föstudagur, 14. nóvember 2008

Undanhaldið hafið I

Þau merku tíðindi eru að gerast að Sjálfstæðisflokkurinn er að opna á Evrópuumræðuna í flokknum. Á miðstjórnarfundi og þingflokksfundi Sjálfstæðismanna í hádeginu í dag er rætt um hvernig flokkurinn getur mjakað sér í átt til Evrópu.

Er það ekki dáldið einkennilegt að forysta stjórnmálaflokks sem gefur sig út fyrir að standa fyrir frelsi einstaklingsins og allir þeirri hlið og berjast fyrir þeim málstað í andstöðu við önnur öfl í landinu, telji sig þurfa að gefa út opinbera yfirlýsingu þar sem flokksmönnum er heimilað að ræða tiltekna hluti.

Hugsið ykkur allar þær upphrópanir, reyksprengjur og mótsagnakenndu yfirlýsingar, sem þingmenn og ráðherrar flokksins eru búnir að gefa út undanfarinn misseri, til þes að koma sér hjá því að ræða þessi mál á málefnanlegan hátt.

Erum við ekki örugglega stödd í nóvember 2008?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er nú ekkert smá frelsi að mega vera sammála þessum snillingum.

Nafnlaus sagði...

Krónan er ónýt, íslenskan er ónýt, ísland er ónýtt. Forði sér allir sem það geta. Látið gamla siðlausa pakkið, sem bjó til vandann verða hér eftir og svelta í hel. Þau eiga ekki annað skilið. Allir undir fertugu flýti sér til siðaðra landa.

Nafnlaus sagði...

Íslenskan? Hvernig getur hún verið ónýt? Var hún líka sett í pant fyrir IceSave?

Nafnlaus sagði...

Þetta er allt í lukunnar velstandi, undanhald gengur samkvæmt áætlun.

krilli sagði...

"... þar sem flokksmönnum er heimilað að ræða tiltekna hluti."

:D of fyndið. Já, neyðarlegt.

Geirinn sagði...

Jamm, það þurfti ekkert smá til þess að Sjallarnir byrji að íhuga um að tala um ESB. Efnahagskerfið í rúst, vikuleg mótmæli á Austurvelli og erlendar þjóðir að þrýsta á okkur að standa við skuldbundingar.

Þetta er eins og að hugsa um að byggja tengibyggingu á milli tveggja bygginga á meðan annað þeirra brennur.

Því það er búið að taka nógu ands. lengi fyrir þau að byrja að slökkva eldinn.

Held samt að Geir verði að fara frá svo að þessi Evrópunefnd fái að skila af sér áliti sem er andstætt hans áliti.