Það hlýtur að vera sjálfstæðismönnum umhugsunarefni hvers vegna þeir eru svona oft í deilum við allt og alla. Þeir þurfi ætíð að vera í því hlutverki að verja það að þeir séu á ekki á villigötum, það séu allir aðrir landsmenn sem hafi rangt fyrir sér. Allir rangtúlki skoðanir sjálfstæðismanna og geri þeim upp skoðanir.
Við erum nýkominn út svona ferli sem snérist um hvort matsnefnd dómara fór ekki eftir þeim lögum sem henni voru settar. Ef maður skoðar lögin og forsendur þeirra er ekki hægt annað en taka undir með nefndinni. Það er heldur ekki hægt annað en að taka undir með stjórn dómarafélagsins og eins áliti fjölmargra lögmanna og enn fleiri álitsgjafa og enn fleiri einstaklinga sem hljóma á kaffistofum hvar sem maður kemur.
Eða deilunum um fjölmiðlalögin, eða eftirlaunalögin eða framlögðum gögnum prófessora við Háskólann um fjölgun fátækra. Og svo REI og hvers vegna borgarstjórnin sprakk í haust og svo.....
Eða þeim forsendum sem þeir halda fram um myndun nýrrar borgarstjórnar. Nýi borgarstjórinn sagði í Kastljósinu í kvöld að sjálfstæðismenn hafi verið í viðræðum við VG. Þessu hafa sjálfstæðismenn algjörlega hafnað. Verður þetta fóður næstu deilna?
Og alltaf eru það sömu ungu þingmennirnir sem eru sendir í spjallþættina til að fara með fullyrðingar frá höfuðstöðvunum, sem ætíð stangast á við skoðanir allra annarra. Skyldi aumingjans mönnunum ekki leiðast að vera krossfestir og alltaf vera í liðinu sem er upp á kant við alla? Meir að segja marga sem eru í flokknum.
Umboðsmaður Alþingis hefur sett fram það álit að allt að 30% að þeim lögum sem sett eru séu óvönduð og gangi gegn fyrirliggjandi lögum og jafnvel stjórnarskrá. Í skoðanakönnunum kemur fram að traust fólks á stjórnmálamönnum fellur sífellt neðar. Skyldi nokkurn undra? Nema kannski þeim sem eru að öllum líkindum eru helstu arkitektar þessa hruns.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli