Mér er ákaflega hugleikin staða þeirra eru að verða fyrir tekjubresti þessa dagana, þ.e. þeim sem missa vinnuna eða þurfa að taka á sig launalækkun út af mismunandi ástæðum. Við blasa afleiðingar efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Það er ærin ástæða til að gera eitthvað í stöðu hins venjulega borgara sem lendir í greiðsluerfiðleikum.
Fólk er ekki hlutafélag sem hægt er að setja á hausinn, skipta um kennitölu afskrifa með því skuldir og byrja með nýrri kennitölu daginn eftir. Þetta virðast stjórnvöld hinnar grímulausu frjálshyggju og efnhagsspekúlantar hennar ekki gera sér grein fyrir. „Hver er sinnar gæfu smiður“ segja þeir, „Fólk átti bara að taka minni lán.“
Þeir ríghalda í krónuna og segja ; „Með krónunni er blóðsúthellingalaust hægt að lækka laun, hafi verið gerðir óskynsamir kjarasamningar.“ Efnahagstefna þeirra hefur leitt yfir okkur fjórfalda verðbólgu nágrannalanda okkar, helmings gengisfall krónnunar og hæstu vexti í Evrópu, sem kalla á hækkun verðtryggingar.
Það þarf að gríða til sértækra ráðstafana til að hjálpa fólki sem stefnir í greiðsluþrot. Þetta þarf ríkisstjórnin að gera núna. Fram hefur komið fram sú hugmynd frá efnahagsspekúlöntum hvort ekki megi bara taka fjármagn úr almennu lífeyrissjóðunum til þess að greiða niður lánin.
Forsvarsmenn almennu stéttarfélaganna hafa bent á að þetta ráðslag myndi leiða til þess að örorkubætur og ellilífeyrir myndi lækka hjá þeim sem eru í almennu lífeyrissjóðunum. En ekki hjá hluta opinberra starfsmanna, þingmanna, háttsettra embættismanna og ráðherra, því þeir nýttu sér aðstöðu sína til þess að setja ríkisstryggingu á sína lífeyrissjóði. Þeir sem ekki hafa greitt íslensku lífeyrissjóðina sleppa líka.
Hvers vegna á almennt launafólk sem hefur unnið það eitt til saka að hafa greitt sinn sparnað í almennu lífeyrissjóðina, að una því að efnahagsspekúlantarnir ætli að taka út sparnað þess og nýta hann til þess að leiðrétta eigin mistök. Þeir tóku 10 - 15% af þessum sparnaði út um leið og þeir leiddu bankafallið yfir þjóðina.
Væri nokkuð ósanngjarnt að ætlast til þess að efnhagsspekúlantarnir finndu einhverja aðra leið?
Svo væri ágætt að þeir færu að margítrekuðum óskum launamanna og breyttu um efnahags- og peningastefnu og stjórnendur hennar. Strax.
6 ummæli:
Þeir vilja ekki að fólk fari í greiðsluþrot. Þeir vilja skuldbreyta og lengja í lánum svo fólk geti haldið áfram að borga. Ríkisstjórnin þarf að vera áskrifandi að laununum okkar áfram svo þeir lengja í hengingarólinni.
Auðvitað þarf nýja stjórn og nýja peningamálastefnu.
Við skulum ekki gleyma því að VIÐ berum uppi þetta kerfi og ef við HÆTTUM AÐ BORGA þá er allt búið.
http://this.is/iceland-calling
Ef fólk "hættir að borga" í stórum stíl, leiðir það til þess að eðlilegt fjármagnsflæði í landinu stöðvast. Fólk hættir að fá laun greidd, verslanir hætta að geta keypt inn vöru osfrv.
Það verður stjórnleysi; uppþot, gripdeildir, rán og annað ofbeldi.
Það verður möo sómalskt ástand.
Kæri Guðmundur
Ég veit að þú hefur fengið þessa spurningu milljón sinnum, en ég verð samt að spyrja:
Hvar er forista verkalýðsins, á laugardögum kl. 3? Afhverju er þýlindi ykkar svo mikið, að BSRB er - að mér vitandi - eina verkalýðsfélagið sem hefur auglýst einhvern gjörning, og þá í samfloti með ÖBÍ og fleirum. Afhverju var ekki RSÍ auglýst þarna með? Verða kannski félagsmenn RSÍ ekki öryrkjar eða gamlir? Vilt þú halda þessari ríkisstjórn, eða er verkalýðshreyfingin allt í einu orðin blind á pólitík? Eða er 1. maí eini dagurinn sem þið kunnið að koma saman, þar sem ekki hafa verið mikið um mótmæli á síðstu tveimur áratugum, eða svo?
Annaðhvort fer verkalýðsforystan að taka þátt á laugardögum, með hinu fólkinu - auglýsir það og hvetur sína félagsmenn, eða þið verðið bara næstir. Fólkið vill ekki bara þingheim í burt - það vill alla spillinguna í burtu! Hvar stendur þú?
Hef sagt það áður þettað snýst allt um efnahagsstjórnun, ekki hvað mynt er notuð. Lettland er nú í ESB og stefnir á að taka upp Evru og ekki er staðan þar góð. Þettað er góð lesning http://www.egill.blog.is/blog/egill/entry/718691/
Kveðja SImmi
Evran er í vanda líka - það er auðséð.
Það sem þó aldrei kemur fram í umræðum sem eiga sér stað um þessi mál eru að þeir sem eru með Evru, pund eða dollar sem mynt eru ekki að finna eins mikið fyrir alheimskreppunni og við.
Ég hef heyrt frá félögum mínum í DK að greiðslubyrði þeirra hafa hækkað um undir 100 DKK á mánuði á meðan það er mælt í tíu/hundraðþúsundköllum hér.
Sömuleiðis hefur matar/neyslukostnaður staðið í stað þar, því gjaldmiðill þeirra fylgir gengi þeirra sem þeir eiga mest viðskipti við.
Þ.a.l. ef morgunmaturinn frá UK kostar 2€ í dag, kostar hann líka 2€ á morgun, þótt evran hrynji í millitíðinni. Því er hinn almenni borgari ekki að drukkna í greiðsluerfiðleikum í þessum löndum, hagkerfi þeirra fylgir hagkerfum nágrannanna.
Þetta er staða sem við þurfum að komast í, það er allt önnur saga hvernig gengi stóra gjaldmiðilsins plumar sig. Við verðum að tryggja að dagleg útgjöld hins almenna borgara fari ekki út úr kortinu, því alltaf er innkoma viðkomandi sú sama, jafnvel minnkandi.
Öddi
"Alþýðusambandið, vinnuveitendur og ríkisstjórnin eru álitin vera sömu megin við borðið. Eru ÞEIR. Hin erum VIÐ: Allur almenningur er hinumegin við borðið og veit af því. Þess vegna er Alþýðusambandið einangrað og áttavillt."
Jónas Kristjánsson
Skrifa ummæli