Nú þegar þenslan er byrjuð að slakkna falla hlutbréf ásamt því að íbúðareigendur sitja í ofmetnum fasteignum. Sumir svo skuldugir fari fasteignin á sölu, dugar raunverð hennar ekki fyrir lánunum sem tekin voru við kaupin. Sama gildir um þá sem tóku lán til að kaupa hlutabréf á fyrri hluta síðasta árs. Þegar fer nauðungaruppboðum fjölskyldna fjölgandi. Flestir hjónaskilnaðir eiga upphaf sitt í fjárhagsörðugleikum.
Á svona tímum gildir hagstjórn miklu. Hún hefur á undanförnum árum um of einkennst af hlutleysi á hliðarlínu ofboðslegrar þenslu, í kjölfar ákvörðana um byggingu stærsta orkuvers á Íslandi og álvers. Mestu mistökin voru að sleppa bönkunum afskiptalausum inn á íbúðalánamarkaðinn til þess að efna kosningaloforð.
Í ljósi þessa sitja forsvarsmenn launamanna nú undrandi yfir svörum forsætisráðherra og útúrsnúningum framkv.stj. SA. Það hefur alltaf legið fyrir að ef ríkisstjórnin komi ekki að málinu með ábyrgri efnahagstjórn, þá liggur fyrir að tilboð SA sem er helmingi lægra en verðbólgan og verður enn lægra þegar líður á árið vegna, sem bein afleiðing rangrar afstöðu ríkistjórnarinnar. Þá er hætt við að ráðherrar þurfi enn hærri aukaábót á launin sín, en þessi auka tvö prósent sem þeir fengu sér núna um áramótin.
Hvernig ætla stjórnvöld að landa loforðum sínum og væntingum sem þeir vöktu í haust hjá þeim hópum sem fara í viðræður í næsta mánuði? Stjórnvöld og SA skortir greinilega yfirsýn til þess að sjá hversu miklu tillaga ASÍ hefði skilað inn í þá lausn.
Hafa stjórnvöld ekki áttað sig á því að núverandi ástand kallar á stefnubreytingu í efnhagsstjórn?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli