Þetta eru lýsingarorð Moggans á stöðu kjarasamninga í dag. Það er að renna upp fyrir SA og ríkisstjórninni hversu alvarleg skemmdarverk þeirra voru í fyrstu viku þessa árs og hafa haft víðtæk áhrif. Samningur sem var komin vel í mótunarstigi og fyrirliggjandi samstaða var lögð í rúst með ótrúlega vanhugsuðum yfirlýsingum framkv.stj. SA og hægri kórinn í ríkisstjórninni var fljótur fram á sviðið og lagði undir sig alla spjallþætti morgun og eftirmiðdags og í Silfri Egils þ.13 jan. var staðan jarðsungin.
Það lá fyrir að verkalýðshreyfingin var tilbúinn að koma sameinuð að samningsgerð sem næði yfir þann tíma sem verða erfiðir í hagsstjórn gegn því að ríkisstjórnin kæmi að málinu á ábyrgan hátt. Þessu höfnuðu stjórnarþingmenn algjörlega og því fór sem fór.
Það virðist vera fyrst nú sem það er að renna upp fyrir SA og ríkisstjórninni að það var ekki upp á borðum að þeir gætu bakkað út úr hluta viðræðna, en haldið svo áfram með hinn hlutann eins og ekkert hefði í skorist. Það lá mjög glögglega fyrir af hálfu af hálfu stéttarfélaganna að með þessu útspili urðu fyrirtækin að bæta umtalsvert í launakostnaðarpakkann.
Þetta gátu allir læsir og heyrandi menn séð á yfirlýsingum forsvarsmanna stéttarfélaganna í byrjun desember.
Í lokin ein velviljug ábending til þáttastjórnenda, vegna þess að þeir ræða alltaf við stjórnmálamenn um stöðuna í kjaramálum. Stjórnmálamenn og allra síst öfgasinnaðir hægri menn hafa nákvæmlega engan skilning á því hvernig kaupin á eyrinni ganga fyrir sig og auk þess engan skilning á samskiptum aðila ativnnulífsins.
1 ummæli:
Sælir Guðmundur, enn einn góður pistill frá þér.
Líklega þarf staðan að verða heldur þrengri og erfiðari áður en stjórnvöld byrja að mæta þessu af einhverri alvöru.
Það versta við þetta er að stjórnvöld hafa komið sér upp blindgötu-rökum sem leiða alltaf til þeirrar niðurstöðu að aldrei sé rétti tíminn til að laga almennilega kjör þeirra verst settu. Kerfi samfélagsins skipta orðið meira máli en fólkið sem kerfið er fyrir - sumir ganga t.d. með þá barnatrú að skattkerfinu megi bara ekki breyta.
Maður bindur reyndar smá vonir við Samfylkingararm ríkisstjórnarinnar - eða ætti að geta það, eða hvað?
Skrifa ummæli