um meira eigið fé til að standa undir viðskiptum, meira gegnsæi og alþjóðlega stofnun til þess að fylgjanst með stöðugleika hins alþjóðlega fjármálakerfis."
Ítrekaðar yfirlýsingar forsætisráðherra um að botninum sé náð virðast óraunhæfar. Verðbólga er vaxandi. Nú þarf að skuldsetja ríkisstjóð og vaxandi fjöldi telur að það þurfi allt að eitt þúsund milljarða gjaldeyrisvarasjóð svo hann sé í samræmi við núverandi umfang íslensks efnahagslífs. Það hafi legið fyrir um allangt skeið og stjórnendur efnhagslífisins hefðu átt að auka gjaldeyrisforðann í samræmi við umsvif efnhagslífsins. En forsvarsmenn efnahagsstjórnar hafa ekki sýnt neitt frumkvæði, en slá í stað þess um sig með einhverjum sigrum.
Við vorum best í öllu, og maður gat ekki annað en brosað þegar einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hélt því fram að nú í vikunni að íslendingar hefðu fundið upp nýja varnartækni í hernaði og aðrar þjóðir muni leita eftir þessari yfirburða þekkingu okkar. Herlaus þjóð sem aldrei hefur átt í ófriði, er orðin best í heimi í þeirri tækni. Er ekki komið nóg af þessum sjálfbirgingshætti? Vilja stjórnendur efnhagsmála ekki sýna okkur almenning þá virðingu og viðurkenna að þeim hafi orðið á alvarleg mistök og þeir verði að taka höndum saman við okkur við að leysa þann griðarlega vanda sem við erum í.
Skuldlaus ríkissjóður var blekking ein, sama gilti um verðbólguna eins og svo margt annað. Og Geir sendir þeim tóninn sem ekki eru honum sammála um sigrana og segir þá vera gamaldags. Leiktjöldin eru fallin. Það má einnig nota orð Þýska forsetans um íslenska hagkerfið.
Margir hafa sett fram harða gagnrýni á stjórnvöld um aðgerðaleysi, ekki bara undanfarna mánuði, heldur undanfarin ár. Fyrir löngu hefði átt að stórauka gjaldeyrisvaraforðann ef halda ætti sjálfstæða mynt. Trúverðugleiki hefði fengist með evru á mun ódýrari hátt. Enn einu sinni er það staðfest að stjórn efnahagsmála er ekki og hefur ekki verið í lagi. Hvað segja menn nú um ferðir forsvarsmanna banka og stjórnvalda m.a. til Kaupmannahafnar þar sem þeir sýndu dönskum efnhagsspekingum rauða spjaldið. Nú liggur fyrir að hinir íslensku fjármálaspekingar voru ekki í úrvalsdeild, heldur utandeildar eins og erlendir efnhagsspekingar héldu fram og þeir eiga stóran þátt í þeirri stöðu sem nú hellist yfir íslenskan almenning.
Orð Þýska forsetans sem birt voru með Reykjavíkurbréfi um helgina þau segja flest."Það eina góða við kreppuna á alþjóða lánamörkuðum, er að hún hefur gert öllu hugsandi fólki ljóst að hinir alþjóðlegu fjármálmarkaðir eru orðnir að skrímslum, sem koma þarf í bönd.
Við þurfum strangari og áhrifaríkari reglur, kröfur um meira eigið fé til að standa undir viðskiptum, meira gegnsæi og alþjóðlega stofnun til þess að fylgjanst með stöðugleika hins alþjóðlega fjármálakerfis."
Ítrekaðar yfirlýsingar forsætisráðherra um að botninum sé náð virðast óraunhæfar. Verðbólga er vaxandi. Nú þarf að skuldsetja ríkisstjóð og vaxandi fjöldi telur að það þurfi allt að eitt þúsund milljarða gjaldeyrisvarasjóð svo hann sé í samræmi við núverandi umfang íslensks efnahagslífs. Það hafi legið fyrir um allangt skeið og stjórnendur efnhagslífisins hefðu átt að auka gjaldeyrisforðann í samræmi við umsvif efnhagslífsins. En forsvarsmenn efnahagsstjórnar hafa ekki sýnt neitt frumkvæði, en slá í stað þess um sig með einhverjum sigrum.
Við vorum best í öllu, og maður gat ekki annað en brosað þegar einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hélt því fram að nú í vikunni að íslendingar hefðu fundið upp nýja varnartækni í hernaði og aðrar þjóðir muni leita eftir þessari yfirburða þekkingu okkar. Herlaus þjóð sem aldrei hefur átt í ófriði, er orðin best í heimi í þeirri tækni. Er ekki komið nóg af þessum sjálfbirgingshætti? Vilja stjórnendur efnhagsmála ekki sýna okkur almenning þá virðingu og viðurkenna að þeim hafi orðið á alvarleg mistök og þeir verði að taka höndum saman við okkur við að leysa þann griðarlega vanda sem við erum í.
Skuldlaus ríkissjóður var blekking ein, sama gilti um verðbólguna eins og svo margt annað. Og Geir sendir þeim tóninn sem ekki eru honum sammála um sigrana og segir þá vera gamaldags. Leiktjöldin eru fallin. Það má einnig nota orð Þýska forsetans um íslenska hagkerfið.
þriðjudagur, 20. maí 2008
Skotheld formúla að mistökum
Sumarið komið við Apavatn
Valfrelsi á öllum sviðum er sjálfgefið í augum fólks og við stöndum frammi fyrir valkostum á öllum sviðum. Um þriðjungur starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði skiptir árlega um vinnustað og sífellt færri starfa á sama vinnustað allan sinn starfsaldur. Kröfur vaxa um sérhæfingu starfsfólksins samfara auknum sveigjanleika. Samkeppni fyrirtækja byggist á því að ná til sín besta starfsfólkinu og það er verðmætasta eign hvers fyrirtækis.
Framleiðni á íslenskum vinnumarkaði er lág. Stjórnvöld halda því fram að launþegar og aðgerðir stéttarfélaganna séu ein helsta ástæðan eða menntakerfið sakað um að vera lélegt. Þegar borin eru saman viðhorf hér á landi og í þeim löndum sem við viljum standa jafnfætis, blasir við hver er helsta ástæða lágrar framleiðni, óánægt og illa launað starfsfólk.
Ef starfsfólk er á svo lágum launum, að þau duga vart til hnífs og skeiðar þá hugsar það ekki um annað. Íslenskir starfsmenn hafa vegna slakra kjara flúið í vaxandi mæli úr tilteknum störfum, þá sérstaklega hjá hinu opinbera. Launakerfi opinberra stofnana eru meingölluð, stagbættur bútasaumur með mikilli yfirvinnu og litlum sveigjanleika. Íslensk stjórnvöld eru um áratug á eftir nágrannalöndum okkar hvað varðar stuðning við starfsmenntun í atvinnulífinu og þau leggja fram tillögur um skerðingar á hvíldartímaákvæðum svo halda megi uppi launakjörum með enn meiri yfirvinnu. Helsti efnahagsráðgjafi ríkisstjórna undanfarinna ára og stjórnarmaður í Seðlabankanum fær hingað með aðstoð forsætisráðherra bandaríska efnahagsráðgjafa og þeir halda ráðstefnu um að íslendingar vinni of stuttan vinnudag.
Því er haldið fram að hugurinn sé yndislegt fyrirbæri. Hann hefur starfsemi sína á þeirri stundu sem einstaklingurinn kemur í heiminn og lætur ekki af störfum fyrr en viðkomandi hyggst flytja ræðu opinberlega. Það er fullkomlega útilokað að átta sig á ræðum ráðherra um launakjör opinberra starfsmanna, reyndar gilda önnur viðmið þegar kemur að launakjörum þeirra sjálfra.
Ráðherrar hafa toppað sjálfa sig í yfirstandandi kjarasamningum, þar sem þeir hafa ítrekað lofað tilteknum starfstéttum umtalsverðum launahækkunum og skapað með því miklar væntingar og gert störf samningamanna nánast óyfirstíganleg. Samningar eiga að snúast um lausn vandamála og eiga ekki að enda með ófriði, heldur niðurstöðu sem hlutaðeigandi sætta sig við.
“Ég get ekki gefið ykkur uppskrift að velgengni. En ég get fært ykkur skothelda formúlu að mistökum: reynið bara að gera öllum til geðs”, sagði Winston Churchill. Yfirboð íslenskra ráðherra og stjórnmálamanna eru úrelt og ganga ekki í þjóðfélagi þar sem stöðugleiki og lág verðbólga er markmið. Stærsti stjórnmálaflokkur landsins hafnar því að skapa launamönnum og fyrirtækjum umhverfi þar sem gjaldmiðill er stöðugur og vextir lágir. Hann býr okkur umhverfi hæsta matvöruverðs í heimi. Kaupmáttur hér á landi hefur verið rangt skráður með yfirgengi krónunnar og mikilli skuldsetningu þjóðarinnar.
Sé litið til fyrri framsetningar ráðherra má örugglega ætla að þeir muni koma fram að loknum samningum með yfirlýsingar um að þeir hefðu lofað hærri launum, en nú hefðu stéttarfélögin gert kjarasamninga, og þau hefðu ekki staðið sig í stykkinu. Og starfsmenn ganga óánægðir til starfa, vitandi að þeir gerðu tilraun til þess að fá viðsemjanda sinn til þess að standa við gefin loforð.
Flóttamenn á Akranesi
Það er ekki annað hægt að óttast þær móttökur sem flóttamennirnir 30, konur og börn, sem koma til með að fá í samfélaginu Akranes. Flestir á Akranesi vilja þessum konum og börnum örugglega vel. En aðilar sem hugsa skammt eru búnir að rækta og móta ákveðin viðhorf hjá tilteknum einstaklingum og umtalsverðar líkur eru á að þeir telji sig þess umkomna að láta þau koma í fram við hið landlausa fólk í dagvörubúðinni, leikskólanum eða hvar sem er.
Við blasir sú staðreynd íslenskt samfélag í dag gengur ekki án hins erlenda fólks sem er hér á vinnumarkaði. Það er burðarásar í ákveðnum störfum. Erlendir launamenn eru ein af forsendum þess hagvaxtar sem átt hefur sér stað hér á undanförnum árum. Þau vandamál sem upp hafa risið á vinnumarkaði vegna erlendra launamanna eru ekki frá þeim kominn, heldur íslenskum fyrirtækjum sem eru að reyna að hagnast með því að hafa af þessu fólki réttindi og laun.
Hvaða viðhorf koma til með að þróast hjá þessu fólki gagnvart íslensku samfélagi? Hvernig viljum við að tekið sé á móti þeim þúsundum íslendinga sem eru við nám og störf á erlendis?
Við blasir sú staðreynd íslenskt samfélag í dag gengur ekki án hins erlenda fólks sem er hér á vinnumarkaði. Það er burðarásar í ákveðnum störfum. Erlendir launamenn eru ein af forsendum þess hagvaxtar sem átt hefur sér stað hér á undanförnum árum. Þau vandamál sem upp hafa risið á vinnumarkaði vegna erlendra launamanna eru ekki frá þeim kominn, heldur íslenskum fyrirtækjum sem eru að reyna að hagnast með því að hafa af þessu fólki réttindi og laun.
Hvaða viðhorf koma til með að þróast hjá þessu fólki gagnvart íslensku samfélagi? Hvernig viljum við að tekið sé á móti þeim þúsundum íslendinga sem eru við nám og störf á erlendis?
mánudagur, 19. maí 2008
Forsætisráðherra á sigurbraut
Tryggari stoðum rennt undir vaxandi ójöfnuð
Sé litið til þeirrar umræðu sem á sér nú stað meðal almennings mun fólk ekki sætta sig við þær yfirlýsingar sem forsætisráððherra gaf út á laugardaginn um að ekki sé ætlunin að breyta efnahagsstefnunni. Það hefur vakið reiði að ríkisstjórnin lýsi því sem sigri og útsjónarsemi að henni hafi tekist að draga það að taka erlent lán til þess að renna styrkari stoðum undir efnahagslífið. Þann biðtíma blæddi heimilum og fyrirtækjum enn meir.
Almenningur veit að ríkisstjórnin ásamt stjórn Seðlabankans hafa á undanförnum árum virt að vettugi aðvaranir nánast allra hagfræðinga þessa lands og helstu erlendra hagstofnana. Ríkisstjórnin ásamt Seðlabankanum keyrði með þessu hátterni efnahagsstöðuna svo kirfilega út af sporinu, að okkur stóðu ekki til boða nein lán, nema með afarkjörum. Á þessum tímamótum kom ríkisstjórnin fram og lýsti því sem sigri að frændur okkar hefðu aumkvast yfir okkur, en þó með þeim skilyrðum að tekið yrði til í íslensku hagkerfi. Niðurlæging okkar er algjör.
Forsætisráðherra beit svo endanlega úr nálinni gagnvart þeim hluta almennings sem hefur orðið fyrir gríðarlegri eignaupptöku, þegar hann lét fylgja siguryfirlýsingunum sínum að hann ætlaði að halda áfram að tryggja kjósendum sínum áfram aðgang að bættri efnahagsstöðu á kostnað þeirra sem minna mega sín. Jafnframt því lýsti hann því yfir að þær þjóðir sem höfðu efnahagslegt bolmagn að koma okkur til hjálpar og gerðu okkur kleift að hefja uppgöngu úr táradalnum, hefðu gert hrikaleg mistök í efnahagsstjórn með því að ganga í ESB og hann ætlað sko ekki að fylgja fordæmi þeirra. Kjósendur hans og þeir sem hafa orðið harkalega fyrir barðinu á gríðarlegri eignamyndun klöppuðu vitanlega vel og lengi í Valhöll á laugardagsmorgun. Á meðan hrundi fylgið af Samfylkingunni.
Forsætisráðherra lýsti því einnig yfir á laugardag að ekki stæði til að afnema það svigrúm sem hann hefði til þess að afskrifa umsamdar launahækkanir og lækka kaupmátt með einu pennastriki að lokinni undirskrift kjarasamninga. Samfara því að hækka jafnframt skuldir heimilanna um milljarða króna til þess að rétta af rangan kúrs í efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar.
Þessar yfirlýsingar ráðherrans lýsa svo óendanlegum hroka og sjálfbirgingshætti að maður gengur með veggjum þegar maður hittir starfsbræður sína á hinum norðurlandanna. Hvers vegna eru hinar fullvalda þjóðir Danir, Finnar og Svíar í þeirri stöðu að geta rétt okkur hjálparhönd? Í framhaldi af þessu kemur svo fram að yfirstandi viðræður Seðlabankastjóra og forsætisráðherra við Seðlabanka ESB um enn fleiri ölmusur!! Sem sagt fóstbræðurnir úr Valhöll ætla að fara undir dynjandi klappi og fagnaðarlátum tiltekins hóps til ESB og biðja þá gaura sem eru svo vitlausir að fylgja ekki hinni íslensku efnahagsstefnu um aðstoð!!
Ef efnahagsvandi okkur er alfarið kominn erlendis frá hvers vegna er verðbólga og vextir helmingi lægri þar? Hvers vegna er efnhagsástand innan ESB svo mikið betra hér en þar ef íslensk efnhagsstefna er einstök? Með leyfi, var ég að koma eða fara? Má ekki lyfta þessari umræða á hærra plan? Thank you for this program.
Eina von íslenskra launamanna og fyrirtækja í dag virðist vera sú að frændur okkar, sem enn einu sinni hafa komið okkur til hjálpar, láti nú hné fylgja kviði og dragi tilbaka aðstoðina og krefji forsætisráðherra skýringa á því hvað hann eigi við með þessum siguryfirlýsingum og niðurlægjandi yfirlýsingum um allar hinar norðurlandaþjóðirnar. Þær séu á rangri braut í efnhagsstjórn á meðan hann sé að vinna sigra með sinni.
Það er að renna upp fyrir allmörgum íslendingum að nýfrjálshyggjan hefur leitt yfir okkur hratt vaxandi ójöfnuð og sá mikli ávinningur sem sértæk íslensk efnhagstefna var hjóm eitt og hafði það eitt að markmiði að bæta stöðu ákveðins hluta landsmanna. Að meðaltali höfum við það betra, en það meðaltal byggist á mun betri stöðu tiltekinns hóps, sem þessa dagana er aumur í lófunum vegna fagnaðarláta.
Yfirlýsingar forsætisráðherra á laugardag lýsa svo einstaklega vel hugsunarhætti nýfrjálshyggjunnar, að vilja vernda þá stöðu hvað sem það kosti að geta hrifsað til sín bestu bitana og henda svo nögðuðum beinunum til þeirra sem ekki eru í aðstöðu til þess að sitja að kjötkötlunum.
sunnudagur, 18. maí 2008
Kókkassar við völd
Því var haldið fram í aðdraganda síðustu kosninga að of stór hópur íslenskra kjósenda kysi sinn flokk sama á hverju gengi. Þó svo settir væru Kókassar í efstu sætin þá myndu þeir ná kjöri og fengju sín 37%. Stór hópur þeirra sem væru forsvari hefðu álíka hæfileika til þess að taka þátt í pólitískri umræðu og Kókkassi.
Íslensk stjórnmál eru eins og enski fótboltinn, menn haldi með sínu liði, sama á hverju gengur. Umræðurnar í vetur staðfesta þetta. Þar má benda á REI málin, efnahagsmálin, skipan héraðsdómara, eftirlaunamálin og svo maður tali nú ekki um úrlausnir á peningastefnunni. Við blasa stjórnmálamenn sem klifa á rakalausum klisjum og er það fullkomlega ómögulegt að setja fram hugsun sína á rökrænan hátt.
Frjálshyggjan hefur verið áberandi í íslensku þjóðfélagi á undanförnum árum, eins og rakið er í óvenjulega góðu Reykjavíkurbréfi í dag. Þeir sem hafa komist í þá stöðu að geta hrifsað til sín geypilegar fjárhæðir hafa umhugsanalaust gert það. Við völd hafa verið stjórnvöld sem hafa fylgt þessari stefnu með því að lækkað skatta á hinum efnameiri á meðan þau hafa látið skerðingarmörk sitja kyrr og með því aukið skatta á hinum efnaminni. Stjórnvöld sem hafa staðið fyrir miklum eignatilfærslum og ætla ekki að víkja af þeirri leið, eins svo glögglega kom fram í ræðu forsætisráðherra í morgun og hefur verið til athugasemdarlausrar og vandlegrar umfjöllunar í öllum fréttatímum í dag. Maður sem vill viðhalda því efnhagsástandi sem við búum við.
Bent hefur verið á að með óréttmætum hætti sé tekið af þeim arði sem ætti að skila sér inn til hlutafjáreigenda og þar með lífeyrisþega, sem eiga að stærstum hluta það fjármagn sem er verið að spila með. Það sé ekki eðlilegt að þeir sem fara með stjórnun fjármagns, taki til sín ofurlaun og enn hærri bónusa og skerði með því ávöxtun lífeyrissparnaðar.
Stjórnmálamenn hafa í skjóli þessa úthlutað sjálfum sér umtalsverðar upphæðir úr ríkissjóð og sett ný lög um sértæk eftirlaun. Þeir eru þar með í engu eftirbátar sérhyggjubræðra sinna í fjármálageiranum. Stjórnendur hinnar pólitísku umræðu sendu þeim tónninn sem gerðu athugasemdir og upplýstu okkur um leið um getuleysi sitt til uppbyggilegrar umræðu með því að færa fram þau rök ein, að þeir sem gerðu athugasemdir við þessar athafnir væru þjakaðir af öfundsýki.
Sé litið til þeirra sem valdir hafa verið til að standa að hinni upplýstu umræðu, er það augljóslega rétt að það voru Kókkassar sem náðu kosningu, en Spurkassarnir eru við stjórn í Seðlabankanum.
Íslensk stjórnmál eru eins og enski fótboltinn, menn haldi með sínu liði, sama á hverju gengur. Umræðurnar í vetur staðfesta þetta. Þar má benda á REI málin, efnahagsmálin, skipan héraðsdómara, eftirlaunamálin og svo maður tali nú ekki um úrlausnir á peningastefnunni. Við blasa stjórnmálamenn sem klifa á rakalausum klisjum og er það fullkomlega ómögulegt að setja fram hugsun sína á rökrænan hátt.
Frjálshyggjan hefur verið áberandi í íslensku þjóðfélagi á undanförnum árum, eins og rakið er í óvenjulega góðu Reykjavíkurbréfi í dag. Þeir sem hafa komist í þá stöðu að geta hrifsað til sín geypilegar fjárhæðir hafa umhugsanalaust gert það. Við völd hafa verið stjórnvöld sem hafa fylgt þessari stefnu með því að lækkað skatta á hinum efnameiri á meðan þau hafa látið skerðingarmörk sitja kyrr og með því aukið skatta á hinum efnaminni. Stjórnvöld sem hafa staðið fyrir miklum eignatilfærslum og ætla ekki að víkja af þeirri leið, eins svo glögglega kom fram í ræðu forsætisráðherra í morgun og hefur verið til athugasemdarlausrar og vandlegrar umfjöllunar í öllum fréttatímum í dag. Maður sem vill viðhalda því efnhagsástandi sem við búum við.
Bent hefur verið á að með óréttmætum hætti sé tekið af þeim arði sem ætti að skila sér inn til hlutafjáreigenda og þar með lífeyrisþega, sem eiga að stærstum hluta það fjármagn sem er verið að spila með. Það sé ekki eðlilegt að þeir sem fara með stjórnun fjármagns, taki til sín ofurlaun og enn hærri bónusa og skerði með því ávöxtun lífeyrissparnaðar.
Stjórnmálamenn hafa í skjóli þessa úthlutað sjálfum sér umtalsverðar upphæðir úr ríkissjóð og sett ný lög um sértæk eftirlaun. Þeir eru þar með í engu eftirbátar sérhyggjubræðra sinna í fjármálageiranum. Stjórnendur hinnar pólitísku umræðu sendu þeim tónninn sem gerðu athugasemdir og upplýstu okkur um leið um getuleysi sitt til uppbyggilegrar umræðu með því að færa fram þau rök ein, að þeir sem gerðu athugasemdir við þessar athafnir væru þjakaðir af öfundsýki.
Sé litið til þeirra sem valdir hafa verið til að standa að hinni upplýstu umræðu, er það augljóslega rétt að það voru Kókkassar sem náðu kosningu, en Spurkassarnir eru við stjórn í Seðlabankanum.
laugardagur, 17. maí 2008
Örvænting forsætisráðherra
Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að forsætisráðherra sem áður var fjármálaráðherra og hefur verið þáttakandi í mótun þeirrar efnahagsstefnu, sem hefur valdið íslenskum almenning og heimilum gríðarlegum búsifjum og mikilli eignatilfærslu í þjóðfélaginu, flytji ræðu eins og hann flutti í Valhöll í morgun og farið var yfir í hádegisfréttum. Hér er með örvæntingarfullum hætti reynt að beina sjónum almennings frá eigin afglöpunum í efnahagsstjórninni.
Öll vitum við, nema þá kannski fyrir utan örlítils hóps sem meðtekur allt athugasemdalaust sem frá Valhöll kemur, að við værum ekki í þessari stöðu sem við erum í, værum við innan Evrópusambandsins. Það er ekki boðlegt og óásættanlegt að forsætisráðherra beri fram þann fáránleika sem hann sagði í morgun. En það staðfestir enn einu sinni hvers vegna við erum á þeim stað sem við erum. Og við erum fjarri því að komast inn í ESB, til þess þarf mikla hreingerningu í efnahagsmálum Íslands.
Er ekki að verða nóg komið? Forsætisráðherra ætlar sér augljóslega að halda því til streitu að bjóða heimilum og fyrirtækjum áfram upp á sérhannaðar rússibanaferðir sínar með efnhagslífið og þar með aukna eignatilfærslu frá þeim sem minna mega sín til hinna efnameiri. Afnema launahækkanir með gengisfellingum og tryggja áframhaldandi ofurvexti.
Öll vitum við, nema þá kannski fyrir utan örlítils hóps sem meðtekur allt athugasemdalaust sem frá Valhöll kemur, að við værum ekki í þessari stöðu sem við erum í, værum við innan Evrópusambandsins. Það er ekki boðlegt og óásættanlegt að forsætisráðherra beri fram þann fáránleika sem hann sagði í morgun. En það staðfestir enn einu sinni hvers vegna við erum á þeim stað sem við erum. Og við erum fjarri því að komast inn í ESB, til þess þarf mikla hreingerningu í efnahagsmálum Íslands.
Er ekki að verða nóg komið? Forsætisráðherra ætlar sér augljóslega að halda því til streitu að bjóða heimilum og fyrirtækjum áfram upp á sérhannaðar rússibanaferðir sínar með efnhagslífið og þar með aukna eignatilfærslu frá þeim sem minna mega sín til hinna efnameiri. Afnema launahækkanir með gengisfellingum og tryggja áframhaldandi ofurvexti.
Loksins
Það er ánægjulegt að ríkisstjórninni tókst loksins að laga stöðuna í efnhagsmálum að nokkru leiti. En þessi biðtími hefur verið fyrirtækjum og ekki síður heimilum dýr, og kaldranalegar kveðjur fyrir almenning að hlusta á ráðherra hrósa sér fyrir ráðvendni. Fréttirnar í gær staðfesta að flest ef ekki allt sem gagnrýnt hefur verið í efnhagsstjórninni var rétt. Hún hefur verið röng og vandinn er að mestu innanhúss.
Það er vitanlega niðurlægjandi fyrir þá sem hafa farið með efnahagsstjórnina undanfarinn á skuli fá svona hirtingu og skipað að taka til. Það er einnig leiðinlegt að þurfa að hlusta á það neikvæða tal sem fram fer um íslenskt efnahagslíf í fundarhléum og í kaffipásum þegar maður er að störfum niður í norðurlöndum.
Okkur hefur sett mikið niður í áliti, mjög mikið. Það er löngu kominn tími á nokkra af þeim sem hafa skapað þetta ástand.
Það er vitanlega niðurlægjandi fyrir þá sem hafa farið með efnahagsstjórnina undanfarinn á skuli fá svona hirtingu og skipað að taka til. Það er einnig leiðinlegt að þurfa að hlusta á það neikvæða tal sem fram fer um íslenskt efnahagslíf í fundarhléum og í kaffipásum þegar maður er að störfum niður í norðurlöndum.
Okkur hefur sett mikið niður í áliti, mjög mikið. Það er löngu kominn tími á nokkra af þeim sem hafa skapað þetta ástand.
föstudagur, 16. maí 2008
Frjálst flæði launamanna
Var í Kaupmannahöfn í vikunni á ráðstefnu um frjálst flæði launamanna innan Evrópska efnahagssvæðisins. Á ráðstefnuna voru nokkrir fyrirlesarar auk undirritaðs voru forsvarsmenn þessara mála frá hinum norðurlandanna, auk lögfræðings með sérþekkingu í Evrópurétti og einn þingmanna Dana á Evrópuþinginu.
Sérstök ástæða virðist vera þó einkennilegt sé, að taka það fram að Ísland er hluti af Evrópska efnahagssvæðinu og launamönnum á svæðinu, einnig hinum nýju 10 ríkjum er heimilt að koma hingað í atvinnuleit. Á þetta er bent, sakir þess að allmargir virðast ekki hafa áttað sig á þessu, þegar viðkomandi ræða málefni Evrópu.
Evrópa var í kyrrstöðu þegar nokkur fullvalda ríki stofnuðu til Evrópusambandsins. Forsvarsmenn þeirra landa sem að stofnun sambandsins stóðu, óttuðust að óbreytt staða myndi leiða til lakari samkeppnisstöðu Evrópu á meðan mikill uppgangur væri á öðrum svæðum eins og Asíu og Bandaríkjunum. Árangurinn hefur verið góður og tekist hefur að skapa feykilegan fjölda nýrra atvinnutækifæra. Samfara meiri efnahagslegum stöðugleika. Óhætt er að segja að þó svo við séum ekki beinir þátttakendur að ESB, þá hefur tilvist sambandsins verið ein af helstu undirstöðum þess mikla uppgangs sem hefur átt sér stað hér á landi undanfarin ár.
Svíþjóð og Finnland gengu árun upp úr 1990 í gegnum svipaða kollsteypu og við erum að upplifa nú. Atvinnulífið þar krafðist þess að stjórnvöld styrktu gjaldmiðilinn og stækkuðu markaðssvæði fyrirtækjanna. Atvinnulífið í þessum löndum hefur notið góðs af þeirri ákvörðun að ganga í ESB. Þetta á ekki síður við um heimilin. T.d. var mikið atvinnuleysi í Finnlandi en það hefur minnkað umtalsvert. Landbúnaður í þessum löndum átti í erfiðleikum en blómstrar núna. ESB hefur lagt mikla áherslu á að tryggja félagslega stöðu einstaklingsins og þaðan hafa komið miklar úrætur á því sviði. Lönd sem áður voru í mikilli lægð og bjuggu við mikla kreppa hafa náð sér vel á strik bæði í vestanverðri Evrópu og eins hafa markaði verið að vaxa austur á bóginn og kaupgeta og velmegun fer vaxandi í þeim löndum, sem leiðir til hratt vaxandi markaðar á svæðinu.
Áberandi hefur verið í stefnu á Evrópska efnahagssvæðinu að stuðla að aukinni menntun og styrkja menntun í atvinnulífinu. Um þriðjungur launamanna skiptir um störf á hverju ári. Um 10% starfa hverfa á hverju ári og skapa þarf jafnmörg ný og fleiri til viðbótar til þess að standa í vegi fyrir atvinnuleysi og að taka á móti nýjum fólki á vinnumarkaðinum.
Gríðarlegur fjöldi launamanna hefur sótt vinnu vestur á bóginn. Með því hafa þeir átt sinn þátt að byggja enn frekar upp efnahagslíf viðkomandi lands og verið forsendur uppgangs í vestrænum löndum, eins og hér heima. Þeir fara heim með hluta af launum sínum og stuðla með því að hraðari uppbyggingu þar, auk þess að ESB hefur veitt miklum styrkjum til efnahagslegrar uppbyggingar í þessum löndum.
Evrópa var í kyrrstöðu þegar nokkur fullvalda ríki stofnuðu til Evrópusambandsins. Forsvarsmenn þeirra landa sem að stofnun sambandsins stóðu, óttuðust að óbreytt staða myndi leiða til lakari samkeppnisstöðu Evrópu á meðan mikill uppgangur væri á öðrum svæðum eins og Asíu og Bandaríkjunum. Árangurinn hefur verið góður og tekist hefur að skapa feykilegan fjölda nýrra atvinnutækifæra. Samfara meiri efnahagslegum stöðugleika. Óhætt er að segja að þó svo við séum ekki beinir þátttakendur að ESB, þá hefur tilvist sambandsins verið ein af helstu undirstöðum þess mikla uppgangs sem hefur átt sér stað hér á landi undanfarin ár.
Svíþjóð og Finnland gengu árun upp úr 1990 í gegnum svipaða kollsteypu og við erum að upplifa nú. Atvinnulífið þar krafðist þess að stjórnvöld styrktu gjaldmiðilinn og stækkuðu markaðssvæði fyrirtækjanna. Atvinnulífið í þessum löndum hefur notið góðs af þeirri ákvörðun að ganga í ESB. Þetta á ekki síður við um heimilin. T.d. var mikið atvinnuleysi í Finnlandi en það hefur minnkað umtalsvert. Landbúnaður í þessum löndum átti í erfiðleikum en blómstrar núna. ESB hefur lagt mikla áherslu á að tryggja félagslega stöðu einstaklingsins og þaðan hafa komið miklar úrætur á því sviði. Lönd sem áður voru í mikilli lægð og bjuggu við mikla kreppa hafa náð sér vel á strik bæði í vestanverðri Evrópu og eins hafa markaði verið að vaxa austur á bóginn og kaupgeta og velmegun fer vaxandi í þeim löndum, sem leiðir til hratt vaxandi markaðar á svæðinu.
Áberandi hefur verið í stefnu á Evrópska efnahagssvæðinu að stuðla að aukinni menntun og styrkja menntun í atvinnulífinu. Um þriðjungur launamanna skiptir um störf á hverju ári. Um 10% starfa hverfa á hverju ári og skapa þarf jafnmörg ný og fleiri til viðbótar til þess að standa í vegi fyrir atvinnuleysi og að taka á móti nýjum fólki á vinnumarkaðinum.
Gríðarlegur fjöldi launamanna hefur sótt vinnu vestur á bóginn. Með því hafa þeir átt sinn þátt að byggja enn frekar upp efnahagslíf viðkomandi lands og verið forsendur uppgangs í vestrænum löndum, eins og hér heima. Þeir fara heim með hluta af launum sínum og stuðla með því að hraðari uppbyggingu þar, auk þess að ESB hefur veitt miklum styrkjum til efnahagslegrar uppbyggingar í þessum löndum.
Það eru helst starfsmannaleigurnar sem hafa valdið skaða á þessum markaði. Þær hafa smeigt sér undan því að greiða lágmarkstryggingargjöld, skatta, orlof og veikindafrí. Hinir erlendu launamenn hafa lent bjargarlausir út á götu hafi þeir lent í slysum eða veikindum. Mörg óhugnanleg dæmi voru nefnd, eins og t.d. forstjóri eins norsks fyrirtækis tók erlendan starfsmann sinn sem lenti hafði í slysi og ók honum upp í sveit og skyldi hann þar eftir á fáförnum sveitavegi alslausan og án vegbréfs.
Forsvarsmönnum norrænu sambandanna bar saman um að mikill árangur hefði náðst í að lagfæra stöðu hinna erlendu launamanna. Í dag vinna á norðurlöndunum vel á þriðju milljón erlendra farandverkamanna, sem sýnir vel sterka stöðu vinnumarkaðs norðurlandanna. Þau eru þróttmesta svæðið í Evrópu jafnvel þau víðar væri leitað. Mikil framleiðni og sveigjanlegur vinnumarkaður er að skila okkur þessa stöðu. Jafnræði og tryggt umhverfi með öryggisnetum fyrir þá sem minnst mega sín. Ríkisstjórnir norðurlandanna hafa á undanförnum árum unnið að betrumbótum á lögjöf um farandverkamenn, þar á meðal hin íslenska.
Mörg fyrirtæki hafa með stuðningi öfgakenndra hægri manna hafa viljað greiða austanmönnum sömu laun og greidd eru í þeirra heimalandi, en mikil andstaða er gegn því. Fulltrúi Íslands greiddi þessu atkvæði á sínum tíma, sá maður er að því ég best veit ráðherra núna. Það liggur fyrir að með því væri verið að tryggja áframhaldandi efnhagslega lægð í þessum löndum, sem væri andstætt þeim markmiðum sem sett voru með Evrópska efnahagssvæðinu, það er að stuðla að auknum viðskiptum á svæðinu. Ef erlendum launamanni væru greidd lægri laun en heimamanni fyrir sömu störf er verið að mismuna hinum erlenda launamanni með ólögmætum hætti. Það er brot á jafnræðisreglum. Ef þessi leið væri farin, samsvaraði það því að tekin væri hraðlest til lökustu kjara á Evrópska efnahagssvæðinu og engum til hagsbóta.
Forsvarsmönnum norrænu sambandanna bar saman um að mikill árangur hefði náðst í að lagfæra stöðu hinna erlendu launamanna. Í dag vinna á norðurlöndunum vel á þriðju milljón erlendra farandverkamanna, sem sýnir vel sterka stöðu vinnumarkaðs norðurlandanna. Þau eru þróttmesta svæðið í Evrópu jafnvel þau víðar væri leitað. Mikil framleiðni og sveigjanlegur vinnumarkaður er að skila okkur þessa stöðu. Jafnræði og tryggt umhverfi með öryggisnetum fyrir þá sem minnst mega sín. Ríkisstjórnir norðurlandanna hafa á undanförnum árum unnið að betrumbótum á lögjöf um farandverkamenn, þar á meðal hin íslenska.
Mörg fyrirtæki hafa með stuðningi öfgakenndra hægri manna hafa viljað greiða austanmönnum sömu laun og greidd eru í þeirra heimalandi, en mikil andstaða er gegn því. Fulltrúi Íslands greiddi þessu atkvæði á sínum tíma, sá maður er að því ég best veit ráðherra núna. Það liggur fyrir að með því væri verið að tryggja áframhaldandi efnhagslega lægð í þessum löndum, sem væri andstætt þeim markmiðum sem sett voru með Evrópska efnahagssvæðinu, það er að stuðla að auknum viðskiptum á svæðinu. Ef erlendum launamanni væru greidd lægri laun en heimamanni fyrir sömu störf er verið að mismuna hinum erlenda launamanni með ólögmætum hætti. Það er brot á jafnræðisreglum. Ef þessi leið væri farin, samsvaraði það því að tekin væri hraðlest til lökustu kjara á Evrópska efnahagssvæðinu og engum til hagsbóta.
Örvænting sjálfstæðismanna
Ég skil útspil Björns í gær þannig að hann sé að reyna að trufla þá umræðu sem er í gangi. Björn er ásamt forystu Sjálfstæðisflokksins að víkja sér undan því að ræða þau mál sem eru á dagskrá.
Lausnir dagsins í dag :
· Efnhagsstefna undanfarinna ára. Þau mistök sem hafa verið gerð og hvað þarf að leiðrétta.
· Efnhagsleg staða fyrirtækja og heimila í dag. Hvað er til úræða?
· Hvers vegna gerir ríkisstjórnin ekkert? Hún er að vinna feykileg skemmdarverk með því að gera ekkert. Sparar reyndar ríkisjóð fjármuni, en með því er ríkisstjórnin að leggja miklar og óþarfa byrðar á heimilin og fyrirtækin.
Lausnir til langframa :
· Hvað þarf að gera til þess að við þurfum ekki reglulega að upplifa rússibanaferðir krónunnar?
· Hvernig getum við tryggt svipað dagvörverð og er í nágrannalöndum okkar. Svipaða verðbólgu og svipaða vexti.
Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa með aðstoð Styrmis leikið ítrekað þann leik að eyðilegga umræðu og enn er gerð tilraun til þess.
Lausnir dagsins í dag :
· Efnhagsstefna undanfarinna ára. Þau mistök sem hafa verið gerð og hvað þarf að leiðrétta.
· Efnhagsleg staða fyrirtækja og heimila í dag. Hvað er til úræða?
· Hvers vegna gerir ríkisstjórnin ekkert? Hún er að vinna feykileg skemmdarverk með því að gera ekkert. Sparar reyndar ríkisjóð fjármuni, en með því er ríkisstjórnin að leggja miklar og óþarfa byrðar á heimilin og fyrirtækin.
Lausnir til langframa :
· Hvað þarf að gera til þess að við þurfum ekki reglulega að upplifa rússibanaferðir krónunnar?
· Hvernig getum við tryggt svipað dagvörverð og er í nágrannalöndum okkar. Svipaða verðbólgu og svipaða vexti.
Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa með aðstoð Styrmis leikið ítrekað þann leik að eyðilegga umræðu og enn er gerð tilraun til þess.
miðvikudagur, 14. maí 2008
Íslenskir stjórnmálamenn
Hef fengið allnokkra pósta vegna greina minna um snilld þeirra sem stýra efnahagsmálum hinnar íslensku þjóðar og afleiðingar aðgerðaleysis þeirra. Þeir réttlæta það með því að þeir séu að minnka útgjöld ríkissjóðs. Skiptir þá engu máli þó slatti af fyrirtækjum fari á hausinn og nokkur hundruð launamanna missi vinnuna.
Er þessa dagana á ráðstefnu um frjálsa för launamanna um ESB löndin og félagsleg niðurboð. Veit ekki fyrir víst, en ef ráðherrar undanfarinna ára hefðu setið undir sambærilegum fyrirlestrum og við gerum hér, er reyndar einn fyrirlesara, þá væri kannski von að þeir þekktu þau vandamál sem fjallað er um.
Finnst einhvern veginn að íslenskir þingmenn þyrftu að kynna sér þennan málaflokk. Þá væri innlegg þeirra í umræðuna um vinnumarkað og efnahagsstjórn örlítið betur í samræmi við það sem er að gerast í Evrópu. En umræða íslenskra stjórnvalda snýst um meðaltöl. Skoðum betur meðaltal þeirra sem standa með fæturna í sjóðandi vatni og hinn í ísfötunni
Árin 2003 – 2004 fékk 81% launamanna kaupmáttaraukningu, en 19% kaupmáttarskerðingu
Árin 2005 – 2006 fékk 60% launamanna kaupmáttaraukningu, en 40% kaupmáttarskerðingu
Árin 2006 – 2007 fékk 55% launamanna kaupmáttaraukningu, en 45% kaupmáttarskerðingu.
Á þessum tíma óx kaupmáttur um 3 – 4% á ári. Það þýðir í raun að á meðan vaxandi hópur býr við kaupmáttarskerðingu, þá blasir við að það hefur verið að draga mikið í sundur. Þeir sem eru í hærri kantinum hljóta að vera fá mikið meira þar sem meðaltalið er í plús.
Lausn alþingismanna var í haust að rúlla yfir borðið hjá sér frumvarpi um að þeir fengju að ráða sér aðstoðarmenn. Þegar málið var kynnt í nóvember var lögð fram áætlun um að rekstrarkostnaður 35 sérfræðinga sem væru aðstoðarmenn alþingismanna kostaði 90 millj. kr. Eins og kom fram í fyrirlestrum um skerta samkeppnistöðu vitum við sem störfum á almennum vinnumarkaði að þessi fjárhagsáætlun íslenskra þingmanna slyppi í gegn ef þeir gerðu samning við starfsmannaleigu og greiddu eins og þær gera byrjunarlaun unglinga. Slepptu orlofi, lífeyrisréttindum, löghelgum frídögum, orlofi, launum vegna veikinda og yfirvinnuálagi þegar farið sé yfir 40 tíma á viku, ásamt öðrum kostnaði eins og starfsaðstöðu.
Ég hélt því fram í nóvember síðastliðnum hér á þessari síðu að 10 millj. kr. á aðstoðarmann væri algjört lágmark þegar heildarkostnaður er metinn. 35 aðstoðarmenn alþingismanna myndu kosta amk 350 - 400 millj. kr. á ári. Sú tala er að koma upp á borðið núna. En þingmenn og ekki síður ráðherrar ljúga hiklaust að almenning til þess að réttlæta kostnað sem snertir þeirra eigin skinn.
Sama var upp á teningunum þegar eftirlaunafrumvarpi var rúllað yfir borðið niður í Alþingi, þingmenn og ráðherrar sögðu að það myndu sparast peningar með þessu, kostnaður gæti farið í sérstökum tilfellum upp í 6 millj kr. Bendi þar sérstaklega á ummæli hina öflugu fjármálaspekinga og sannleikselskandi þingmanna Sigurðar Kára, Péturs Blöndal og Davíðs Oddssonar. Við mættum niður á Austurvöll og mótmæltum og héldum því fram að kostnaðuru yrði aldrei minni en 600 millj. kr. Það hefur staðist upp á krónu.
Samkvæmt útreikningum hagdeildar Samtaka atvinnulífsins má leggja umframlífeyriskjör þingmanna að jöfnu við 23 - 35% mánaðarlega launauppbót. Umframlífeyriskjör ráðherra sem gegnir embætti í þrjú kjörtímabil eru ígildi 85 -102 m.kr. miða við verðlag 2007 og starfslokagreiðslu og 66 - 79% mánaðarlegrar launauppbótar. Umframlífeyriskjör forsætisráðherra sem situr í tvö kjörtímabil eru ígildi 113 m.kr. starfslokagreiðslu miða við verðlag 2007 eða 122% launauppbótar.
Þegar samið er um laun á almennum markaði er ætið tekið mið að heildarlaunakostnaði fyrirtækjanna. Þegar þingmenn fjalla aftur á móti um sín launakjör fjalla þeir ætíð einungis um lágmarkslaunataxta, þ.e.a.s. þingfararkaup um hálfa milljón kr. Í raun eru laun þingmanna helmingi hærri eða vel yfir 1 millj. kr. á mán. að jafnaði og laun ráðherra vel yfir 2 millj. kr.
Við eigum þetta svo sem skilið, við kusum þetta lið á þing, og það er gert stólpagrín af íslenskum stjórnmálamönnum hér niður í Skandinavíu þar sem eru fullvalda ríki í góðu samstarfi innan ESB með stöðugan gjaldmiðil, lága vexti og töluvert lægra dagvöruverð og veita um 3 millj. launamönnum frá austur Evrópu vinnu. Norræna módelið hefur valtað yfir frjálshyggjuna og hið bandaríska misrétti.
Er þessa dagana á ráðstefnu um frjálsa för launamanna um ESB löndin og félagsleg niðurboð. Veit ekki fyrir víst, en ef ráðherrar undanfarinna ára hefðu setið undir sambærilegum fyrirlestrum og við gerum hér, er reyndar einn fyrirlesara, þá væri kannski von að þeir þekktu þau vandamál sem fjallað er um.
Finnst einhvern veginn að íslenskir þingmenn þyrftu að kynna sér þennan málaflokk. Þá væri innlegg þeirra í umræðuna um vinnumarkað og efnahagsstjórn örlítið betur í samræmi við það sem er að gerast í Evrópu. En umræða íslenskra stjórnvalda snýst um meðaltöl. Skoðum betur meðaltal þeirra sem standa með fæturna í sjóðandi vatni og hinn í ísfötunni
Árin 2003 – 2004 fékk 81% launamanna kaupmáttaraukningu, en 19% kaupmáttarskerðingu
Árin 2005 – 2006 fékk 60% launamanna kaupmáttaraukningu, en 40% kaupmáttarskerðingu
Árin 2006 – 2007 fékk 55% launamanna kaupmáttaraukningu, en 45% kaupmáttarskerðingu.
Á þessum tíma óx kaupmáttur um 3 – 4% á ári. Það þýðir í raun að á meðan vaxandi hópur býr við kaupmáttarskerðingu, þá blasir við að það hefur verið að draga mikið í sundur. Þeir sem eru í hærri kantinum hljóta að vera fá mikið meira þar sem meðaltalið er í plús.
Lausn alþingismanna var í haust að rúlla yfir borðið hjá sér frumvarpi um að þeir fengju að ráða sér aðstoðarmenn. Þegar málið var kynnt í nóvember var lögð fram áætlun um að rekstrarkostnaður 35 sérfræðinga sem væru aðstoðarmenn alþingismanna kostaði 90 millj. kr. Eins og kom fram í fyrirlestrum um skerta samkeppnistöðu vitum við sem störfum á almennum vinnumarkaði að þessi fjárhagsáætlun íslenskra þingmanna slyppi í gegn ef þeir gerðu samning við starfsmannaleigu og greiddu eins og þær gera byrjunarlaun unglinga. Slepptu orlofi, lífeyrisréttindum, löghelgum frídögum, orlofi, launum vegna veikinda og yfirvinnuálagi þegar farið sé yfir 40 tíma á viku, ásamt öðrum kostnaði eins og starfsaðstöðu.
Ég hélt því fram í nóvember síðastliðnum hér á þessari síðu að 10 millj. kr. á aðstoðarmann væri algjört lágmark þegar heildarkostnaður er metinn. 35 aðstoðarmenn alþingismanna myndu kosta amk 350 - 400 millj. kr. á ári. Sú tala er að koma upp á borðið núna. En þingmenn og ekki síður ráðherrar ljúga hiklaust að almenning til þess að réttlæta kostnað sem snertir þeirra eigin skinn.
Sama var upp á teningunum þegar eftirlaunafrumvarpi var rúllað yfir borðið niður í Alþingi, þingmenn og ráðherrar sögðu að það myndu sparast peningar með þessu, kostnaður gæti farið í sérstökum tilfellum upp í 6 millj kr. Bendi þar sérstaklega á ummæli hina öflugu fjármálaspekinga og sannleikselskandi þingmanna Sigurðar Kára, Péturs Blöndal og Davíðs Oddssonar. Við mættum niður á Austurvöll og mótmæltum og héldum því fram að kostnaðuru yrði aldrei minni en 600 millj. kr. Það hefur staðist upp á krónu.
Samkvæmt útreikningum hagdeildar Samtaka atvinnulífsins má leggja umframlífeyriskjör þingmanna að jöfnu við 23 - 35% mánaðarlega launauppbót. Umframlífeyriskjör ráðherra sem gegnir embætti í þrjú kjörtímabil eru ígildi 85 -102 m.kr. miða við verðlag 2007 og starfslokagreiðslu og 66 - 79% mánaðarlegrar launauppbótar. Umframlífeyriskjör forsætisráðherra sem situr í tvö kjörtímabil eru ígildi 113 m.kr. starfslokagreiðslu miða við verðlag 2007 eða 122% launauppbótar.
Þegar samið er um laun á almennum markaði er ætið tekið mið að heildarlaunakostnaði fyrirtækjanna. Þegar þingmenn fjalla aftur á móti um sín launakjör fjalla þeir ætíð einungis um lágmarkslaunataxta, þ.e.a.s. þingfararkaup um hálfa milljón kr. Í raun eru laun þingmanna helmingi hærri eða vel yfir 1 millj. kr. á mán. að jafnaði og laun ráðherra vel yfir 2 millj. kr.
Við eigum þetta svo sem skilið, við kusum þetta lið á þing, og það er gert stólpagrín af íslenskum stjórnmálamönnum hér niður í Skandinavíu þar sem eru fullvalda ríki í góðu samstarfi innan ESB með stöðugan gjaldmiðil, lága vexti og töluvert lægra dagvöruverð og veita um 3 millj. launamönnum frá austur Evrópu vinnu. Norræna módelið hefur valtað yfir frjálshyggjuna og hið bandaríska misrétti.
þriðjudagur, 13. maí 2008
Sjálftaka úr ríkissjóð
Undanfarna daga hafa þingmenn og ráðherrar upplýst landsmenn um að þeir svífast einskis þegar kemur að eigin launum og kjörum. Þegar Ingibjörg Sólrún ætlar að rífa málið upp úr því fari sem þingmenn Sjálfstæðisflokkisns hafa haldið því þá koma fram aðrir þingmenn og vilja halda sínu og gera gis af Ingibjörgu.
Í umræðum undanfarna daga hefur komið fram að meðfram eftirlaunalögum voru laun hluta þingheims aukin um þriðjung. Kostnaður við þennan gjörning var 600 millj. kr. úr ríkissjóð ekki 6 millj. eins og Davíð hélt fram þegar hann rúllaði frumvarpinu í gegn.
Þegar þingmenn ræða laun sín þá benda þeir ætíð á Kjararáð sem var skipað til þess að ákvarða laun þingheims. Kjararáð hefur ætíð miðað við prósentuhækkanir lægstu launa í almennum kjarasamningum. Eins og almenningur veit þá hefur sú prósentutala ætíð verið töluvert hærri en almennar hækkanir. Kjararáð tekur ekki tillit til hækkana á sambærilegum launum. Enda hafa laun þingmanna hækkað töluvert meir en annarra launamanna. Þessu fyrirkomulagi hefur ítrekað verið mótmælt bæði af samtökum launamanna og fyrirtækja.
Þessu til viðbótar hafa svo þingmenn og þá sérstaklega ráðherrar ástundað freklega sjálftöku úr ríkissjóð, eins og t.d. Guðjón form. Frjálslyndra hefur viðurkennt í fjölmiðlum undanfarið, en reynir svo að draga fjöður yfir þetta með því að halda því fram að laun almennra þingmanna hafi lækkað við þennan gjörning.
Það blasir við alþjóð spilling í Alþingishúsinu þegar þingmenn fjalla um eigin kjör. Ef þeir eru svo spurðir um hvaða laun þeir hafi, svara þeir ætíð með strípuðu þingfararkaupi. Hagfræðingur SA reiknaði það út fyrir nokkru og birti á vef SA, að þessi sjálftaka þingmanna úr ríkissjóð jafngilti allt að 40% launahækkun. Eftirlaunaréttindi ráðherra jafngiltu hundruð milljóna króna starfslokasamning. Um þetta hef ég fjallað ítarlega hér í fyrri pistlum.
Og nú neita þeir að lagfæra þetta og bera fyrir sig stjórnarskrá og reyna að koma höggi á Ingibjörgu fyrir að fara fram með málið!! Þingmenn belgja sig út þegar þeir mæta í fjölmiðla og fjalla um launamál almennings. Setja upp ábyrgðarsvipinn sinn og segja; Nú verða almennir launamenn að sýna ábyrgð og raska ekki stöðugleikanum.
Það sem er ótrúlegast af öllu er þegar kjarasamningar standa yfir og farið yfir niðurstöður, eru það ætíð þingmenn sem eru kallaðir í Silfrin, Kastljósin og fréttirnar til þess að fara yfir kjaramálin. Fyrir okkur sem þekkjum til samninga, aðdraganda þeirra og umgjörð, þá eru þessi viðtöl og umræður það pínlegasta sem maður hlustar á. Það sem þingmenn hafa að segja um kjarasamninga og launakjör er þvílík endaleysa og byggt á svo ótrúlegu skilningsleysi og þekkingarskorti, að maður stendur alltaf upp og slekkur á sjónvarpinu eða skiptir yfir á fótboltarásina.
Í umræðum undanfarna daga hefur komið fram að meðfram eftirlaunalögum voru laun hluta þingheims aukin um þriðjung. Kostnaður við þennan gjörning var 600 millj. kr. úr ríkissjóð ekki 6 millj. eins og Davíð hélt fram þegar hann rúllaði frumvarpinu í gegn.
Þegar þingmenn ræða laun sín þá benda þeir ætíð á Kjararáð sem var skipað til þess að ákvarða laun þingheims. Kjararáð hefur ætíð miðað við prósentuhækkanir lægstu launa í almennum kjarasamningum. Eins og almenningur veit þá hefur sú prósentutala ætíð verið töluvert hærri en almennar hækkanir. Kjararáð tekur ekki tillit til hækkana á sambærilegum launum. Enda hafa laun þingmanna hækkað töluvert meir en annarra launamanna. Þessu fyrirkomulagi hefur ítrekað verið mótmælt bæði af samtökum launamanna og fyrirtækja.
Þessu til viðbótar hafa svo þingmenn og þá sérstaklega ráðherrar ástundað freklega sjálftöku úr ríkissjóð, eins og t.d. Guðjón form. Frjálslyndra hefur viðurkennt í fjölmiðlum undanfarið, en reynir svo að draga fjöður yfir þetta með því að halda því fram að laun almennra þingmanna hafi lækkað við þennan gjörning.
Það blasir við alþjóð spilling í Alþingishúsinu þegar þingmenn fjalla um eigin kjör. Ef þeir eru svo spurðir um hvaða laun þeir hafi, svara þeir ætíð með strípuðu þingfararkaupi. Hagfræðingur SA reiknaði það út fyrir nokkru og birti á vef SA, að þessi sjálftaka þingmanna úr ríkissjóð jafngilti allt að 40% launahækkun. Eftirlaunaréttindi ráðherra jafngiltu hundruð milljóna króna starfslokasamning. Um þetta hef ég fjallað ítarlega hér í fyrri pistlum.
Og nú neita þeir að lagfæra þetta og bera fyrir sig stjórnarskrá og reyna að koma höggi á Ingibjörgu fyrir að fara fram með málið!! Þingmenn belgja sig út þegar þeir mæta í fjölmiðla og fjalla um launamál almennings. Setja upp ábyrgðarsvipinn sinn og segja; Nú verða almennir launamenn að sýna ábyrgð og raska ekki stöðugleikanum.
Það sem er ótrúlegast af öllu er þegar kjarasamningar standa yfir og farið yfir niðurstöður, eru það ætíð þingmenn sem eru kallaðir í Silfrin, Kastljósin og fréttirnar til þess að fara yfir kjaramálin. Fyrir okkur sem þekkjum til samninga, aðdraganda þeirra og umgjörð, þá eru þessi viðtöl og umræður það pínlegasta sem maður hlustar á. Það sem þingmenn hafa að segja um kjarasamninga og launakjör er þvílík endaleysa og byggt á svo ótrúlegu skilningsleysi og þekkingarskorti, að maður stendur alltaf upp og slekkur á sjónvarpinu eða skiptir yfir á fótboltarásina.
mánudagur, 12. maí 2008
Esjan
Hér sést hvar farið er af aðalleiðinni upp á Þverfellshornið og yfir á skógargötuna upp í Gunnlaugsskarð. Gengið er gegnum skóginn og síðan upp ásana upp í skarðið
Vilji maður ástunda útvist er nauðsynlegt að vera í þokkalegu gönguformi. Ganga eftir malbikuðum stígum eða skokk er fínt en það þarf að þjálfa fleiri vöðva, annars er hætta við harkalegum harðsperrum. Það er uppstigið sem kallar á lítt notaða vöðva og svo ekki síður niðurgangan, sem verður oft erfiði parturinn þegar gengið er á fjöll. Þá eru notaðir vöðvar á framanverðum lærum sem fá sjaldan notkun.
Skokkarar hafa sumir hverjir farið flatt á því að skella sér úr hlaupaskónum í gönguskónna. Hreyfingin er allt öðruvísi. Ónotaðir gönguskór, þó vandaðir séu, geta skafið af skinn á nokkrum kílómetrum. Sérstaklega ef maður er með bakpoka eða aðrar birgðar. Í sambandi við búnað er einnig ástæða að benda á að íslenskt veður getur skipt um skoðun á svipstundu og skellt sér úr sólkinsblíðu yfir í úrhellisrigningu, jafnvel slyddu sé maður fyrir ofan 500 m hæð. Þá verða bómullarbolir gegnblautir af svita að mannsdrápstækjum, verða eins og ísmolar og draga til sín feykilega alla orku. Bómullarbólir eru fín innanhústæki og til þess að pússa bílana þegar þeir eru bónaðir, en eiga ekkert erindi á fjöll.
Það getur verið freistandi að hlaupa við fót niður fjöllin, það kallar á gríðarlega áreynslu á hnjám og bíður heim mikilli hættu á langvinnum hnjámeiðslum, sem er algengasta fótamein gangara. Veljið frekar rólega göngu niður og notið stafi til þess að taka við hluta af niðurstigsátakinu. Stafir eru mjög gott tæki í göngur, með réttri notkun má flytja allt að 30% orkubrunans yfir á handleggi og brjóstvöðva. Einnig eru stafirnir góðir til þess að halda jafnvægi í ósléttri götunni og svo maður tali nú ekki um þegar stökkva þarf yfir læki.
Esjan er besta þjálfunarsvæði höfuðborgarbúa. Hún býður upp á alhliða þjálfun fyrir alla gönguvöðva. Reglulegar göngur auka þol, styrkja stoðkerfið og eyða með því bakverkjum. Æðakerfið og hjartað fær líka lífsnauðsynlega keyrslu. Sérfræðingar segja að göngur séu langbesta og árangursríkasta geðlyf sem fundið hefur verið upp, og fjallgöngur það hraðvirkasta. Flestar bækur um geðrækt byrja á því að benda fólki á að ef það vilji ná valdi á vandamálum hugans þurfi líkamsorku. Esjan er gjaldfrjáls og án virðisaukaskatts. Líkamsræktarstöð opin allt árið - allan sólarhringinn, eitt af því fáa sem ekki hefur verið skattlagt.
Þverfellshornið er 770 m hátt, nokkuð austar er Gunnlaugsskarð, vestan í Kistufellinu sem er 843 m hátt. Ef maður sleppir að klifra alla leið upp þá er farið í um 650 m. hæð.
Þverfellshorn Esjunnar er langalgengasta leiðin, enda góðar götur þar upp og fleiri en eina leið að velja. Þverfellshornið er skylduganga hjá allmörgum a.m.k. einu sinni í mánuði og sumir fara a.m.k. einu sinni í viku allt árið þegar fært er. Það er helst hálka efst í fjallinu sem hamlar ferð. Akureyringar hafa sínar Súlur og flestir bæir hafa sitt bæjarfjall.
Það er ekki nauðsynlegt að klifra síðustu metrana upp klettana í hverri ferð sem farin er á Esjuna. Sérstaklega ef ferðin er eingöngu til þjálfunar og aukins þols. Ég fer oftast bröttu leiðina upp og þegar komið er upp að Steini, fer ég niður hina leiðina og læt klettana eiga sig. Það er fínt að fara á vorin einu sinni í viku og taka svo 3 ferðir á viku þegar maður tekur lokasprettinn.
Þeir sem komast þennan hring án hvíldar á tíma innan við 2 klst. og er ekki aðframkomið að því loknu, er klárt í flestar algengar gönguleiðir þar með talið Hvannadalshnjúkinn. Ég hef farið þrisvar á Hnjúkinn, komst reyndar ekki alla leið í eitt skiptið, lentum í ofsaveðri þegar upp á hásléttuna var komið.
Skógargatan fyrir ofan Mógilsá er skemmtileg. Stafirnir góðu í forgrunni.
Mér finnst reyndar leiðin upp í gegnum skóginn upp í Gunnlaugsskarð skemmtilegust og fara svo eftir jeppaslóðanum þar uppfrá yfir í göturnar sem liggja á Þverfellshornið og þar niður.
En þessar leiðir nýtast ekki bara til þjálfunar fyrir fjallgöngur. Esjan býður upp á frábæra alhliða líkamsrækt, með góðri aftengingu frá amstri hvunndagsins í frísku fjallaloftinu.
sunnudagur, 11. maí 2008
Sparnaður ríkissjóðs á kostnað heimilanna
Það er ekki komist hjá því að gera athugasemdir við annars prýðilegan málflutning utanríkisráðherra. Hún hrósar sér og öðrum í ríkisstjórninni fyrir að hafa sparað ríkissjóð ómældar upphæðir við það hafa dregið að gera ráðstafanir til þess að grynnka hið djúpa fall efnahagslífsins.
Jú það er klárleg hárrétt. En það er ástæða að minna ráðherra á að á sama tíma og ráðherrar gerðu ekkert, þurftu heimilin að punga út umtalsverðum upphæðum og munu sitja í óþarflega djúpri skuldasúpu í allmörg ár. Eigum við að þakka ráðherrum okkar fyrir það? Skiptir efnahagsstaða heimilanna ráðherrana engu?
Ástæða er að halda því til haga að verulegur hluti þessarar stöðu sem þjóðin situr í er heimatilbúin sakir slakrar efnahagstjórnunar undanfarinna ára, eins og margítrekað hefur komið fram á undanförnum vikum. Reyndar var utanríkisráðherra og samferðarfólk hennar ekki með í för þeirra sem smíðuðu þetta heimskítsmát í efnahagsstjórninni. Þess vegna eru þessi skilaboð kaldranlegri. Við almenningur kunnum ekki að meta svona kaldhæðni.
Hér er ástæða að bæta aðeins við textann eftir að hafa lesið athugasemdir. Það er rétt að ég á að orða þetta nákvæmar. Þessi aðferð bitnar langverst á þeim sem verst eru staddir og var nú kannski nóg komið í þeim efnum. Þar sem þeir hafa fengið 7% skattahækkanir umfram þá sem hærri tekjurnar hafa. Þetta er hluti hinnar skipulögðu eignatilfærslu sem hefur staðið yfir undanfarin ár.
Hvað varðar boðskap um afnám eftirlaunalaga, þá er það eina sem hefur komið fram hjá ráðherrum að þeir ætli að afnema þann skafáanka að eftirlaunagæðingarnir geti samtímis verið á launum á kostnað almennings og eftirlaunum úr vösum sama almennings. Ef það er rétt skilið hjá mér, þá dugar sú leiðrétting hvergi nærri. Það eru mun fleiri en stjórnmálamenn sem búa við það að eiga þá áhættu að missa vinnuna. Allmargir eru t.d. að missa vinnuna þessa dagana vegna slakra vinnubragða stjórnmálamanna.
Það er móðgun við heilbrigða hugsun að slakt atvinnuöryggi stjórnmálamanna réttlæti allt að tífallt hraðari ávinnslu lífeyrisréttinda þeirra umfram almenning. Þessi eftirlaunasjóður og annað í þeirri kampavínskreyttu og vernduðu bómullarveröld sem stjórnmálamenn hafa búið sér, hefur skilað sé í sífellt slakari vinnubrögðum. Það væri kannski von til betri vinnubragða ef þeir byggju við eins mánaðar uppsagnarfrest eins og almenningur og ættu auk þess á hættu að vera sendir heim samtímis og þeim væri rétt uppsagnarbréfið, eins og margir eru að gera þessa dagana og eiga það þakka engu öðru en einmitt slöppum vinnubrögðum stjórnmálamanna.
Það sjáum við við svo greinilega í stöðu efnahagsmála og ekki síður í því að við nýlegar rannsóknir kemur fram að allt að 30% af lagafrumvörpum stangast á við stjórnarskrá eða gildandi lög!! Og svör ráðherra hafa verið svo einstaklega traustvekjandi, "Nú þá breytum við bara stjórnarskránni"
Í lokin hvers vegna þarf gjörvöll þjóðinn ítrekað að standa í hávaðasömum mótmælum og látum mánuðum jafnvel árum til þess að fá ríkisstjórnir þessa lands að fara að settum lögum, reglum og jafnræði borgaranna
Hér á ég m.a. við Eyjabakkamálið, Fjölmiðlalögin, Stjórnarskrárbreytingar, Þjóðaratkvæði og Eftirlaunalögin.
Jú það er klárleg hárrétt. En það er ástæða að minna ráðherra á að á sama tíma og ráðherrar gerðu ekkert, þurftu heimilin að punga út umtalsverðum upphæðum og munu sitja í óþarflega djúpri skuldasúpu í allmörg ár. Eigum við að þakka ráðherrum okkar fyrir það? Skiptir efnahagsstaða heimilanna ráðherrana engu?
Ástæða er að halda því til haga að verulegur hluti þessarar stöðu sem þjóðin situr í er heimatilbúin sakir slakrar efnahagstjórnunar undanfarinna ára, eins og margítrekað hefur komið fram á undanförnum vikum. Reyndar var utanríkisráðherra og samferðarfólk hennar ekki með í för þeirra sem smíðuðu þetta heimskítsmát í efnahagsstjórninni. Þess vegna eru þessi skilaboð kaldranlegri. Við almenningur kunnum ekki að meta svona kaldhæðni.
Hér er ástæða að bæta aðeins við textann eftir að hafa lesið athugasemdir. Það er rétt að ég á að orða þetta nákvæmar. Þessi aðferð bitnar langverst á þeim sem verst eru staddir og var nú kannski nóg komið í þeim efnum. Þar sem þeir hafa fengið 7% skattahækkanir umfram þá sem hærri tekjurnar hafa. Þetta er hluti hinnar skipulögðu eignatilfærslu sem hefur staðið yfir undanfarin ár.
Hvað varðar boðskap um afnám eftirlaunalaga, þá er það eina sem hefur komið fram hjá ráðherrum að þeir ætli að afnema þann skafáanka að eftirlaunagæðingarnir geti samtímis verið á launum á kostnað almennings og eftirlaunum úr vösum sama almennings. Ef það er rétt skilið hjá mér, þá dugar sú leiðrétting hvergi nærri. Það eru mun fleiri en stjórnmálamenn sem búa við það að eiga þá áhættu að missa vinnuna. Allmargir eru t.d. að missa vinnuna þessa dagana vegna slakra vinnubragða stjórnmálamanna.
Það er móðgun við heilbrigða hugsun að slakt atvinnuöryggi stjórnmálamanna réttlæti allt að tífallt hraðari ávinnslu lífeyrisréttinda þeirra umfram almenning. Þessi eftirlaunasjóður og annað í þeirri kampavínskreyttu og vernduðu bómullarveröld sem stjórnmálamenn hafa búið sér, hefur skilað sé í sífellt slakari vinnubrögðum. Það væri kannski von til betri vinnubragða ef þeir byggju við eins mánaðar uppsagnarfrest eins og almenningur og ættu auk þess á hættu að vera sendir heim samtímis og þeim væri rétt uppsagnarbréfið, eins og margir eru að gera þessa dagana og eiga það þakka engu öðru en einmitt slöppum vinnubrögðum stjórnmálamanna.
Það sjáum við við svo greinilega í stöðu efnahagsmála og ekki síður í því að við nýlegar rannsóknir kemur fram að allt að 30% af lagafrumvörpum stangast á við stjórnarskrá eða gildandi lög!! Og svör ráðherra hafa verið svo einstaklega traustvekjandi, "Nú þá breytum við bara stjórnarskránni"
Í lokin hvers vegna þarf gjörvöll þjóðinn ítrekað að standa í hávaðasömum mótmælum og látum mánuðum jafnvel árum til þess að fá ríkisstjórnir þessa lands að fara að settum lögum, reglum og jafnræði borgaranna
Hér á ég m.a. við Eyjabakkamálið, Fjölmiðlalögin, Stjórnarskrárbreytingar, Þjóðaratkvæði og Eftirlaunalögin.
laugardagur, 10. maí 2008
Við sem borgum viljum líka
Maður er óhjákvæmilega hugsi eftir ráðningu Jakobs til þess að setja í gang herferð til þess að bjarga miðbænum. Af hverju er miðbærinn í þeirri stöðu að hann þurfi einhverja sérstaka björgun. Svarið er ráðaleysi og ekki síður stefnuleysi borgarstjórnarmanna á undanförnum árum. Þeir hafa ekki getað unað hvor öðrum að taka á vandanum og komið ítrekað í veg fyrir að stefna sé mótuð og henni fylgt.
En svarið er ekki síður að finna hjá íbúum miðbæjarins og fyrirtækjum þar. Af hverju þarf borgin að sjá öll þrif þar? Ekki gerir hún það úthverfunum, þar taka menn sjálfir til í kringum sig og laga sín hús og garða. Þannig er það alla vega í mínu hverfi í Grafarvoginum. Menn kæmust einfaldlega ekki upp með þann sóðaskap sem maður sér víða í miðbænum.
Af hverju eigum við sem í úthverfunum búum endilega að una því að ráðinn sé sérstakur maður til þess að eyða tugum milljóna ef ekki hundruðum, til þess að gera eitthvað sérstakt í miðbænum? Eigum við ekki sama rétt? Þungaviktarmennirnir í skattgreiðslum búa í úthverfunum. Þar á ég við millistéttirnar.
Það er margt sem við gætum hugsað okkur að gera í Grafarvoginum, ef við fengjum að ráða sérfræðing með fjárheimildir til þess að drífa í því.
Ég vill skipta um lið í borgarstjórn, það kann ekkert annað en að standa í vegi fyrir hvort öðru með útúrsnúningum og verkefnin liggja óleyst um alla borg. Það er svo komið að það nær sér ekki upp úr þeim hjólförum sem það er í og búið aðvera þetta kjörtímabil. Þar fer hæst hefnigirni.
En svarið er ekki síður að finna hjá íbúum miðbæjarins og fyrirtækjum þar. Af hverju þarf borgin að sjá öll þrif þar? Ekki gerir hún það úthverfunum, þar taka menn sjálfir til í kringum sig og laga sín hús og garða. Þannig er það alla vega í mínu hverfi í Grafarvoginum. Menn kæmust einfaldlega ekki upp með þann sóðaskap sem maður sér víða í miðbænum.
Af hverju eigum við sem í úthverfunum búum endilega að una því að ráðinn sé sérstakur maður til þess að eyða tugum milljóna ef ekki hundruðum, til þess að gera eitthvað sérstakt í miðbænum? Eigum við ekki sama rétt? Þungaviktarmennirnir í skattgreiðslum búa í úthverfunum. Þar á ég við millistéttirnar.
Það er margt sem við gætum hugsað okkur að gera í Grafarvoginum, ef við fengjum að ráða sérfræðing með fjárheimildir til þess að drífa í því.
Ég vill skipta um lið í borgarstjórn, það kann ekkert annað en að standa í vegi fyrir hvort öðru með útúrsnúningum og verkefnin liggja óleyst um alla borg. Það er svo komið að það nær sér ekki upp úr þeim hjólförum sem það er í og búið aðvera þetta kjörtímabil. Þar fer hæst hefnigirni.
föstudagur, 9. maí 2008
Útvistun verkefna ekki starfsmanna
Síminn færði á sínum tíma allnokkuð af rekstri sínum yfir í nokkur undirfyrirtæki, þar á meðal Mílu. Það fyrirtæki hefur séð um þjónustu tenginga fyrir notendur símakerfisins. Undanfarið Míla verið að smá saman verið að fækka starfsstöðvum sínum út á landi, Ísafirði, Blönduós, Akureyri, Húsavík, Egilsstaðir, Höfn og Selfoss. Við verkefnum hafa tekið rafverktakafyrirtæki. Í sjálfu sér ekkert óeðlilegt og ætti að geta gengið fínt.
En það er nú svo þegar um er að ræða starfsmenn, sem hafa árum saman jafnvel áratugum, er rétt uppsagnarbréf þá bregður þeim við og fyllast óöryggi. Þeir sem hafa haft eitthvað með svona mál að gera þekkja þessi viðbrögð ákaflega vel. Einhverra hluta vegna virðist það vera svo í nokkrum tilfellum að þessi þekking sé ekki til staðar hjá starfsmannastjórum. Ekki síst þeim sem hafa staldrað stutt við á vinnumarkaði sem launamenn og einhvörðungu ástundað stjórnunarstörf að loknu háskólanámi.
Það er allavega ekki rétt aðferð að rétta fólki uppsagnarbréf fyrirvaralaust og án útskýringa. Stundum skilaboðum um að viðkomandi eigi að hefja störf hjá tilteknu fyrirtæki. Oft er það svo að fyrirtækin átta sig ekki á að það eru tiltekin verkefni sem verið er að selja út úr fyrra fyrirtæki til annarra fyrirtækja, það er ekki verið að selja starfsfólk. Mansal hefur verið bannað hér á landi um allangt skeið.
Þetta minnir mann soldið á þegar stjórnmálamenn ræða um að selja Rás 2. Hvað er Rás 2? Það er ekki bara einhverjir takkar og segulbandstæki.
Rafiðnaðarfyrirtæki eru fyrst og síðast starfsfólk og þekking þess. Fólk með tilfinningar, skoðanir og vill hafa ákvörðunarvald sjálft með það hvar það vinnur. Fólk sem fyllist óöryggi þegar það eftir áratugastarf er réttur einhver miði sem á stendur; Þér er hér með sagt upp störfum. Takk fyrir gott samstarf. Hafðu það gott í framtíðinni. Stundum mæta svo forsvarsmenn fyrirtækjanna í fjölmiðla og gera lítið úr fólkinu í beinni útsendingu eins og forstjóri HB Granda gerði svo eftirminnilega nýverið.
Í vinnurétti er ákvæði um að ráðningarsamningur sé persónubundinn. Atvinnurekandi getur ekki framselt ráðningarsamning til annars atvinnurekanda gegn vilja starfsmannsins. Starfsmaðurinn verður að vera því samþykkur. Lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti eru sett til að verja réttarstöðu starfsmanna þegar þeir hefja störf hjá nýjum eigendum. Þau eru ekki sett til að tryggja rétt atvinnurekenda til að yfirtaka starfsfólk gegn vilja þess. Starfsmaður þarf að samþykkja að hefja störf hjá nýjum atvinnurekanda. Samþykki starfsmaðurinn ekki að flytja sig til nýs aðila, á hann rétt á því að fá uppsagnarfrest sinn greiddan frá þeim atvinnurekanda sem hann réð sig til.
Vilji starfsmaður ekki hefja störf hjá nýjum atvinnurekanda nær skylda hans til þess að vinna áfram hjá gamla atvinnurekandanum út uppsagnarfrestinn. Hafi sá atvinnurekandi engin störf fyrir starfsmanninn, ber hann samt sem áður ábyrgð á því að starfsmaðurinn fái laun á uppsagnarfresti.
Starfsmaður á alltaf rétt á launum frá gamla atvinnurekandanum út uppsagnarfrestinn. Hann býður fram vinnuframlag sitt hjá aðila sem getur ekki nýtt sér það. Það er ekki mál starsmannsins.
Eins og margoft hefur komið fram hafa launamenn viljað setja ákveðnar leikreglur umþessi mál. En ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa ætíð vikið sér undan því. Það þarf að tryggja að mannleg samskipti séu með eðlilegum hætti. Eins og ég hef sagt þetta getur allt verið eðlilegt, en það er bara ekki alveg sama hvernig staðið er að því.
En það er nú svo þegar um er að ræða starfsmenn, sem hafa árum saman jafnvel áratugum, er rétt uppsagnarbréf þá bregður þeim við og fyllast óöryggi. Þeir sem hafa haft eitthvað með svona mál að gera þekkja þessi viðbrögð ákaflega vel. Einhverra hluta vegna virðist það vera svo í nokkrum tilfellum að þessi þekking sé ekki til staðar hjá starfsmannastjórum. Ekki síst þeim sem hafa staldrað stutt við á vinnumarkaði sem launamenn og einhvörðungu ástundað stjórnunarstörf að loknu háskólanámi.
Það er allavega ekki rétt aðferð að rétta fólki uppsagnarbréf fyrirvaralaust og án útskýringa. Stundum skilaboðum um að viðkomandi eigi að hefja störf hjá tilteknu fyrirtæki. Oft er það svo að fyrirtækin átta sig ekki á að það eru tiltekin verkefni sem verið er að selja út úr fyrra fyrirtæki til annarra fyrirtækja, það er ekki verið að selja starfsfólk. Mansal hefur verið bannað hér á landi um allangt skeið.
Þetta minnir mann soldið á þegar stjórnmálamenn ræða um að selja Rás 2. Hvað er Rás 2? Það er ekki bara einhverjir takkar og segulbandstæki.
Rafiðnaðarfyrirtæki eru fyrst og síðast starfsfólk og þekking þess. Fólk með tilfinningar, skoðanir og vill hafa ákvörðunarvald sjálft með það hvar það vinnur. Fólk sem fyllist óöryggi þegar það eftir áratugastarf er réttur einhver miði sem á stendur; Þér er hér með sagt upp störfum. Takk fyrir gott samstarf. Hafðu það gott í framtíðinni. Stundum mæta svo forsvarsmenn fyrirtækjanna í fjölmiðla og gera lítið úr fólkinu í beinni útsendingu eins og forstjóri HB Granda gerði svo eftirminnilega nýverið.
Í vinnurétti er ákvæði um að ráðningarsamningur sé persónubundinn. Atvinnurekandi getur ekki framselt ráðningarsamning til annars atvinnurekanda gegn vilja starfsmannsins. Starfsmaðurinn verður að vera því samþykkur. Lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti eru sett til að verja réttarstöðu starfsmanna þegar þeir hefja störf hjá nýjum eigendum. Þau eru ekki sett til að tryggja rétt atvinnurekenda til að yfirtaka starfsfólk gegn vilja þess. Starfsmaður þarf að samþykkja að hefja störf hjá nýjum atvinnurekanda. Samþykki starfsmaðurinn ekki að flytja sig til nýs aðila, á hann rétt á því að fá uppsagnarfrest sinn greiddan frá þeim atvinnurekanda sem hann réð sig til.
Vilji starfsmaður ekki hefja störf hjá nýjum atvinnurekanda nær skylda hans til þess að vinna áfram hjá gamla atvinnurekandanum út uppsagnarfrestinn. Hafi sá atvinnurekandi engin störf fyrir starfsmanninn, ber hann samt sem áður ábyrgð á því að starfsmaðurinn fái laun á uppsagnarfresti.
Starfsmaður á alltaf rétt á launum frá gamla atvinnurekandanum út uppsagnarfrestinn. Hann býður fram vinnuframlag sitt hjá aðila sem getur ekki nýtt sér það. Það er ekki mál starsmannsins.
Eins og margoft hefur komið fram hafa launamenn viljað setja ákveðnar leikreglur umþessi mál. En ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa ætíð vikið sér undan því. Það þarf að tryggja að mannleg samskipti séu með eðlilegum hætti. Eins og ég hef sagt þetta getur allt verið eðlilegt, en það er bara ekki alveg sama hvernig staðið er að því.
Einstaklega vönduð stjórnsýsla
Einstaklega vönduð stjórnsýsla er sú einkunn sem viðskiptaráðherra gefur sjálfum sér og ríkisstjórninni. Þrátt fyrir að það blasi við að undanfarin ár hefur fjöldi aðila bent henni á að efnahagstjórnin sér ekki ásættanleg og mig minnir reyndar að núverandi viðskiptaráðherra hafi verið í þeim hóp og líklega fengið drjúgan hluta sinna atkvæða sakir þess málflutnings. Þessar vikurnar eru við að fá staðfestingu á að þessar ábendingar voru réttar. Það er að bitna á heimilum þessa lands ásamt fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og er undirrtót mótmæla verktaka á flutningabílum. Seðlabankastjóri og höfundur efnahagsstefnunnar viðurkennir loks í gær að það geti orðið alvarlegt ástand næstu 2 árin.
Efnahagsmistökin eru fólgin í því að bönkunum var sleppt lausum inn á byggingamarkaðinn og þennslan nýtt til þess að halda genginu háu. Ríkisstjórnin setti upp fölsuð leiktjöld um velgengni í efnhagsmálum og duldi almenning stöðunni með falinni verðbólgu . Öll munum við svör forvarsmanna stjórnarflokkanna í síðustu kosningabaráttu og hvernig þeir hreyttu ónotum í þá sem bentu á að ástandið væri ekki með þeim hætti sem ríkisstjórnin vildi að við trúðum.
Allt frá áramótum hafa aðilar vinnumarkaðs farið fram á að tekið yrði á vandanum til þess að lágmarka skaðann. Þeir gerðu kjarasamninga með það að markmiði að undirbúa þá lækningu. En ríkisstjórnin hefur sýnt einstakt ábyrgðarleysi, og ekki látið ná í sig og fremur lagst í heimsreisur en taka á vandanum. Það var fyrst í þessari viku sem fundurinn var haldinn. Á fundinum gerðist ekkert annað en að það fram kom að ríkisstjórnin hafði ekkert gert, nákvæmlega ekkert.
Afleiðingar efnahagstefnunnar birtast í því að Ísland getur ekki fengið erlend lán nema með afarkostum og ríkisstjórnin virðist ætla að bíða þangað til ástandið verði þannig að lánskjör verði betri. Niðurstaða fundarins var að næstu mánuði verði vandinn kortlagður, bíddu augnalok er það ekki búið að liggja á borðinu undanfarna mánuði!! Forsætisráðherra vill að við kennum einhverjum í útlöndum um hvernig komið er fyrir íslensku efnahagslífi. En öll vitum við að svo er ekki nema að litlum hluta og þegar Ísland getur fengið lán á venjulegum kjörum þá er vandinn horfinn. Ef farinn er leið ríkisstjórnarinnar verður holskeflan óþarflega djúp og vandinn lendir á heimilunum. Þau verða látin fjármagna lausn vandans.
Vill viðskiptaráðherra að við álítum að sé einstaklega vönduð vinnubrögð? Þessi ummæli viðskiptaráðherra eru óheppileg og segja okkur að það er ekki að ástæðulausu að fylgið hrynur af Samfylkingunni. Grandalausir hafa ráðherrar þvælst um heiminn í veizluhöldum með ræðum um vandamálalausnir í öðrum heimsálfum og undirritun viljayfirlýsinga um lausn á þeim vanda.
Á meðan hefur almenningur hér heima fylgst því með hvernig leiktjöldin hafa fallið hvert af öðru og nakinn veruleiki efnahagsvandans blasir við. Það eru ummæli ráðherra Samfylkingarinnar að undanförnu sem valda því að Sjálfstæðisflokknum er enn einu sinni að takast að láta samstarfsflokk axla ábyrgð á efnahagsstefnu fyrri ríkisstjórna, jafnvel þó hann hafi ekki verið þátttakandi í því máli.
Þetta er leitt því viðskiptaráðherra og aðstoðarmaður hans hafa sýnt að þeir geta svo mikið meir.
Efnahagsmistökin eru fólgin í því að bönkunum var sleppt lausum inn á byggingamarkaðinn og þennslan nýtt til þess að halda genginu háu. Ríkisstjórnin setti upp fölsuð leiktjöld um velgengni í efnhagsmálum og duldi almenning stöðunni með falinni verðbólgu . Öll munum við svör forvarsmanna stjórnarflokkanna í síðustu kosningabaráttu og hvernig þeir hreyttu ónotum í þá sem bentu á að ástandið væri ekki með þeim hætti sem ríkisstjórnin vildi að við trúðum.
Allt frá áramótum hafa aðilar vinnumarkaðs farið fram á að tekið yrði á vandanum til þess að lágmarka skaðann. Þeir gerðu kjarasamninga með það að markmiði að undirbúa þá lækningu. En ríkisstjórnin hefur sýnt einstakt ábyrgðarleysi, og ekki látið ná í sig og fremur lagst í heimsreisur en taka á vandanum. Það var fyrst í þessari viku sem fundurinn var haldinn. Á fundinum gerðist ekkert annað en að það fram kom að ríkisstjórnin hafði ekkert gert, nákvæmlega ekkert.
Afleiðingar efnahagstefnunnar birtast í því að Ísland getur ekki fengið erlend lán nema með afarkostum og ríkisstjórnin virðist ætla að bíða þangað til ástandið verði þannig að lánskjör verði betri. Niðurstaða fundarins var að næstu mánuði verði vandinn kortlagður, bíddu augnalok er það ekki búið að liggja á borðinu undanfarna mánuði!! Forsætisráðherra vill að við kennum einhverjum í útlöndum um hvernig komið er fyrir íslensku efnahagslífi. En öll vitum við að svo er ekki nema að litlum hluta og þegar Ísland getur fengið lán á venjulegum kjörum þá er vandinn horfinn. Ef farinn er leið ríkisstjórnarinnar verður holskeflan óþarflega djúp og vandinn lendir á heimilunum. Þau verða látin fjármagna lausn vandans.
Vill viðskiptaráðherra að við álítum að sé einstaklega vönduð vinnubrögð? Þessi ummæli viðskiptaráðherra eru óheppileg og segja okkur að það er ekki að ástæðulausu að fylgið hrynur af Samfylkingunni. Grandalausir hafa ráðherrar þvælst um heiminn í veizluhöldum með ræðum um vandamálalausnir í öðrum heimsálfum og undirritun viljayfirlýsinga um lausn á þeim vanda.
Á meðan hefur almenningur hér heima fylgst því með hvernig leiktjöldin hafa fallið hvert af öðru og nakinn veruleiki efnahagsvandans blasir við. Það eru ummæli ráðherra Samfylkingarinnar að undanförnu sem valda því að Sjálfstæðisflokknum er enn einu sinni að takast að láta samstarfsflokk axla ábyrgð á efnahagsstefnu fyrri ríkisstjórna, jafnvel þó hann hafi ekki verið þátttakandi í því máli.
Þetta er leitt því viðskiptaráðherra og aðstoðarmaður hans hafa sýnt að þeir geta svo mikið meir.
fimmtudagur, 8. maí 2008
Hittumst í Karphúsinu Kjartan.
Iðnaðarmenn eru þessa dagana að reyna að ná kjarasamning við Orkuveitu Reykjavíkur og ekkert gengur. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara á föstudaginn vegna þess að svör höfðu ekki borist frá samninganefnd OR í þrjár vikur.
Það er víst að iðnaðarmenn OR taka ummælum stjórnarformanns OR í hádegisútvarpinu í dag fagnandi um laun og launakjör hjá Reykjavíkurborg og stofnunum borgarinnar. Reyndar virðist oft vera svo þegar stjórnmálamenn eru annarsvegar að þeir skilja glögglega á milli launa og kjara sinna og vildarvina og svo launa annarra starfsmanna. Þegar laun almennra starfsmenn hafa borið á góma þá eiga þeir að mati stjórnmálamanna að sína ábyrgð og ekki fara óvarlega með stöðugleikann og valda óþarfa verðbólgubáli.
Nú munu iðnaðarmenn OR vitanlega láta á það reyna í Karphúsinu hvort skoðun stjórnarformannins nái örugglega ekki líka yfir almenna starfsmenn þess fyrirtækis sem hann stjórnar. Stjórnarformanninum hefur ítrekað í fjölmiðlum verið tíðrætt um þau miklu auðæfi sem fólgin eru í starfsmönnum OR, 10 milljarða að mig minnir. Þessi auðæfi hafa m.a. leitt til ferðalaga stjórnarformannsins til annarra heimsálfa þar sem hann hefur falboðið þessa þekkingu.
En það er vitanlega einelti gagnvart stjórnmálamönnum að vera með athugasemdir um gerðir þeirra, eins og forsætisráðherra sagði þegar fréttamaður var svo ósvífin að spyrja hinn um hinn einstaklega vinalega eftirlaunassjóð sem ráðherrar sömdu við sjálfa sig um og greiða milliliðalaust til sín úr ríkissjóð.
Það er víst að iðnaðarmenn OR taka ummælum stjórnarformanns OR í hádegisútvarpinu í dag fagnandi um laun og launakjör hjá Reykjavíkurborg og stofnunum borgarinnar. Reyndar virðist oft vera svo þegar stjórnmálamenn eru annarsvegar að þeir skilja glögglega á milli launa og kjara sinna og vildarvina og svo launa annarra starfsmanna. Þegar laun almennra starfsmenn hafa borið á góma þá eiga þeir að mati stjórnmálamanna að sína ábyrgð og ekki fara óvarlega með stöðugleikann og valda óþarfa verðbólgubáli.
Nú munu iðnaðarmenn OR vitanlega láta á það reyna í Karphúsinu hvort skoðun stjórnarformannins nái örugglega ekki líka yfir almenna starfsmenn þess fyrirtækis sem hann stjórnar. Stjórnarformanninum hefur ítrekað í fjölmiðlum verið tíðrætt um þau miklu auðæfi sem fólgin eru í starfsmönnum OR, 10 milljarða að mig minnir. Þessi auðæfi hafa m.a. leitt til ferðalaga stjórnarformannsins til annarra heimsálfa þar sem hann hefur falboðið þessa þekkingu.
En það er vitanlega einelti gagnvart stjórnmálamönnum að vera með athugasemdir um gerðir þeirra, eins og forsætisráðherra sagði þegar fréttamaður var svo ósvífin að spyrja hinn um hinn einstaklega vinalega eftirlaunassjóð sem ráðherrar sömdu við sjálfa sig um og greiða milliliðalaust til sín úr ríkissjóð.
miðvikudagur, 7. maí 2008
Nútíma starfsmannastefna
Eitt af því sem aukinn frjálshyggja hefur leitt af sér er miskunarlaus starfsmannastefna. Við höfum séð þetta í vaxandi mæli hér á landi á undanförnum misserunum. Í Vikunni tók HB Grandi þá ákvörðun að reka fyrirvaralaust alla starfsmenn Síldarbræðslu Granda á Akranesi. Stafsmönnum var réttur miði þar sem stendur; Þér er hér með sagt upp störfum. Þér mun verða greiddur löglegur uppsagnarfrestur. Óskum þér hins besta í framtíðinni. Aðrar útskýringar fengust ekki.
Eggert Guðmundsson forstjóri mætir svo í viðtal við fjölmiðla og segir að nýir starfsmenn muni taka við og ekki sé óskað að eldri starfsmenn vinni uppsagnarfrestinn. Fyrirtæki viðhafa einungis svona vinnubrögð ef starfsmenn hafa unnið sér eitthvað alvarlegt til saka. Hvað er forstjórinn að gefa í skyn?
Um er að ræða starfsmenn með að baki yfir 2ja áratuga farsæl störf hjá fyrirtækinu. Fyrirvaralaust án nokkurra skýringa eru þeir sendir heim og nýir ráðnir. Þeir eru búnir að verja öllum sínum bestu starfsárum hjá fyrirtækinu. Þessir starfsmenn hafa staðið með fyrirtækinu í niðursveiflum, en eru nú komnir á seinni hluta starfsferils síns.
Forstjóranum finnst við hæfi í tilefni þessa að senda þeim tóninn í gegnum fjölmiðla og segja að hér sé um úrelta hluti, sem hann hafi ákveðið að henda. Honum dugar ekki að niðurlægja trygga starfsmenn sína til margra ára með fyrirvaralausri uppsögn án nokkurra skýringa. Hann mætir einnig í fjölmiðla og stráir salti í sárin og rýrir möguleika þeirra að komast í önnur störf. Þeir eru ekki nothæfir er forstjórinn að segja. Vinnubrögð fyrirtækisins og forstjórans er ódrengilegur rógburður.
Fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð. HB Grandi er stórt fyrirtæki og því ber skylda til þess að sjá til þess að menn sem hafa verið þátttakendur í uppbyggingu þess og tekið þátt í súru og sætu, geti lokið starfsferli sínum með reisn. Fyrirtækið getur ekki varpað þeirri ábyrgð á samfélagið. Það er nægilegt svigrúm innan veggja fyrirtækisins og þessir starfsmenn hafa byggt upp þá stöðu.
Í nýgerðum kjarasamningum er gert ráð fyrir að fyrirtækin verði að gera starfsmönnum sínum grein fyrir ástæðu uppsagna, og HB Granda ber að fara eftir því. Ef rekstur bræðslunnar á Akranesi gengur ekki vel, þá er næsta víst að ástæðnanna sé frekar að leita meðal stjórnenda fyrirtækisins en starfsmanna á gólfi. Sum fyrirtæki segjast fylgja svokallaðri mannauðsstefnu, en nokkur dæmi eru til um að íslenskir fyrirtækja rekendur snúa þeirri stefnu á haus.
Eggert Guðmundsson forstjóri mætir svo í viðtal við fjölmiðla og segir að nýir starfsmenn muni taka við og ekki sé óskað að eldri starfsmenn vinni uppsagnarfrestinn. Fyrirtæki viðhafa einungis svona vinnubrögð ef starfsmenn hafa unnið sér eitthvað alvarlegt til saka. Hvað er forstjórinn að gefa í skyn?
Um er að ræða starfsmenn með að baki yfir 2ja áratuga farsæl störf hjá fyrirtækinu. Fyrirvaralaust án nokkurra skýringa eru þeir sendir heim og nýir ráðnir. Þeir eru búnir að verja öllum sínum bestu starfsárum hjá fyrirtækinu. Þessir starfsmenn hafa staðið með fyrirtækinu í niðursveiflum, en eru nú komnir á seinni hluta starfsferils síns.
Forstjóranum finnst við hæfi í tilefni þessa að senda þeim tóninn í gegnum fjölmiðla og segja að hér sé um úrelta hluti, sem hann hafi ákveðið að henda. Honum dugar ekki að niðurlægja trygga starfsmenn sína til margra ára með fyrirvaralausri uppsögn án nokkurra skýringa. Hann mætir einnig í fjölmiðla og stráir salti í sárin og rýrir möguleika þeirra að komast í önnur störf. Þeir eru ekki nothæfir er forstjórinn að segja. Vinnubrögð fyrirtækisins og forstjórans er ódrengilegur rógburður.
Fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð. HB Grandi er stórt fyrirtæki og því ber skylda til þess að sjá til þess að menn sem hafa verið þátttakendur í uppbyggingu þess og tekið þátt í súru og sætu, geti lokið starfsferli sínum með reisn. Fyrirtækið getur ekki varpað þeirri ábyrgð á samfélagið. Það er nægilegt svigrúm innan veggja fyrirtækisins og þessir starfsmenn hafa byggt upp þá stöðu.
Í nýgerðum kjarasamningum er gert ráð fyrir að fyrirtækin verði að gera starfsmönnum sínum grein fyrir ástæðu uppsagna, og HB Granda ber að fara eftir því. Ef rekstur bræðslunnar á Akranesi gengur ekki vel, þá er næsta víst að ástæðnanna sé frekar að leita meðal stjórnenda fyrirtækisins en starfsmanna á gólfi. Sum fyrirtæki segjast fylgja svokallaðri mannauðsstefnu, en nokkur dæmi eru til um að íslenskir fyrirtækja rekendur snúa þeirri stefnu á haus.
þriðjudagur, 6. maí 2008
Blekkingar opinberast
Það er að renna upp fyrir stjórnvöldum sú ískalda staðreynda að athugasemdir stéttarfélaga við efnahagsstefnuna hefur verið rétt. Sama gildir um viðvaranir margra innlendra hagfræðinga. Undanfarið hafa komið hingað erlendir hagfræðingar sem benda hver á fætur öðrum á hvaða villigötum íslenskt efnahagslíf hefur verið.
Hannes Hólmsteinn elsti efnahagsráðgjafi!! undanfarinna ríkisstjórna hefur ritað margar blaðagreinar og eins fengið hingað helstu boðbera frjálshyggjunnar. Hann kynnti Prescott í fyrra sem sérfræðing í skattamálum sem hélt fram að við skiluðum ekki nægilega löngum vinnudegi.
Það var víðsfjarri sannleikanum sem Hólmsteinn hélt fram ásamt félögum að Prescott hafi fengið nóbelsverðlaun fyrir þekkingu sína í lækkun skatta. Hann fékk verðlaun fyrir stærðfræðilegt líkan af hagsveiflum. Sama var upp á teningunum þegar spaugarinn Laffer var fengin hingað til þess að kynna galdrahagfræði sína. Á þetta hef ég bent hér og hér. Lausnir byggðar á blekkingu losa okkur ekki úr blekkingarheiminum.
En frjáls borgari nýtur sömu réttinda og þeir sem göfugastir eru og frjáls hugsun beygir þolinmóð stjórnvöld með samtakamætti sínum. Jafnréttishugsjónin á sér djúpar rætur meðal íslenskra launamanna og það er hún sem við viljum sjá sem raunveruleika í verunni. Það efsta sem verður á kröfulista launamanna hvað varðar þjóðarlán er að ríkisvaldið nýti hluta þeirra fjármuna til þess að bjarga heimilum sem eru kominn í vandræði fyrir tilstilli rangrar efnahagstefnu stjórnvalda.
Nú er svo komið að byggingariðnaður dregst hratt saman. Ingibjörg Sólrún og Jóhanna sögðu í fréttum að svo væri ekki og vitnuðu til samanburðartalna frá Íbúðarlánasjóð, en slepptu bankalánum, erlendum lánum og lífeyrisslánum. Dæmigerð vinnubrögð stjórnmálamanna. Þetta gera þær þó svo að í fréttum sé fjallað um uppsagnir fyrirtækja í byggingariðnaði.
Þetta staðfestir að ráðherrar ætla sér að nota byggingariðnaðinn þar sem starfa um 20 þús. manns, sem kælikerfi fyrir hagkerfið og það vefst ekki fyrir ráðherrum að sveipa það blekkingarvef.
Þessi atriði reiknum við með að hljóti að hafi verið ofarlega í umræðum fulltrúa ASÍ við stjórnvöld í dag á hinum samhenta og eindregna fundi.
Hannes Hólmsteinn elsti efnahagsráðgjafi!! undanfarinna ríkisstjórna hefur ritað margar blaðagreinar og eins fengið hingað helstu boðbera frjálshyggjunnar. Hann kynnti Prescott í fyrra sem sérfræðing í skattamálum sem hélt fram að við skiluðum ekki nægilega löngum vinnudegi.
Það var víðsfjarri sannleikanum sem Hólmsteinn hélt fram ásamt félögum að Prescott hafi fengið nóbelsverðlaun fyrir þekkingu sína í lækkun skatta. Hann fékk verðlaun fyrir stærðfræðilegt líkan af hagsveiflum. Sama var upp á teningunum þegar spaugarinn Laffer var fengin hingað til þess að kynna galdrahagfræði sína. Á þetta hef ég bent hér og hér. Lausnir byggðar á blekkingu losa okkur ekki úr blekkingarheiminum.
En frjáls borgari nýtur sömu réttinda og þeir sem göfugastir eru og frjáls hugsun beygir þolinmóð stjórnvöld með samtakamætti sínum. Jafnréttishugsjónin á sér djúpar rætur meðal íslenskra launamanna og það er hún sem við viljum sjá sem raunveruleika í verunni. Það efsta sem verður á kröfulista launamanna hvað varðar þjóðarlán er að ríkisvaldið nýti hluta þeirra fjármuna til þess að bjarga heimilum sem eru kominn í vandræði fyrir tilstilli rangrar efnahagstefnu stjórnvalda.
Nú er svo komið að byggingariðnaður dregst hratt saman. Ingibjörg Sólrún og Jóhanna sögðu í fréttum að svo væri ekki og vitnuðu til samanburðartalna frá Íbúðarlánasjóð, en slepptu bankalánum, erlendum lánum og lífeyrisslánum. Dæmigerð vinnubrögð stjórnmálamanna. Þetta gera þær þó svo að í fréttum sé fjallað um uppsagnir fyrirtækja í byggingariðnaði.
Þetta staðfestir að ráðherrar ætla sér að nota byggingariðnaðinn þar sem starfa um 20 þús. manns, sem kælikerfi fyrir hagkerfið og það vefst ekki fyrir ráðherrum að sveipa það blekkingarvef.
Þessi atriði reiknum við með að hljóti að hafi verið ofarlega í umræðum fulltrúa ASÍ við stjórnvöld í dag á hinum samhenta og eindregna fundi.
Líf og fjör í Bláfjöllum
Veðrið og gönguskíðafærið hefur verið með miklum ágætum í Bláfjöllum undanfarið. Reyndar verið stundum smá rigning og að myndast pollar í lægðum. En það eru margir sem nýta sér það að svífa þarna um háheiðina í fallegri vorsólinni. Hvort sem það er nú bara á tveim jafnfljótum eða eins þessi hópur sem sveif um heiðina á brettum með hjálp fallhlífa og Kára.
mánudagur, 5. maí 2008
Heftun skoðanamyndunar
Eitt af því sem mér finnst einna leiðinlegast við fyrrverandi flokksfélaga mína er hversu illa þeir þola umfjöllun og svokallaða álitsgjafa.
Strax og einhver útvarpsþáttur fer í loftið sem gerir athugasemdir við frjálshyggjuna, eða umræður fara fram í spjallþætti þar sem frjálshyggjumönnum finnst á sig hallað, þá byrja þeir að hrópa, þessi stöð er vinstri sinnuð, hún gætir ekki hlutleysis. Er þetta Hljóðvarpinn? Það vantaði skoðanir hægri sinnaðra í þáttinn. Er Stöð 2 einhver vinstri stöð?. Hvers vegna er okkar skoðunum ekki hleypt að?
Reyndar ganga hinir hægri sinnuðu svo langt að margir af flokksmönnum Sjálfstæðisflokksins vilja ekki kannast við að þetta séu þeirra skoðanir. Margir tóku þann kost eins og t.d. undirritaður og sögðu sig úr flokknum sakir þess að þeir töldu hinar öfgakenndu hægri skoðanir sem í sífellu voru kynntar í fjölmiðlum sem hinar einu og sönnu skoðanir Sjálfstæðisflokksins voru ekki vera þær sem þeir vildu styðja. Reyndar hurfu þær oftast af sjónarsviðunum 2 mán. fyrir kosningar. Ég var og er þeirrar skoðunnar að það hefði verið mikið nær að Frjálshyggjumenn hefði sýnt okkur hinum þá kurteysi að fara úr Sjálfstæðisflokknum og stofna sinn eigin flokk. Nokkrir þessara gutta fara þessa dagana hamförum yfir því sem birt er hér á þessari síðu.
Reyndar skil ég ekki frekar en margir aðrir hvar Frjálshyggjumennirnir draga línuna milli hægri og vinstri. Það er á þeim að skilja að allir sem ekki eru þeim sammála séu í vinstra liðinu, svo ég noti þeirra eigin orð. Það er nú svo að það er fjölmargir þar á meðal stuðnignsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eru ósammála hinum öfgakenndu hægri mönnum, en telja sig samt sem áður vera hægri menn. Ég er t.d. næsta viss um að margir af hinum svokölluðu vinstri mönnum myndu kalla sumt af því sem ég hef sett fram vera hægri stefnu.
Það sem skilur alla aðra frá hinum öfgakenndu hægri mönnum, er að þeir gera engar athugasemdir þó allir þátttakendur í einum spjallþætti séu Frjálshyggjumenn. Það virðist nú vera svo að það séu nefnilega allir aðrir en Frjálshyggjumenn, sem þola öðrum að hafa aðrar skoðanir en þeir sjálfir. Í dag er harðasta Sovétið falið í frjálshyggjunni, þeir sem þar fara boða mestu frelsiskerðinguna.
Það er svo sem ekkert einkennilegt að þeim sem lögðu upp efnhagsstefnuna líði illa þessa daga. Hver prófessorinn og hagfræðingurinn á fætur öðrum kemur fram á sjónarsviðið og bendir á að þeir sem hafi farið með efnahagsstjórnina undanfarinn áratug hafi viljandi leynt landsmönnum hinu rétta. Verðbólga hafi verið falinn.
Með þessu blekktu stjórnvöld almenning vísvitandi um velmegun, sem ekki var til staðar til þess eins að ná endurkjöri í síðustu kosningum. Blekking sem leiddi til þess að almenningur skuldsetti sig í góðri trú og gerði greiðsluáætlanir sem í dag reynast vera byggðar á kolvitlausum forsendum og nú stefna margar þessarar fjölskyldna í mikla erfiðleika.
Ábyrgðin liggur öll hjá þeim sem settu upp þá efnahagsstefnu sem er að bíða skipbrot þessa dagana. Það verður ekki þagað í hel. Það er svo annað mál hvort íslenskur almenningur láti það yfir sig ganga, um það hef ég fjallað áður og skil reyndar ekki upp eða niður í því.
Strax og einhver útvarpsþáttur fer í loftið sem gerir athugasemdir við frjálshyggjuna, eða umræður fara fram í spjallþætti þar sem frjálshyggjumönnum finnst á sig hallað, þá byrja þeir að hrópa, þessi stöð er vinstri sinnuð, hún gætir ekki hlutleysis. Er þetta Hljóðvarpinn? Það vantaði skoðanir hægri sinnaðra í þáttinn. Er Stöð 2 einhver vinstri stöð?. Hvers vegna er okkar skoðunum ekki hleypt að?
Reyndar ganga hinir hægri sinnuðu svo langt að margir af flokksmönnum Sjálfstæðisflokksins vilja ekki kannast við að þetta séu þeirra skoðanir. Margir tóku þann kost eins og t.d. undirritaður og sögðu sig úr flokknum sakir þess að þeir töldu hinar öfgakenndu hægri skoðanir sem í sífellu voru kynntar í fjölmiðlum sem hinar einu og sönnu skoðanir Sjálfstæðisflokksins voru ekki vera þær sem þeir vildu styðja. Reyndar hurfu þær oftast af sjónarsviðunum 2 mán. fyrir kosningar. Ég var og er þeirrar skoðunnar að það hefði verið mikið nær að Frjálshyggjumenn hefði sýnt okkur hinum þá kurteysi að fara úr Sjálfstæðisflokknum og stofna sinn eigin flokk. Nokkrir þessara gutta fara þessa dagana hamförum yfir því sem birt er hér á þessari síðu.
Reyndar skil ég ekki frekar en margir aðrir hvar Frjálshyggjumennirnir draga línuna milli hægri og vinstri. Það er á þeim að skilja að allir sem ekki eru þeim sammála séu í vinstra liðinu, svo ég noti þeirra eigin orð. Það er nú svo að það er fjölmargir þar á meðal stuðnignsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eru ósammála hinum öfgakenndu hægri mönnum, en telja sig samt sem áður vera hægri menn. Ég er t.d. næsta viss um að margir af hinum svokölluðu vinstri mönnum myndu kalla sumt af því sem ég hef sett fram vera hægri stefnu.
Það sem skilur alla aðra frá hinum öfgakenndu hægri mönnum, er að þeir gera engar athugasemdir þó allir þátttakendur í einum spjallþætti séu Frjálshyggjumenn. Það virðist nú vera svo að það séu nefnilega allir aðrir en Frjálshyggjumenn, sem þola öðrum að hafa aðrar skoðanir en þeir sjálfir. Í dag er harðasta Sovétið falið í frjálshyggjunni, þeir sem þar fara boða mestu frelsiskerðinguna.
Það er svo sem ekkert einkennilegt að þeim sem lögðu upp efnhagsstefnuna líði illa þessa daga. Hver prófessorinn og hagfræðingurinn á fætur öðrum kemur fram á sjónarsviðið og bendir á að þeir sem hafi farið með efnahagsstjórnina undanfarinn áratug hafi viljandi leynt landsmönnum hinu rétta. Verðbólga hafi verið falinn.
Með þessu blekktu stjórnvöld almenning vísvitandi um velmegun, sem ekki var til staðar til þess eins að ná endurkjöri í síðustu kosningum. Blekking sem leiddi til þess að almenningur skuldsetti sig í góðri trú og gerði greiðsluáætlanir sem í dag reynast vera byggðar á kolvitlausum forsendum og nú stefna margar þessarar fjölskyldna í mikla erfiðleika.
Ábyrgðin liggur öll hjá þeim sem settu upp þá efnahagsstefnu sem er að bíða skipbrot þessa dagana. Það verður ekki þagað í hel. Það er svo annað mál hvort íslenskur almenningur láti það yfir sig ganga, um það hef ég fjallað áður og skil reyndar ekki upp eða niður í því.
sunnudagur, 4. maí 2008
Viðskiptaráðherra blaðrar
Í Silfrinu í dag staðfestu stjórnmálamenn enn einu sinni þekkingarleysi á efnahagsstjórn og ekki síður skeytingaleysi yfir því hvaða stöðu þeir hafa komið allmörgum fjölskyldum í. Ummæli viðskiptaráðherra lýstu þessu svo vel og hann nánast blaðraði út í eitt.
Enn einn hagfræðiprófessor hefur stigið fram og gagnrýnt Seðlabankann og stjórnvöld harðlega opinberlega. Hann segir að hið opinbera hafi farið út í ógætilegar fjárfestingar. Seðlabankinn hafi brugðist við á rangan hátt og úreltum hagfræðikenningum. Verðbólgukúfnum var frestað með því að hækka gengið og erlendir bankar vilja ekki veita íslendingum lán.
Stjórnmálamenn hafi í engu sinnt aðvörunum og hver ákvörðunin á fætur annarri sem tekin var röng og heimilunum blæðir. Eins og rakið heufr verið í hverjum pistilinum á fætur öðrum hér. Ráðherrarnir draga umræður með ferðalögum til Kína eins viðskiptaráðherra gerði og hann setur greinilega vandamálin þar ofar íslenskum heimilum. Enda hrynur fylgið af honum. Hann boðar lausnina í því að ráðherrar ætli í næstu viku að hitta aðila vinnumarkaðsins. Það eru reyndar orðnar einar 4 vikur síðan menn báðu um þann fund. Ekki voru það stjórnvöld sem höfðu frumkvæði að fundinum.
Sjálfsagt ætla þeir að biðja launamenn til þess að axla enn meiri byrðar og hjálpa þeim að taka 500 milljarða lán með því að setja lífeyrissjóð sína í pant. Vonandi hefur einhver af fulltrúum launamanna uppburði á þeim fundi að spyrjast fyrir um hvort þeim finnist ekki ástæða til þess að biðja heimilin afsökunar og ráðherrar Samfylkingar reyni að auka trúverðugleika sinn með því að afnema eftirlaunasjóðinn, áður en þingi verði slitið.
Enn einn hagfræðiprófessor hefur stigið fram og gagnrýnt Seðlabankann og stjórnvöld harðlega opinberlega. Hann segir að hið opinbera hafi farið út í ógætilegar fjárfestingar. Seðlabankinn hafi brugðist við á rangan hátt og úreltum hagfræðikenningum. Verðbólgukúfnum var frestað með því að hækka gengið og erlendir bankar vilja ekki veita íslendingum lán.
Stjórnmálamenn hafi í engu sinnt aðvörunum og hver ákvörðunin á fætur annarri sem tekin var röng og heimilunum blæðir. Eins og rakið heufr verið í hverjum pistilinum á fætur öðrum hér. Ráðherrarnir draga umræður með ferðalögum til Kína eins viðskiptaráðherra gerði og hann setur greinilega vandamálin þar ofar íslenskum heimilum. Enda hrynur fylgið af honum. Hann boðar lausnina í því að ráðherrar ætli í næstu viku að hitta aðila vinnumarkaðsins. Það eru reyndar orðnar einar 4 vikur síðan menn báðu um þann fund. Ekki voru það stjórnvöld sem höfðu frumkvæði að fundinum.
Sjálfsagt ætla þeir að biðja launamenn til þess að axla enn meiri byrðar og hjálpa þeim að taka 500 milljarða lán með því að setja lífeyrissjóð sína í pant. Vonandi hefur einhver af fulltrúum launamanna uppburði á þeim fundi að spyrjast fyrir um hvort þeim finnist ekki ástæða til þess að biðja heimilin afsökunar og ráðherrar Samfylkingar reyni að auka trúverðugleika sinn með því að afnema eftirlaunasjóðinn, áður en þingi verði slitið.
Ölóðir villimenn á fjöllum
Frágangur í Skóflukleif eða við Strút eins skálinn var nefndur
Hér erum við að reisa skálann við Sveinstind
Hér erum við að reisa skálann við Strút
Ég er einn þeirra sem hafa á undanförnum árum lagt töluvert af frítíma mínum í að byggja upp fjallaskála Útivistar á Fjallabakssvæðinu. Við í stjórn félagsins lögðum í það fjármuni að undirbúa og láta teikna skálana. Auk þess vorum við tiltekinn hópur félagsmanna sem lögðum til verkfæri og bíla til flutnings á búnaði og efni upp á hálendið og dvöldum svo í tjöldum nokkrar helgar við að reisa þá.
Í þessa vinnu lögðum við glöð til þess að hafa aðgengilegt skjól í þeim veðrum sem fyrirvaralaust geta skollið á okkur þegar við erum á göngu um svæðin. Ekki síður til þess að gera það mögulegt að lengja þann tíma sem hægt sé að njóta svæðanna yfir veturinn.
Í uppgangi og óheftum aðgangi að lánum sem við íslendingar höfum búið við á undanförnum árum, hafa allmargir komið sér upp miklum og öflugum fjallabílum og ekki síður vélsleðum. Útivistarfélögin létu skálana standa opna með það að sjónarmiði að menn gætu nýtt skálana til skjóls og ekki síður til öryggis.
Í trausti þess að menn greiddu lága þóknun fyrir skjólshúsið og olíuna til upphitunar og eldunar skyldum við eftir bauka í skálunum. Við trúðum því að menn sem hefðu efni á að fara um landið á verkfærum sem kostuðu milljónir króna og eyða tugum ef ekki hundruðum lítra af eldsneyti í ferðunum gætu séð á eftir nokkur hundruðum króna fyrir aðstöðu og upp í rekstrarkostnað.
Í stað þess máttum við una því að baukarnir voru nánast tómir þegar við fórum í skálana að vori til yfirferðar og endurnýjunar olíu og birgða. Á stað þess þurftum við að leggja töluverða vinnu við að laga skálana eftir skemmdir vegna slagsmála og óláta. Þegar snjóa tók upp í kringum skálana blöstu við tómar öl og vínflöskur út um allt, ásamt drasli og umbúðum utan af matvælum og öðru. Jafnvel stóðu í dagbókum skálanna kröfur um að við stæðum okkur betur í að endurnýja oftar neyðarbirgðir og útbyggjum skálan enn betur.
Ekki stóð okkur til boða aðstoð þessara náunga við uppbyggingu og umgangur þeirra var með þeim ósköpum að við urðum að grípa til þess óyndisúrræðis að læsa skálunum. Þetta varð til þess að menn tóku sig almennt á í þessum efnum, og gerðu samninga um lán á lyklum að skálunum gegn lágu leigugjaldi og umgengi batnaði.
Nú virðist stefna í sama óefni aftur. Það er í þessu eins og svo mörgu að það eru fáir sem kalla yfir okkur lög, reglur og dýrt eftirlit. Það yrði leiðinlegt fyrir okkur sem lögðum á okkur alla þessa vinnu og kostnað, ef okkur væri gert að horfa upp á slys sem yrði vegna þess að aðframkomið fólk kæmi að læstum fjallaskála í óveðri.
Ég er næsta viss um að hinir ölglöðu á dýru tækjunum fyndu þá ekki til ábyrgðar, en þeir myndu standa fremstir með spjótin á lofti og beina ábyrgðinni að okkur sem reistu skálana og rekum.
Hér erum við að reisa skálann við Strút
Ég er einn þeirra sem hafa á undanförnum árum lagt töluvert af frítíma mínum í að byggja upp fjallaskála Útivistar á Fjallabakssvæðinu. Við í stjórn félagsins lögðum í það fjármuni að undirbúa og láta teikna skálana. Auk þess vorum við tiltekinn hópur félagsmanna sem lögðum til verkfæri og bíla til flutnings á búnaði og efni upp á hálendið og dvöldum svo í tjöldum nokkrar helgar við að reisa þá.
Í þessa vinnu lögðum við glöð til þess að hafa aðgengilegt skjól í þeim veðrum sem fyrirvaralaust geta skollið á okkur þegar við erum á göngu um svæðin. Ekki síður til þess að gera það mögulegt að lengja þann tíma sem hægt sé að njóta svæðanna yfir veturinn.
Í uppgangi og óheftum aðgangi að lánum sem við íslendingar höfum búið við á undanförnum árum, hafa allmargir komið sér upp miklum og öflugum fjallabílum og ekki síður vélsleðum. Útivistarfélögin létu skálana standa opna með það að sjónarmiði að menn gætu nýtt skálana til skjóls og ekki síður til öryggis.
Í trausti þess að menn greiddu lága þóknun fyrir skjólshúsið og olíuna til upphitunar og eldunar skyldum við eftir bauka í skálunum. Við trúðum því að menn sem hefðu efni á að fara um landið á verkfærum sem kostuðu milljónir króna og eyða tugum ef ekki hundruðum lítra af eldsneyti í ferðunum gætu séð á eftir nokkur hundruðum króna fyrir aðstöðu og upp í rekstrarkostnað.
Í stað þess máttum við una því að baukarnir voru nánast tómir þegar við fórum í skálana að vori til yfirferðar og endurnýjunar olíu og birgða. Á stað þess þurftum við að leggja töluverða vinnu við að laga skálana eftir skemmdir vegna slagsmála og óláta. Þegar snjóa tók upp í kringum skálana blöstu við tómar öl og vínflöskur út um allt, ásamt drasli og umbúðum utan af matvælum og öðru. Jafnvel stóðu í dagbókum skálanna kröfur um að við stæðum okkur betur í að endurnýja oftar neyðarbirgðir og útbyggjum skálan enn betur.
Ekki stóð okkur til boða aðstoð þessara náunga við uppbyggingu og umgangur þeirra var með þeim ósköpum að við urðum að grípa til þess óyndisúrræðis að læsa skálunum. Þetta varð til þess að menn tóku sig almennt á í þessum efnum, og gerðu samninga um lán á lyklum að skálunum gegn lágu leigugjaldi og umgengi batnaði.
Nú virðist stefna í sama óefni aftur. Það er í þessu eins og svo mörgu að það eru fáir sem kalla yfir okkur lög, reglur og dýrt eftirlit. Það yrði leiðinlegt fyrir okkur sem lögðum á okkur alla þessa vinnu og kostnað, ef okkur væri gert að horfa upp á slys sem yrði vegna þess að aðframkomið fólk kæmi að læstum fjallaskála í óveðri.
Ég er næsta viss um að hinir ölglöðu á dýru tækjunum fyndu þá ekki til ábyrgðar, en þeir myndu standa fremstir með spjótin á lofti og beina ábyrgðinni að okkur sem reistu skálana og rekum.
laugardagur, 3. maí 2008
Meðaltalshamingja
37% prósent flokkurinn heldur sínu en Samfylkingin fellur. Er það nokkuð einkennilegt? 37% flokkurinn hefur lækkað skattana á sínu fólki á meðan 63% hópurinn hafa orðið fyrir 7% skattahækkunum, eins og fyrrv. skattstjóri hefur reiknað út. Samfylkingin ræddi um að taka á þessu máli í kosningabaráttunni, en það þurfti verkalýðshreyfinguna til í þess að ná fram smávægilegri lagfæringu á barna- og vaxtabótum í vetur við gerð kjarasamninga.
Þessa dagana erum við að upplifa stórkostlega eignatilfærslu frá 63% hópnum yfir 37% hópsins. Mörg þeirra sem eru í 63% hópnum voru búinn að byggja upp smá eignamyndun í íbúðum, sem nú er gerð upptæk og rennur til eignafólksins, sem er í 37% hópnum.
Þetta er eins og margoft hefur komið fram árangur skipulagðrar efnahagstefnu 37% flokksins, þar sem búið er að víkja af hinni norrænu leið yfir til hinnar repúblikönsku, vel þekkt leið til aukinnar misskiptingar. 37% hafa það betra en 63% hafa það lakara eins fyrrv. skattstjóri hefur bent á, ásamt fjölmörgum hagfræðingum og háskólaprófessorum og erlendum efnahagsstofnunum.
En forsvarsmenn 37% hópsins leggja fram eins og ætíð áður meðaltöl, reyndar sum nokkurra ára gömul og koma einnig í veg fyrir nauðsynlega gagnaöflun svo birta megi rétta Ginitölur. Í þessu sambandi má vitna til landsfrægra ummæla Ásmundar Stefánssonar þegar hann var forseti ASÍ og barðist fyrir Þjóðarsátt. Hann notaði oft þá tilvitnum máli sínu til stuðnings, að maður sem stæði með annan fótinn í sjóðandi vatni og hinn í jökulvatni, hefði það barasta að meðaltali prýðilegt. Með því er efnahafsstefnu 37% flokksins prýðilega lýst.
Eins og ætíð áður sýnir 63% hópurinn óánægju sína með því að færa sig á milli hinna 3ja flokka sín megin og í raun gerist ekkert. Íslenskur almenningur virðist ekki kunna aðrar leiðir til þess að láta óánægju sína í ljós. 37% flokkurinn hefur öll völd í hendi sér og velur sér einhvern hentugan samstarfsflokk úr 63% hópnum hverju sinni og ráðherrar þess flokks koma sér vel fyrir í stólunum og pantar far til Kína og Afríku og fá aðild að hinum margrómaða eftirlaunasjóði. 37% flokkurinn sér um sína.
Staðan birtist svo vel í hvernig málgagn 37% flokksins fjallar um innanlandsmál. Hvað er birt og hverju er stungið í skúffuna. Valdahópurinn má ekki til þess hugsa að gengið verði til frekara samstarfs við Evrópulönd, þá glatast hugsanlega þau völd sem þeir sitja að. Í þessu sambandi má benda á hvaða 1. maí ræður málgagnið valdi til umfjöllunar. Þar var ekki verið að fara þann veg sem meirihluti 63% þjóðarinnar styður eins og komið hefur fram í skoðanakönnunum.
Það segir okkur svo margt, að það séu hagsmunir fyrirtækjanna sem hafa orðið til þess að koma Evrópuumræðunni upp á þann stall sem hún er í dag, ekki hagsmunir almennings. Ekki voru það þeir sem höfðu orð á því í atkvæðaveiðum sínum. Sama gildir um afnám eftirlaunasjóðsins, hann hefur aldrei verið bólgnari. Svo maður tali nú ekki um hækkun barnabóta, hækkun vaxtabóta, hækkun húsaleigubóta og hækkun persónusláttar, þar voru það launamenn á almennum markaði sem slógu af launakröfum sínum til þess að ná þessu fram. Þar náði reyndar 37% hópurinn því fram að beina stærri hluti síns fólks. Launamenn vildu eins og kunnugt er beina því til fólks með heimilistekjur undir 300 þús. kr. á mán.
Svona er Ísland í dag og hefur reyndar verið alllengi, og lítur út fyrir að það eina sem gerist sé að loforðalistum verði breytt í 2 vikur fyrir kjördag, en fari svo í glatkistuna stóru kl. 22.00 á kjördag og þá setjast þingmenn 63% hópsins á uppboðsbekkinn og bíða hverjum þeirra verði nú boðið upp í dans næsta kjörtímabil.
Og við höfum það svo gott (að meðaltali), þó svo kaupmáttur lækki hjá 63% hópnum.
Þessa dagana erum við að upplifa stórkostlega eignatilfærslu frá 63% hópnum yfir 37% hópsins. Mörg þeirra sem eru í 63% hópnum voru búinn að byggja upp smá eignamyndun í íbúðum, sem nú er gerð upptæk og rennur til eignafólksins, sem er í 37% hópnum.
Þetta er eins og margoft hefur komið fram árangur skipulagðrar efnahagstefnu 37% flokksins, þar sem búið er að víkja af hinni norrænu leið yfir til hinnar repúblikönsku, vel þekkt leið til aukinnar misskiptingar. 37% hafa það betra en 63% hafa það lakara eins fyrrv. skattstjóri hefur bent á, ásamt fjölmörgum hagfræðingum og háskólaprófessorum og erlendum efnahagsstofnunum.
En forsvarsmenn 37% hópsins leggja fram eins og ætíð áður meðaltöl, reyndar sum nokkurra ára gömul og koma einnig í veg fyrir nauðsynlega gagnaöflun svo birta megi rétta Ginitölur. Í þessu sambandi má vitna til landsfrægra ummæla Ásmundar Stefánssonar þegar hann var forseti ASÍ og barðist fyrir Þjóðarsátt. Hann notaði oft þá tilvitnum máli sínu til stuðnings, að maður sem stæði með annan fótinn í sjóðandi vatni og hinn í jökulvatni, hefði það barasta að meðaltali prýðilegt. Með því er efnahafsstefnu 37% flokksins prýðilega lýst.
Eins og ætíð áður sýnir 63% hópurinn óánægju sína með því að færa sig á milli hinna 3ja flokka sín megin og í raun gerist ekkert. Íslenskur almenningur virðist ekki kunna aðrar leiðir til þess að láta óánægju sína í ljós. 37% flokkurinn hefur öll völd í hendi sér og velur sér einhvern hentugan samstarfsflokk úr 63% hópnum hverju sinni og ráðherrar þess flokks koma sér vel fyrir í stólunum og pantar far til Kína og Afríku og fá aðild að hinum margrómaða eftirlaunasjóði. 37% flokkurinn sér um sína.
Staðan birtist svo vel í hvernig málgagn 37% flokksins fjallar um innanlandsmál. Hvað er birt og hverju er stungið í skúffuna. Valdahópurinn má ekki til þess hugsa að gengið verði til frekara samstarfs við Evrópulönd, þá glatast hugsanlega þau völd sem þeir sitja að. Í þessu sambandi má benda á hvaða 1. maí ræður málgagnið valdi til umfjöllunar. Þar var ekki verið að fara þann veg sem meirihluti 63% þjóðarinnar styður eins og komið hefur fram í skoðanakönnunum.
Það segir okkur svo margt, að það séu hagsmunir fyrirtækjanna sem hafa orðið til þess að koma Evrópuumræðunni upp á þann stall sem hún er í dag, ekki hagsmunir almennings. Ekki voru það þeir sem höfðu orð á því í atkvæðaveiðum sínum. Sama gildir um afnám eftirlaunasjóðsins, hann hefur aldrei verið bólgnari. Svo maður tali nú ekki um hækkun barnabóta, hækkun vaxtabóta, hækkun húsaleigubóta og hækkun persónusláttar, þar voru það launamenn á almennum markaði sem slógu af launakröfum sínum til þess að ná þessu fram. Þar náði reyndar 37% hópurinn því fram að beina stærri hluti síns fólks. Launamenn vildu eins og kunnugt er beina því til fólks með heimilistekjur undir 300 þús. kr. á mán.
Svona er Ísland í dag og hefur reyndar verið alllengi, og lítur út fyrir að það eina sem gerist sé að loforðalistum verði breytt í 2 vikur fyrir kjördag, en fari svo í glatkistuna stóru kl. 22.00 á kjördag og þá setjast þingmenn 63% hópsins á uppboðsbekkinn og bíða hverjum þeirra verði nú boðið upp í dans næsta kjörtímabil.
Og við höfum það svo gott (að meðaltali), þó svo kaupmáttur lækki hjá 63% hópnum.
föstudagur, 2. maí 2008
Um lífið í hinu fullvalda ríki Danmörku
Hjálagt er eitt bréf frá lesanda síðunnar með samanburð á lífinu innan og utan ESB, en reyndar í báðum tilfellum í fullvalda ríkjum.
Sæll Guðmundur og til hamingju með daginn í gær.
Ég les blogg þitt reglulega og hef gaman af, hvort sem þú ert að ræða ísl. stjórnmál, atvinnumál eða Evrópu og EU.
Mér fannst áhugavert að lesa pistil þinn um dani og Danmörku á miðvikudaginn, ekki síst vegna þess að við hjónin erum sammála hverju orði sem þú skrifar þar. Við fluttum hingað út fyrir 23 árum þegar ég fór framhaldsnám, fórum heim með hálfum huga eftir að námi lauk, en höfum verið hér mikið á ferðinni eftir það, vegna vinnu og/eða í fríi og síðar einnig í heimsóknum hjá syni okkar og fjölskyldu, en hann var hér í námi
”Danmerkur þráin” var alltaf til staðar og svo þegar danskir samstarfsaðilar frá fyrri tíð buðu mér síðastliðið haust, nærri því fimmtugum, að koma og starfa með þeim hér á Kaupmannahafnarsvæðinu ákváðum við að slá til. Við vorum í góðum störfum á Íslandi, og því ekki að flýja eitt né neitt, konan er hjúkrunarfræðingur og fékk vinnu eins og skot, erum með 18 ára dóttur sem líður afar vel í dönskum menntaskóla, og nú lifum við hér eins og blóm í eggi. Ég fullyrði reyndar að við séum ekki eina dæmið um íslendinga, sem hafa verið hér í námi, og hafi alltaf þessa nagandi lögun til að flytja út aftur en því miður hafa fæstir tækifæri og/eða kjark til að láta af því verða.
Það sem heillar er nákvæmlega það sem þú lýsir í pistli þínum þ.e. t.d. lífssýn dana, hvernig þeir forgangsraða í sínu lífi, auk svo margra annara þátta allt frá verði á matvöru til veðurlags. Hér eru fullt af vandamálum og lífið langt frá því að vera fullkomið, en fyrir fjölskyldu sem sér framtíð sinni EKKI best borgið með Range Rover og 100m2 af húsnæði per heimilismann, þá er þetta gott, þægilegt og nokkuð öruggt líf. Sveiflurnar í samfélaginu eru minni, ákvarðanir stjórnvalda sem og í atvinnulífi og á vinnumarkaði eru betur ígrundaðar, að manni finnst, og hér er allt samfélagið ekki háð duttlungum ákveðinna einstaklinga eða lítilla hópa árum og áratugum saman (einn stærsti kosturinn við að ganga í EU er reyndar að losna við slíkt ástand).
Þrátt fyrir að hafa verið samningsbundir öðrum evrópuþjóðum í meira en 30 ár, þá er þjóðerniskennd dana ekkert minni fyrir vikið ”Dannebrog” er stillt upp á borðum í veislum og samkvæmum, menn þekkja og viðhalda sinni sögu og hefðum. Það er í raun fátt betra en að sitja með dönskum vinum og vinnufélögum á vor og sumarkvöldum spjalla og njóta lífsins yfir góðum mat og drykk.
Menn virðast aftur á móti vera lausir við það sem mér finnst stundum jaðra við einhvers konar þjóðernisfasisma á Íslandi, sbr. umræðu um Ísland sem einhverskonar óspjallaða meyju sem ekki megi falla í hendur kontóristanna í EU. Að maður tali ekki um umræðuna um ísl. matvæli, en þegar ég les og heyri það sem menn láta útúr sér um það efni þá fæ ég á tilfinninguna að hér ytra séu menn að borða eitur alla daga.
Ég þykist viss um að þú kannist við þetta allt og vitir um hvað málið snýst, en mig langaði rétt aðeins, í kjölfar góðra pistla þinna, að draga í stuttu bréfi fram upplifun okkar á nútíma norrænu samfélagi og kostina fyrir ”næstum því miðaldra hjón” að búa hér og starfa.
Með kveðju.
J
Sæll Guðmundur og til hamingju með daginn í gær.
Ég les blogg þitt reglulega og hef gaman af, hvort sem þú ert að ræða ísl. stjórnmál, atvinnumál eða Evrópu og EU.
Mér fannst áhugavert að lesa pistil þinn um dani og Danmörku á miðvikudaginn, ekki síst vegna þess að við hjónin erum sammála hverju orði sem þú skrifar þar. Við fluttum hingað út fyrir 23 árum þegar ég fór framhaldsnám, fórum heim með hálfum huga eftir að námi lauk, en höfum verið hér mikið á ferðinni eftir það, vegna vinnu og/eða í fríi og síðar einnig í heimsóknum hjá syni okkar og fjölskyldu, en hann var hér í námi
”Danmerkur þráin” var alltaf til staðar og svo þegar danskir samstarfsaðilar frá fyrri tíð buðu mér síðastliðið haust, nærri því fimmtugum, að koma og starfa með þeim hér á Kaupmannahafnarsvæðinu ákváðum við að slá til. Við vorum í góðum störfum á Íslandi, og því ekki að flýja eitt né neitt, konan er hjúkrunarfræðingur og fékk vinnu eins og skot, erum með 18 ára dóttur sem líður afar vel í dönskum menntaskóla, og nú lifum við hér eins og blóm í eggi. Ég fullyrði reyndar að við séum ekki eina dæmið um íslendinga, sem hafa verið hér í námi, og hafi alltaf þessa nagandi lögun til að flytja út aftur en því miður hafa fæstir tækifæri og/eða kjark til að láta af því verða.
Það sem heillar er nákvæmlega það sem þú lýsir í pistli þínum þ.e. t.d. lífssýn dana, hvernig þeir forgangsraða í sínu lífi, auk svo margra annara þátta allt frá verði á matvöru til veðurlags. Hér eru fullt af vandamálum og lífið langt frá því að vera fullkomið, en fyrir fjölskyldu sem sér framtíð sinni EKKI best borgið með Range Rover og 100m2 af húsnæði per heimilismann, þá er þetta gott, þægilegt og nokkuð öruggt líf. Sveiflurnar í samfélaginu eru minni, ákvarðanir stjórnvalda sem og í atvinnulífi og á vinnumarkaði eru betur ígrundaðar, að manni finnst, og hér er allt samfélagið ekki háð duttlungum ákveðinna einstaklinga eða lítilla hópa árum og áratugum saman (einn stærsti kosturinn við að ganga í EU er reyndar að losna við slíkt ástand).
Þrátt fyrir að hafa verið samningsbundir öðrum evrópuþjóðum í meira en 30 ár, þá er þjóðerniskennd dana ekkert minni fyrir vikið ”Dannebrog” er stillt upp á borðum í veislum og samkvæmum, menn þekkja og viðhalda sinni sögu og hefðum. Það er í raun fátt betra en að sitja með dönskum vinum og vinnufélögum á vor og sumarkvöldum spjalla og njóta lífsins yfir góðum mat og drykk.
Menn virðast aftur á móti vera lausir við það sem mér finnst stundum jaðra við einhvers konar þjóðernisfasisma á Íslandi, sbr. umræðu um Ísland sem einhverskonar óspjallaða meyju sem ekki megi falla í hendur kontóristanna í EU. Að maður tali ekki um umræðuna um ísl. matvæli, en þegar ég les og heyri það sem menn láta útúr sér um það efni þá fæ ég á tilfinninguna að hér ytra séu menn að borða eitur alla daga.
Ég þykist viss um að þú kannist við þetta allt og vitir um hvað málið snýst, en mig langaði rétt aðeins, í kjölfar góðra pistla þinna, að draga í stuttu bréfi fram upplifun okkar á nútíma norrænu samfélagi og kostina fyrir ”næstum því miðaldra hjón” að búa hér og starfa.
Með kveðju.
J
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)