Í gögnum sem hagfræðingar ASÍ hafa unnið við undirbúning viðræðna um endurnýjun kjarasamninga, er rætt um að inn komi sértækur persónuafsláttur sem fari minnkandi og hverfi við 300 þús. tekjur auk breytinga á skerðingarmörkum í barnabóta- og vaxtabótakerfinu. Heildarkostnaður verði um 14 milljarða, sem yrði dreift á 3 ár, ekki 40 milljarðar strax. Þessar aðgerðir leiða til þess að ráðstöfunartekjur hjóna með tvö börn um 300 þús. kr. myndu vaxa um 40 þús. kr. á mán.
Vilhjálmur framkv.stj. SA á greinilega erfitt með að sætta sig við það frumkvæði sem ASÍ tók í viðræðunum með tillögum sínum og reynir að ná því tilbaka með útúrsnúningum í hádegisfréttum í dag. Þeir eru greinilega búnir að samstilla sig hann og forsætisráðherra, viðtalið í dag er framhald að viðtalinu í gær við forsætisráðherra.
Með því að því að slá fram tölum um 40 milljarða tekjutap ríkissjóðs, sem eru jú réttar ef þessi persónuafsláttur væri látinn ná upp allan tekjuskalann. Landsmenn vita nákvæmlega að það sem verkalýðshreyfingin hefur gagnrýnt hvað harðast, er að þær skattalækkanir sem stjórnvöld hafa staðið fyrir ná fyrst og síðast til þeirra tekjuhæstu, en skila litlu sem engu til þeirra tekjulægstu.
Ítrekað hefur komið fram í viðræðum við forsvarsmenn stéttarfélaganna, að þeir vilji láta þá fjármuni sem stjórnvöld vilji setja í skattalækkanir ná einungis til þeirra sem minnst mega sín. Sjálfstæðismenn hafa algjörlega hafnað lægra skattþrepi og settu stéttarfélögin fram umrædda tillögu sinni. Nú á er reynt með sjónarspili í fjölmiðlum að eyðileggja þessar tillögur launamann með það að markmiði að halda fyrri stefni að skattalækkanir haldi áfram að skila sér að stærstum hluta fram hjá þeim tekjuhæstu.
Á fréttavef RÚV stendur um viðtalið; „Vilhjálmur segir atvinnurekendur tilbúna til að hækka laun um 3 til 3,5%, hækka lágmarkslaun, færa kauptaxta nær greiddum launum og hækka þá sem setið hafa eftir í launaskriðinu.” Þetta er mjög ónákvæmt hjá fréttamanni, ég heyrði Vilhjálm segja; “Atvinnurekendur eru tilbúnir til að setja 3 til 3,5% launakostnaðarauka í dæmið og nýta það til þess að hækka lágmarkslaun og færa með því kauptaxta nær greiddum launum. Þeir sem hafa fengið mikið launaskrið þurfa ekki launahækkanir”
Það er ekki nóg og þessvegna sendu launamenn umræddar tillögur til stjórnvalda. Deilan stefnir hraðbyri í hnút og verður líklega kominn til sáttasemjara í lok næstu viku.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli