laugardagur, 12. janúar 2008

Áróðursstríð

Eins og ætíð áður þá leggjast stjórnvöld og samtök atvinnurekenda í áróðursstríð gegn launamönnum þegar þeir reyna að rétta hlut sinn í kjarasamningum. Það bregst ekki að RÚV breytist í Fox og kallar til sín í dægurmálaútvarpið og Kastljósið öfgafulla hægri menn þegar kjarasamningar standa yfir til þess að fá hjá þeim yfirlit um stöðuna í lok vikunnar. Krydduðu með yfirlýsingum um álit þeirra á samtökum launamanna.

Öll þekkjum við álit öfgafullra hægri manna á samtökum launamanna. Það fer í taugarnar á þeim að launamenn skuli mynda samtök til þess að gæta hagsmuna sinna. Það segir okkur allt um álit yfirmanna Fox, æ fyrirgefið ég ætlaði að segja RÚV, á málefnum launamanna, að maður sem margsinns hefur upplýst þjóðina um að hann veit nákvæmlega ekkert um kjarasamninga, skuli ætíð vera fenginn til þess að reka þennan áróður fyrir hönd stjórnvalda og atvinnurekenda í "sjónvarpi allra landsmanna".

Ef Fox stæði eðlilega að málum þá væru forsvarsmenn samtaka launamanna fengnir til þess að fara yfir stöðuna, það vitum við öll.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þeir eru þó nokkrir í fjölmiðlastjórnum sem sinna áhugastefnu auðvaldsins.

The State Party? Hverjir eru það nema..........