þriðjudagur, 22. janúar 2008

Trúverðugleiki stjórnmálamanna hrapar og hrapar

Við höfum undanfarið upplifað hvert vandræðamálið á fætur öðru hjá stjórnmálamönnum. Fjölmiðlamálið, eftirlaunamálið, launamál stjórnmálamanna, skipun sendiherra, sala bankanna, hæstaréttadómaramálið, héraðsdómaramálið, REI málið og borgarstjórnarskiptin í haust og vandræðin með málefnalistan þá. Hnífasettin, fatamálið og skattsvik stjórnmálamanna og svo núna borgarstjórnarskiptin aftur.

Sjálfstæðismenn bakka að því virðist umhugsunarlaust í öllum prinsippmálum sínum til þess eins að komast til valda. Forvitnilegt að horfa á svipinn á þeim sem stóðu að baki Ólafs í beinni útsendingu í gærkvöldi, þegar hann las upp hvert loforðið um aukna félagshyggju á fætur öðru í málefnaskrá sem var verðmiði hans á valdastólunum í ráðhúsinu.
Sjálfstæðismenn afgreiddu samskonar verðlista Björns Inga á sínum tíma og svo hinir flokkarnir í haust.

Í spjallþáttum er það liðin tíð að menn fjalli um málefni með rökum. Þar er í síbylju talað um skoðanir einstaklinga, sem oftast er afleiðing spuna einhvers þriðja aðila og svo snýst umræðan um hvort spuninn sé réttur eða rangur. Margir hafa kallað þetta Morfísvæðingu stjórnmála.

Fólk sem er í stjórnmálum í dag er þar ekki vegna sannfæringar sinnar, það eru valdastólarnir. Hvað sem þeir kosta, það er málið.

Það vefst ekki fyrir stjórnmálmönnum að setja hvern mannin á fætur öðrum á starfslokasamning og jafnvel líka á eftirlaunsamning. Allnokkur sveitarfélög hafa verið með fleiri en einn og fleiri en tvo á launum í sama starfinu. Sömu einstaklingar eru í sumum tilfellum að auki á launaskrá á Alþingi eða í öðrum opinberum störfum.

Ég hef haldið því lengi fram að sú aðferð sem við notum til þess að velja fólk á lista, leiði til þess að ákveðin gerð stjórnmálamanna fari inn á lista. Sú gerð er ekki endilega sú týpa sem við viljum. Enda er það smá saman að verða ljósara, þegar litið er til orða og athafna.

Almenningur/kjósendur mun örugglega velta þessu fyrir sér í vaxandi mæli fram að næstu kosningum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað kostar það ríkið og þess vegna þjóðina með allar þessar ráðningar?

Nafnlaus sagði...

http://eyjan.is/silfuregils/2008/01/22/skritin-atbur%c3%b0aras/#comments