sunnudagur, 23. nóvember 2008

Loks eitthvað af viti

Það er gott mál að fá finnska fjármálasérfræðingurinn Kaarlo Vilho Jännäri til þess að til að endurskoða regluverk um fjármálastarfsemi og framkvæmd bankaeftirlitsins hér á landi.

Jännäri hefur reynslu bankakreppum og var forstjóri finnska Fjármálaeftirlitsins á árunum 1996-2006. Hann hefur verið áberandi í því starfi í opinberri umræðu í Finnlandi enda hefur Fjármálaeftirlitið miklu hlutverki að gegna þar. Jännäri kemur fljótlega til Íslands og á að skila skýrslu sinni í lok mars.

Almenningur setti strax fram kröfu um erlendan óháðan eftirltisaðila og fram hefur komið að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ásamt norrænum seðlabankastjórum settu þetta sem skilyrði.
Nefnd sem þingflokksformenn áttu að stofna til þess að endurskoða sjálfa sig var andvana fædd, en segir allt um hugarfar íslenskra stjórnvalda.

Staða stjórmálamanna endurspeglast mjög vel í skoðanakönnun Fréttabalsðins, 50% þjóðarinnar vill ekkert hafa með þá að gera. Sjálfstæðisflokkurinn er kominn niður i 24% af hinum helmningnum, semsagt með fylgi 12% þjóðarinnar. Það sem eftir stendur er semsagt lítið umfram þann hóp sem sækir landsfund.

Þetta hlýtur að vera ráðherrum umhugsunarefni. Því fer fjarri að þeir séu að ná til þjóðarinnar og þeir eru rúnir trausti. Viðbúið er að mótmælin eigi eftir að vaxa ennfrekar hugsi þeir sér ekki til hreyfings fljótlega

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra að þér líst vel á þetta Guðmundur. Ég treysti því að þú kunnir skil á réttu og röngu (það er aðalmálið þessa dagana). Mér fannst hins vegar grunsamlegt að þessi úttekt á að kosta max 11 milljónir (kaup og kostnaður innifalinn). Þarna finnst mér að við megum engu til spara. Ég skora á auðmenn landsins að leggja í sjóð þannig að fjárskortur standi ekki í vegi fyrir nauðsynlegri rannsókn á þeim afglöpum sem hér hafa orðið í fjármálastjórn og fjármálastarfsemi.

Oddur Ólafsson sagði...

Þú hlýtur að verða framarlega á lista Eyjuframboðsins!

Nafnlaus sagði...

Þetta er merkileg ráðning og góð. Hins vegar ef að lýðurinn í Finnlandi hefði látið eins og pakkið hér þá hefði þessi ágæti Finni ekki fengið að koma nálægt endurreisnarstarfi. Hann var stjórnarformaður í banka sem fór í þrot. Svolítið eins og að Sigurður Einarsson væri fenginn til að skrifa nýtt regluverk fyrir fjármálamarkaðinn.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst merkilegast að þessi Finni var ráðinn fyrir mánuði og fréttin er fyrst að ná í gegn núna. Geri ráð fyrir því að það komi jafn-mikið á óvart þegar "í ljós kemur" að þrjú alþjóðleg endurskoðunarfyrirtæki hafa verið með yfirumsjón/eftirlit með bönkunum þremur í svipað langan tíma.

Nafnlaus sagði...

Flottur á því hann Geir. Fyrst Norskur sérfræðingur í áróðri (einhverskonar Göbbels) og síðan uppgjafa banka blók sem olli allskonar hörmungum í Finnlandi.

Það er orðrómur á kreyki að Geir sé að ráða Mugabe (Suður Afríku) til að koma Sjálfstæðisflokknum aftur á flot.

agustina sagði...

Hi!, i love this blog.
the writes are beautiful
i'm from argentina!
Kisses