fimmtudagur, 31. janúar 2008

Nýju föt keisarans

Alltaf kemur það upp fyrr eða síðar hvaða fötum ráðherrar klæðast. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, hefur sagt að fjöldi uppsagna séu ýkjur hjá forsvarsmönnun stéttarfélagana. Þetta séu nú barasta 300 fiskvinnuslukonur sem verið sé að segja og sumum bara tímabundið.

Hér er Einar að gera lítið úr launafólki og vinnur að venju með gögn sem hann fær send frá fyrirtækjunum. Heildarvinnutímafjöldi er tekinn og deilt í hann með fullri dagvinnu- og yfirvinnutímafjölda í fullu ársstarfi og út kemur talan 300 í stað tæpra 566 einstaklinga. Þetta fer sjávarútvegsmálaráðherra með í fjölmiðla og lítilsvirðir fiskvinnslufólk. Það er ekki síst athyglisvert þar sem hann er uppalinn í sjávarútvegsplássi og við vitum að hann veit betur.

Ég veit það
og þú veist það.
Og ég veit
að þú veist
að ég veit
að þú veist það.
Samt látum við sem við vitum það ekki
(Jón úr Vör)

Það er í fiskvinnslu eins og mörgum öðrum atvinnugreinum að fólk vill og/eða getur unnið mislangan vinnudag. En í öllum tilfellum er um að ræða fólk, einstaklinga sem er að tryggja sér og fjölskyldu sinni lífsviðurværi. Fólk sem á heimili og fjölskyldu. Það er að auki töluverður fjöldi annarra sem hafa atvinnu sem byggist á því að þessir tæplega 566 einstaklingar hafi vinnu á þeim stöðum sem það býr. Í flestum tilfellum þarf sáralítið til svo nokkrar af þeim byggðum falli saman og þá um leið forsendur nauðsynlegrar þjónustu.

Hroki ráðherra er sá sami og atvinnurekenda; "Ef þú ert ekki sátt vina mín, þá eru dyrnar þarna, og reyndu svo að selja húsið þitt." Hehehehe "Það er sko verðlaust og þú kemst ekkert" Hehehe

Sjávarútvegsráðherra segir þetta allt ýkjur í stéttarfélögunum og hann ásamt ríkisstjórninni lagði fram loforð um aðgerðir til þess að bjarga þessu með því að leggja vegi næsta sumar og líka eftir eitt ár og líka eftir tvö ár og leggja svo á kjörtímabilinu tölvustreng til Bolungarvíkur. Reyndar kannast kjósendur við loforð um flestar þessara framkvæmda. Þau voru nefnilega líka í loforðalistum ráðherranna í síðustu kosningum.

Þolinmæði kjósenda hefur hraðminnkað undanfarna mánuði. Við erum áhorfendur af fjörbrotum hnignandi valdastéttar, sem ekki getur sætt sig við að flett sé ítrekað ofan af henni og hún stendur í nýju fötum keisarans frammi fyrir alþjóð bíðandi eftir því að komast á eftirlaun í kampvínseftirlaunasjóð valdhafa íslenzka ríkisins.

Getur ekki lengur stjórnað umræðunni í gegnum eitt drottnandi dagblað og snúið staðreyndum á hauz.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Furðulegt að Einar K skuli fá brautar gengi inn á hið háa A---- frá sjóurum og verkafólki fyrir VESTAN ! hvað er fólkið að hugsa ?

Nafnlaus sagði...

Hann var í fínum fötum.

Nafnlaus sagði...

Er ekki kominn tími á að fólk, og þá meina ég ALLIR, standi upp, mótmæli og fari í eins og eitt gott verkfall svo stjórnmálamenn finni aðeins að þeir þurfi að standa sig í stykkinu. Fyrirtækin þurfa jú einnig aðhald því þau eru ekkert annað en fólkið sem vinnur hjá því.

Í eina skiptið sem hópur fólks stendur upp og mótmælir af krafti (ruglið í borgarstjórn) þá fara allir hjá sér og hneykslast. ÓTRÚLEGT!