Halldór Laxness lýsir íslenskum athafnamönnum í Kristnihaldi undir jökli.
Spurt er: Hvað er hraðfrystihús?
Og svarað: „Það eru íslensk fyrirtæki. Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu, síðan fá þeir styrk af ríkinu til að reka þau, þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir en verða seinast gjaldþrota og láta ríkið bera gjaldþrotið. Ef svo slysalega vill til að einhverntíma kemur eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemmta sér"
(Kristnihald undir Jökli, bls. 301)
Nýlega hélt Geir forsætisráðherra ræðu á fundi Landsambands íslenzkra útvegsmanna. Þar kom fram að þeir hefðu gert afleiðusamninga og væru að tapa á þeim 25 - 30 milljörðum. Geir sagði að ríkisstjórnin þyrfti að taka á þeim vanda.
Ennþá eru þessir menn í fortíðinni, ekkert breytist.
Fer nú ekki að koma upp sá tími að íslenskir ráðamenn þurfi að axla ábyrgð, þá væri kannski von að þeir færu að verða alvöru stjórnmálamenn. Ekki tækifærissinnaðir forðusnakkar.
7 ummæli:
Af hverju er Samfylkingin í stjórn með þessu liði? Er það af því hún er svo ósammála þeim?
Þórður S
Það er fáranlegt að borga skuldir án þess að hirða eignir.
Þeir ættu þá að skila kvótanum.
Stjórnmálamenn eru strengjabrúður ákveðinna hópa, þar er Samfylkingin engin undantekning. Hún spilaði með Bónusfeðgum og forsetann í fararbroddi. Við erum m.a. að súpa seiðið af því núna. Allir trúðu eins og Biblíunni, að þetta væru menn sem spiluðu fyrir alþýðuna en annað kom á daginn. Ég er feginn því að þetta er hrunið núna, hefði getað verið verra eftir td. 2 ár.
Þeir hafa græna kortið frá LJÚ
They love to take us from behind,og engin sleipiefni...
Þetta eru mjög góðir pistlar hjá þér Guðmundur og ég er þér sammála í öllum megin þáttum.
Hvað finnst þér með stöðu VR-formannsins. Er ekki afleitt að maður í þessari stöðu sé í stjórn banka. Ég tapa á Kaupþingi var með lán á móti hlutafé, sem ég þarf að greiða en sé nú að aðrir þurftu það ekki.
Er þetta ekki ótækt.
Eval
Sammála nafnlaus. Ríkið getur tekið þessi fyrirtæki, rekið þau og síðan selt þegar markaður hefur myndast. Ríkisbankarnir eiga kröfuna og þjóðin þessi verðmæti.
Jón Einarsson
Skrifa ummæli