Það er eftirtektarvert hvernig tilteknir aðilar víkja sér alltaf undan því að fjalla um kjarna þess málefnis sem til umfjöllunar er hverju sinni. Nýverið höfum við farið í gegnum umræðu sem snérist um að fá ráðherra til þess að svara fyrir að hann braut lög við skipan héraðsdómara. Það eina sem kom voru ósmekkleg og ómálefnanleg svör ráðherrans og fylgismanna hans, sem innihéldu ásakanir um að fólk væri að ráðast að ungum manni sem hefði það unnið sér það eitt til saka að vera sonur pabba síns. Engin utan þeirra sjálfra hafði tekið þannig til orða. Þeim tókst ætlunarverk sitt að víkja sér undan að svara með málefnanlegum hætti, í bili.
Við erum að upplifa það sama núna, umfjöllun þeirra hinna sömu snýst einvörðungu um að saka aðra um að vera að velta fyrir sér að nýorðin borgarstjóri hafi verið veikur. Og fólk ætti að vera að eyða tíma sínum í að mótmæla gjörðum þeirra, það væri svo ólýðræðislegt. Eru einhverjir aðrir en þeir sjálfir að ræða um það? Það hafa verið settar fram spurningar sem þeir víkja sér að svara eins og t.d. hversu langt þeir hafi gengið til að ná völdum og koma fram hefndum, sama hvað það kostaði borgarsjóð. Hvar væru þau málefni sem þeir fengu atkvæði sín fyrir. Reyndar virðist Hanna Birna vera sú eina sem gerir smá tilraun.
Og borgin rúllar áfram stjórnlaus vegna hjaðningarvíga og verkefnin hrannast óleyst upp. Hinum megin við hornið bíða kennarar og umönnurastéttirnar með lausa kjarasamninga, hafandi öll kosningaloforðin frá því í fyrra um myndarlegar launahækkanir. Þá getur hún orðið erfið sambúðin milli þeirra sem hafa með efnahagstjórnina að gera og þeirra sem ætlast er til að standi við kosningaloforðin.
Kannski (ó)skemmtileg tilviljun, en söguhetjurnar í öllum málsgreinunum hér framan eru þær sömu.
Já hún verður erfið gangan næstu mánuðina hjá Ólafi og Kjartan, mjög erfið. Lífið er ekki bara borgarstjórastóll og stjórnarformennska í OR og ganga þvert á fyrri samþykktir og kaupa upp ónýta gamla húskofa á 600 millj kr.
Og maður fattar ekki ummæla þeirra sem halda því fram að þetta sem bara eitthvert fjölmiðlafár vinstri manna, hér ég að vitna til ummæla nokkurra viðmælenda í fréttum sjónvarpsins í gærkvöldi. Hverjir eru ritstjórar Moggans, 24 stunda og Fréttablaðsins? Hverjir stjórna fréttastofu sjónvarpsins? Það er nú svo að allmörgum sjálfstæðismönnum er ofboðið.
2 ummæli:
Þú gleymir þvi að auðvitað var iðnaðarráðherra líka á hálum ís varðandi ráðningar. Eða kaustu að nefna það ekki?
Ég var ekki skrifa um Össur, ég var að skrifa um ráðhúsið.
Ég sé heldur ekki að það breyti neinu hvort einhver annar hafi gert eitthvað af sér.
Skrifa ummæli