sunnudagur, 13. janúar 2008

Kosningaloforð til sölu

Í ræðu Ingibjargar Sólrúnar á flokksþingi Samfylkingarinnar kom fram að hún teldi enga örðugleika á því að ríkisstjórnin liðkaði til við kjarasamningana. Hún nefndi að ríkisstjórnin gæti gert eitthvað í húsnæðismálunum. Í loforðum stjórnarflokkanna í vor var skýrt tekið fram að flokkarnir ætluðu að taka myndarlega á þessum málaflokki. Enda framkvæmdaleysi við byggingu hjúkrunarheimila og félagslegra íbúða það sem harðast var gagnrýndur í tíð síðustu ríkisstjórnar.

Það var skipuð nefnd til þess að vinna að tillögum, hún átti að skila af sér 1. nóv. síðastliðinn. Nefndin var þá búinn að vinna mikið og gott starf og var með góðar tillögur. Það sem hefur komið í veg fyrir að hún geti lokið störfum, er að fjármálaráðherra hefur algjörlega hafnað að setja nokkurt fjármagn í framkvæmdir. Nefndarmenn hafa bent á hvernig fjármálaráðuneytið hafi komið þessum málaflokki undanfarin kjörtímabil, sem hefur leitt til þess að tiltækar heimildir til þess að reisa félagslega íbúðir hafa ekki verið nýttar. Það væri út í hött að gera það eitt í þessum málaflokki að gefa út enn fleiri tilgangsleusar heimildir.

Nefndarmenn spyrja vitanlega til hvers það væri senda frá sér einhvern óskalista sem hefði þann tilgang einn að vekja upp falskar væntingar og kalla með því á reiði öryrkja, lífeyrisþega og fátæks fólks, sem myndi vitanlega beinast að félagsmálaráðherra. Til þess væri leikurinn líka augljóslega gerður af fjármálaráðherra, eins og við höfum svo ítrekað orðið vitni að á síðustu 12 árum.

Það væri nú alveg í samræmi við hátterni þessara stjórnarherra að ætla að gera þetta kosningaloforð sitt að söluvöru í kjarasamningum, í stað lækkun skatta á þeim sem minnst mega sín. Fátæka fólkið fengi ekki skattalækkun, en eins og komið hefur fram síðustu daga haldið þá verður áfram fylgt stefnu ríkisstjórnarinnar að lækka skatta á þeim sem mestar tekjur hafa en láta einstæðar mæður, ellífeyrisþega og öryrkja kaupa kosningaloforðin. Já, miklir menn erum við.

Engin ummæli: