sunnudagur, 6. janúar 2008

Mér finnst þetta gaman

Allmargir gagnrýndu ákvörðun Árni um að skipa son Davíðs sem héraðsdómara. Gagnrýnendur bentu á að nefnd sem hefði það hlutverk að meta hæfni umsækjenda hefði talið aðra mun hæfari. Árni sagði að rök nefndarninnar stæðust ekki, þar sem þau væru önnur en hann hefði sjálfur. Innvígðir sjálfstæðismenn fóru hamförum yfir þessari gagnrýni, en treystu sér ekki til þess að ræða málið málefnanlega, og völdu þá ógæfusömu leið að tengja persónu og ættir hins ungan manns í málið. Engin hafði minnst á það.

Maður tók sérstaklega eftir því hvernig Össur vék sér undan að svara spurningum um þetta mál, sakir þess að leiða má að því töluverð rök að hann hefði farið mikinn í þessu máli áður en hann varð ráðherra. En svo kom ástæðan í ljós, á sama tíma var hann að ganga framhjá mjög vel menntaðri konu með mjög góða þekkingu og reynslu og réð gamlan vin sinn.

„Mér finnst þetta gaman“ sagði Össur um að hafa vald ráðherra á bloggsíðu sinni og í áramótasilfrinu. Um leið sagðist hann vilja fá harða gagnrýni, það er svo spurning hvort hún virki. Hún hefur allavega ekki gert það hingað til hvað varðar ráðherra, því þeir víkja sér ætíð undan því að fjalla um málin á málefnanlegan hátt ef fram eru borin óþægileg gagnrýni eins og í þessum tveim málum hér ofar. En ég ítreka þó það sem ég hef sagt í síðustu pistlum, ummæli forsætisráðherra um áramótin vöktu hjá manni væntingar um að nú ætluðu þeir að taka um ábyrgari vinnubrögð.

Þetta dundar Össur sér við á sama tíma og flokksbróðir hans og meðráðherra talar um að lögsetja kynjakvóta á ráðningar í stjórnunarstöður. Jafnframt því að flest okkar muna örugglega eftir öllum ræðum samfylkingarmanna um kynjajöfnun.

Ég læt þér svo eftir lesandi góður að giska á hvers vegna niðurstöður í könnun Gallup eru þær að Alþingi njóti einungis trausts 29% almennings og hafi lækkað um 14 prósentustig frá síðasta ári og aldrei verið eins lítið síðan mælingar hófust í ágúst '93. Í kjölfar þess eru það svo pistlar um persónuleg vandamál Britney Spears sem stjórnendur bloggheima halda að almenning frekar en umfjöllun um þjóðmál.

Engin ummæli: