þriðjudagur, 29. janúar 2008

Hættið þessu væli og farið að vinna

Ólafur vissi að hverju hann gekk þegar hann gekk að tilboði sjálftæðismanna að splundra meirihlutanum með því að reka hnífinn í bak Dags. Hann er búinn að vera í stjórnmálum í 20 ár og veit að hann er undir stanzlausu eftirliti fjölmiðla og bitbein umræðunnar. Hann vinnur sannarlega ekkert á með því innihaldslausa voli sem fram hefur komið undanfarna daga.

Grínið sem Spaugstofumenn gerðu að umræðunni og útúrsnúningum sjálfstæðismanna laugardagskvöld var gott, mjög gott. Grínið beindist harðast að þeim og ritztjóranum og þeir áttu sannarlega innistæðu fyrir því.

En við bíðum eftir því að menn fari nú að tala um það málin snúast um.

Ætla þeir að halda áfram þessari fram og tilbaka stjórnum hér í borginni, sem skilar okkur ekkert áfram. Helsta verkefni stjórnmálamanna er að komast til valda í Reykjavík sama hvað það kostar, og byrja svo ætíð á því að eyðileggja það sem forverar þeirra voru að undirbúa. Eini sjáanlegi árangurinn er að setja borgarsjóð í þá stöðu að kaupa okkur frá þeim vanda sem stjórnmálamenn skapa með þessu hátterni.

Í því sambandi má benda á fram og tilbaka stjórnun sem hefur átt sér stað í Austurstræti, flugvellinum, Vatnsmýrinni, Laugaveginum og hjúkrunarheimilum. Er ekki hægt að taka endanlega ákvörðun og standa við hana? Það eru alltaf í gangi einhverjar vendettur og önnur orka fer svo í að koma í veg fyrir hugmyndir sem hugsanlega sé hægt að rekja til andstæðingsins. Ekkert annað er í gangi.

Það skiptir okkur æði mörg feikilega miklu máli að tekinn verði endanleg ákvörðun um innanlandsflug. Fram og tilbaka stjórnun hér í borginni hefur staðið í vegi fyrir því að upp komi samkeppni í innanlandsflugi og bæti aðstöðuna og lækki fargjöld um 40%. Við erum nokkur þúsund sem ferðumst reglulega með innanlandsfluginu, ekki bara nokkrir alþingismenn eins og sumir halda fram.

Við erum líka mjög mörg sem höfum sjálfviljug valið okkur þann kost að vilja búa í úthverfum og við viljum að stjórnmálamenn taki til við að druslast til þess að laga umferðahnútinn sem kemur upp af fullkomnu ástæðuleysi tvisvar á hverjum einasta degi á gatnamótunum Bústaðavegar og Breiðholtsbrautar og svo maður tali nú ekki um Sundabrautin.

Við biðjum um alvöru fólk í stjórn borgarinnar takk fyrir.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Orð að sönnu.

Kominn tími til að einhver sagði það augljósa. Það er algjörlega ÓÞOLANDI hvernig smábörnin í borginni eru að haga sér... valdagráðuga og ákvörðunarfælna hyski.

Varð að losa pirringinn aðeins.