Það liggur fyrir að í þjóðfélaginu er hratt vaxandi krafa um að ríkisstjórnin víki. Ljóst er að sú efnahagstefna sem fylgt hefur verið er að valda heimilum og fyrirtækjum þessa lands óbætanlegu tjóni. Þar bera stærsta ábyrgð þeir sem hafa mótað þessa stefnu. Þeir eru núna í ríkisstjórn og eins við stjórn Seðlabanka. Þetta fólk er rúið trausti og vanhæft.
Vaxandi fjöldi launamanna vill ekki sætta sig við að ríkisstjórnin sitji áfram og krefst þess að verkalýðshreyfingin grípi til vopna sinna og það stefnir í mun harkalegri átaka en hafa verið undanfarna laugardaga. Reiðin muni stóraukast þegar um næstu tvenn mánaðarmót falli stórir hópar af launaskrá.
Forseti ASÍ setti í gær fram hugmynd um hvort ekki mætti málamiðlun. Fjármála- og viðskiptaráðuneyti hafa orðið á alvarleg mistök á undanförnum mánuðum. Sefa mætti reiði fólks axli þeir ábyrgð á gjörðum sínum.
Í dag birti svo mbl.is og svo vitanlega fréttastofa Sjónvarps bjálfalega útúrsnúninga forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar þar sem í engu var svarað um það sem málið snérist. Venjubundin vinnubrögð íslenskra ráðherra sem þessir fjölmiðlar birta vitanlega athugasemdalaust.
Ekki batnaði veruleikafirringin svo þegar í ljós kom að þessir ráðherrar ætla að senda Davíð sem fulltrúa Íslands á fund IMF.
En þetta kyndir vitanlega einfaldlega undir reiðiöldunni. Það hlýtur að koma að því að ráðherrar og fjölmiðlar þeirra átti sig á því sem er að gerast í íslensku þjóðfélagi. Almenningur er ekki flón, lýðskrumarar og skríll eins og Geir og Davíð endurtaka ítrekað.
Þessi ríkisstjórn verður að fara frá er krafan.
8 ummæli:
Ríkisstjórnin hefur um 100 daga til að leggja spilin á borðið um hver staðan er, hvað eigi að vera leiðin út úr þessu, biðjast afsökunar á mistökum sínum og boða til kosninga á útmánuðum. Geri hún ekki það er hætt við að næstu valdaskift hér á landi verði ekki friðsamleg. Þetta fólk er að leika sér að sjálfum friðinum í samfélaginu og er það ekki algerlega óábyrgir stjórnunarhættir.
Héðinn Björnsson
Það er mikið að verkalýðshreyfingin er að vakna til lífsins.
Tók eftir að loksins er Ingibjörg að hressast og Jóhanna "HEYRIR" líka hvað þjóðin er að fara framá. Þess vegna eru þær stöllur líklega að sjá til þess að unninn verði nýr sjórnarsáttmáli í ljósi gjörbreyttra aðstæðna. Aðrir úr ráðherra-alræðinu eru vita heyrnarlausir. Þetta er síðasta hálmstráið um einhverja sátt eða samræmda aðgerðaráætlun áður en stjórnin verður að segja af sér. Það var von mín að Samfylkingin hefði þann dug að slíta hreinlega stjórnarsamstarfinu. Grímur Atlason veltir reyndar upp öðrum möguleika á blogginu sem gæti frelsað okkur undan þessum glundroða, nefninlega að þingmennirnir niðrí Alþingi lýstu yfir vantrausti. Eru þeir ekki til í að gera eitthvað afdrifaríkt? Við þurfum neyðarstjórn sem gæti tekið við strax og svo gætum við haldið kosningar í vor. Einn dagur í viðbót af þessu og allt verður vitlaust.
Það eru þrír ráðherrar sem fjalla beint um þá málaflokka sem hafa sett okkur á hausinn.
Forsætisráðerra er einnig efnahagsráðherra og ber lang, lang mesta ábyrgð á núverandi stöðu þjóðfélagsins. Hinir tveir eru viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra. Það var mjög sérkennilegt hjá forseta ASÍ að sleppa forsætisráðherra í upptalningunni um hverjir ættu að fara frá. Einnig minntist hann á hlut seðlabankans en FME er alveg jafnsekt um vanhæfni og hinir.
Hvort sem þessir aðilar vissu og gerðu ekki í málunum eða vissu ekki þrátt fyrir skýrslur, umræður og blaðaskrif gerir þá jafn vanhæfa. VANHÆFIR um að sjá við hruninu eru vanhæfir um að bregðast við því.
NEISTI
Þessi ríkisstjórn er handónýt og allt embættismannakerfið í kringum hana !
Eina sem þessir aðilar kunna, moka undir rassgatið á sjálfum sér !
En á sunnudaginn kom fram forseti ASÍ og tilkynnt að hann væri að ræða við vini sína hjá samtökum atvinnulífsins um nýja þjóðarsátt !
Hefur einhver umræða verið innan verkalýðsfélaga um það ástand sem er hér í dag ?
Hafa verkalýðsfélögin boðað félaga sína á fundi til þess ?
Það er sama rassgatið undir öllu þessu líði , líka þér Guðmundur !
Það er talað niður til fólksins, en ekki við það !
Það er alveg sama hvort það eru stjórnmálamenn eða verkalýðsleiðtogar !
Að tala við fólkið , nei, það er talað niður til þess !
Umboð um samninga launþega, liggur það ekki hjá stéttarfélagi viðkomandi eða forseta ASÍ ?
Enn á ný sannast að hér voru gerð ótrúleg mistök sem skýrast af því að allir þeir sem ábyrgð áttu að bera sváfu á verðinum.
Hefði þetta fólk einhverja sjálfsvirðingu myndi það segja af sér.
Mér sýnist reyndar að sú ákvörðun þessara manna að sitja sem fastast sé að skaða land og þjóð ómælanlega til langs tíma.
Hverjir eru þetta?
Geir Haarde, Björgvin Sigurðarson, Árni Mathiesen, Ágúst Ólafur, Davíð Oddsson og forstjóri og stjórnarformaður bankaeftirlitisins.
Beri þessir menn hag lands og þjóðar fyrir brjósti ættu þeir að segja af sér í dag.
Þannig gæti ríkisstjórnin áfram setið og unnið að lausn vandans á allt öðrum forsendum en til þessa þar sem þessir herramenn spilla fyrir samkomulagi sem grundvalað verður á trausti.
Kveðja
Gylfi
Það var athyglisverður útúrsnúningur hjá GH að hann væri ekki að skipta sér af því hvernig ASÍ væri að skipa í embætti. Gerir Geir-laug sér ekki grein fyrir því að hann er að vinna m.a. fyrir ASÍ sem hluta þjóðarinnar en ekki ASÍ hjá ríkisstjórninni? Er hann svona gjörsamlega firrtur?
Og svo kemur þessi makalausi fundur hjá Verði að nú verði að fara að athuga með að skipta út stjórn Seðlabankans því hún sé farin að skaða flokkinn. Takið eftir FLOKKINN, ekki þjóðina. Getur þetta fólk ekki gert okkur þann greiða að drepa sig? Það þarf ekki einu sinni að jarða það. Bara keyra það í Sorpu þar sem það á heima. Kannski væri meira að segja hægt að fá fyrir það skilagjald?
ÞÚB
Það er komið nóg af þessu helv..... ástandi og úrræðaleysi.
Ég ætla að mæta á Austurvöll og mótmæla á laugardaginn. Það er þó það sem ég get gert. Búinn að fá nóg af ríkisstjórninni og öllu sem hún stendur fyrir.
Loksins er verkalýðshreyfingin að "vakna" og rækja sitt hlutverk. Guðmundur, ég vona að þú mætir ásamt þínu fólki.
Sýnum samstöðu. Mætum öll á laugardaginn.
Hallgrímur H. Gröndal
Skrifa ummæli