föstudagur, 11. janúar 2008

Ríkistjórnin og SA reyna að klóra yfir mistök sín

Forsvarsmenn SA reyna að klóra yfir að hafa átt frumkvæði að eyðileggja sameiginlega aðkomu stéttarfélaganna að gerð stefnumarkandi kjarasamninga í samvinnu við stjórnvöld og fyrirtækin. Markmiðið var eins og kom fram í yfirlýsingum stéttarfélaganna í nóvemberlok, að stuðla að stöðugleika sem mynda hafa lækkandi áhrif á verðbólgu.

Framkv.stj. SA fór mikinn í fjölmiðlum um helgina gegn sameiginlegum tillögum launamanna og afleiðingarnar eru komnar fram. Honum hefði átt að vera ljóst hver uppskeran yrði. Hann birtir svo á heimasíðu SA grein undir fyrirsögninni „Skynsemi, raunsæi og framsýni“ og segir m.a. að sé öllum í hag að kjarasamningarnir að varða leiðina að lægri verðbólgu og að launakostnaðarhækkunum sé forgangsraðað til þeirra sem eru með lægstu launin eða þeirra sem ekki hafa notið neins launaskriðs.

Það er ekki hægt annað en álíta sem svo að hér sé framkv.stj. SA að hæðast að launamönnum, eða þá að reyna að stela yfirlýstum markmiðum þeirra og gera okkur upp einhver ankannanleg stefnumið.

Manni er spurn á hvaða forsendum telja forsvarsmanna SA að launamenn hafi tekið undir tillögur SA í nóvember? Þau sjónarmið sem launamenn fóru með á fund ríkisstjórnarinnar þ.a. 12. desember eru vel kunn. Hvers vegna hafa launamenn beðið í heilan mánuð eftir svari? En nú er komið í ljós að forsvarsmenn SA hafa í millitíðinni farið til stjórnvalda og lagst í undirróður gegn tillögum launamanna. Þeirri herferð lýkur svo með því að SA fer í fjölmiðla um helgina og gerir allt sem hægt er til þess að samstarf launamanna rofni.

Forsvarsmenn SA eiga stærstan þátt í því hvernig komið er. Til að bæta svo gráu ofan á svart birtir svo aðstoðarframkv.stj. SA grein á heimasíðu SA þar sem hann reynir að draga upp einhverja ímyndaða fátæktargildru, sem hann veit að var alls ekki markmið launamanna. Það hefur margoft komið fram að ASÍ lagði þ. 12. des. á fundi sínum með ríkisstjórninni fram tillögur um hvernig mætti bregðast við jaðaráhrifum. En það hentar ekki SA að greina frá því vegna þess að þá verður skömm þeirra enn dýpri.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir góða greiningu. Hugsaði svipað í sambandi við SA