laugardagur, 8. nóvember 2008

Ekkert að gerast

Það er eins svo margir hafa spáð íslensk stjórnvöld ætla sér ekki að endurnýja neitt. Það er ætlunin að hlunkast áfram, án þess að nokkur þurfi að axla ábyrgð. Stjórnmálamenn eru þessa dagana að skipa sjálfa sig í að endurskoða hvað fór úrskeiðis, auk að setja til starfa innan bankanna sama fólkið og kom þjóðinni á kaldan klaka.

Ég er búinn að vera undanfarna daga á þingi norrænna byggingarmanna. Jú félagar okkar hafa fulla samúð með okkur. En það er klár afstaða þeirra að ef Ísland ætlar ekki að taka til hjá sér, setja þá stjórnmálamenn til hliðar sem gerðu hin miklu mistök og taka upp nýja peninga- og efnhagsstefnu, setja til starfa í bönkunum nýtt fólk, þá segja hinir norrænu félagar að það sé tilgangslaust að vera senda peninga til Íslands það verði bara til þess að viðhalda hítinni.

Það liggur því fyrir að helsta ástæða þess að ekki er búið að Alþjóðasjóðurinn er ekki búinn að afgreiða lánið, er að félagar okkar á norðurlöndum segjast ekki sjá neina ástæðu til þess að henda milljörðum í sömu hítina. Íslendingar verði að gera alvöru tilltekt strax.

Ég horfði í gærkvöld á hernarfulltrúann sem Geir er búinn að ráða sem fjölmiðlafulltrúa. Hann var geysilega ánægður með sjálfan sig. Við vorum nokkrir í forystu SA og ASÍ sem sátum með honum um daginn og hann fór yfir eigin störf og marglýsti því yfir hversu vel honum hefði tekist. Engin á fundinum kannaðist við það og hann var tekin á beinið af mönnum á fundinum og kippt niður á jörðina. Þegar við spurðumst fyrir um með hverjum hann starfaði, þá kom fram að helsti ráðgjafin væri Baldur Guðlaugsson yfirráðherra. Það ber nú öllum úr forystu atvinnulífsins að þar fari veruleika fyrrtasti maður landsins. Algjörlega úr sambandi við raunveruleikann. Siðferðið hefur líka verið dregið verulega í efa á undanförnum vikum.

Það sama gerðist í gær. Því í Kastljósinu strax á eftir voru þeir Björn Ingi og Sigmundur og báðum var tíðrætt um það sama og öll þjóðin upplifir. Engin veit hvað æðstu embættismenn eru að gera. Meir að segja alþingismenn kvarta.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

MÆTUM ÖLL

BORGARAFUNDUR Í IÐNÓ kl. 1 í dag

MÓTMÆLI Á AUSTURVELLI kl. 3 í dag