Var í kvöld að koma til Osló á þing norrænna byggingarmanna sem hefst í fyrramálið. Máttum sitja allnokkurn tíma út í vélinni Kaupmannahöfn vegna þess að flugvöllurinn í Osló var lokaður vegna ísþoku.
Á leiðinni út hitti ég tvo af mínum fyrrverandi nemendum, þegar ég var í því hlutverki að kenna íslenskum rafiðnaðarmönnum undirstöður í rafeindatækni og iðnstýringum. Ég var um tíma starfsmaður Ísal sem var langfullkomnasta verksmiðja, sem sett hafði verið upp ekki bara á Íslandi heldur þó víðar væri leitað.
Svo fullkominn að íslenskir rafiðnaðarmenn réðu ekki við að þjóna búnaðinum og hjá okkur voru þýskir og svissneskir rafiðnaðarmenn sem sáu um þann þátt. Ragnar forstjóri lagði mikið á sig til þess að breyta þessu og kom því til leiðar að ég fór út og lærði á þessa nýju tækni og var síðan í því í 10 ár að færa þekkinguna heim. Það gekk vel og á skömmum tíma breyttist þetta þannig að íslenskir rafiðnaðarmenn voru að störfum víða um heim í flóknum tæknimálum.
En svo ég komi aftur að innleggi þessa pistils, þá hafa þessir fyrrverandi nemar mínir unnið að því í allmörg ár að byggja upp gott fyrirtæki með úrlausnir á sviði iðnstýringa og gengið vel. En svo kom skellur um daginn, þeir vor langt komnir með að landa góðum samning við fyrirtæki niður í Dúbai og þegar átti að undirrita þá kipptu arabarnir að sér hendinni.
Hvers vegna? spurðu íslensku tæknimennirnir. Við erum með bestu lausnirnar eins og þið eruð búnir að sjá í úrlausnum tilboðanna. Það er er rétt, sögðu arabarnir, en það er ekki hægt að treysta íslendingum segja bankarnir og vilja ekki koma nálægt fjármögnun á verkefninu, þannig að við getum ekki samið við ykkur.
Hittum nokkra norðmenn þegar við fórum áðan á hamborgarsjoppu til þess að fá eitthvað að borða, nú fær maður ekki lengur mat í Flugleiðavélum, 3 flugfreyjur að selja samlokur og komust ekki aftur fyrir bekk 22 fyrr en korter var í lendingu.
Norðmennirnir sögðu að það væri ekki rétt hjá Mr. Brown að við værum Terroristar. Þið íslendingar eru aftur á móti helvítis þjófar og bandittar í viðskiptum.
Takk fyrir, viljið þið þarna niður frá ekki víkja svo við getum fengið aftur það frelsi sem við höfðum og íslenska samfélagið og svo maður tali nú ekki um mannorðið. Íslenskir kapítalistar hafa gersamlega rústað samfélagi okkar undir margföldum húrra hrópum Davíðs og fylgisveina hans. Þetta er verra en Sovétið varð á sínum tíma, þökk sé nýfrjálshyggjumönnum.
7 ummæli:
Já þetta er hörmulegt ástand.
Ég hvet þig áfram til þess að smala mannskap saman í almennileg mótmæli nk. laugardag. Þú og þínir eruð eina von landans. Spillingin er algjör og fáir eftir sem fólk getur hlustað á.
Ég ætla rétt að vona að þú farir ekki framar í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn þá varð ég hissa og þar held ég þú eigir ekki heima
Engu við þetta að bæta, nema láta þig vita, Guðmundur, að gríðarlegur fjöldi alþýðufólks styður þig og aðra sem ganga sömu slóð.
Ég held að það sé mikilvægt að sjá hvernig Evrópulöndin eru að flykkjast með Bretunum gagnvart Íslendingum. Hvernig haldið þið að þetta sé ef við værum í ESB. Það væri gjörsamlega búið að valta yfir okkur, gjörsamlega. Vinsamlegast haldið uppi ábyrgri umfjöllunum Evru og ESB, skoða báðar hliðar.
Ábyrg umræða um ESB mun aðeins koma fram þegar búið er að sækja um aðild að sambandinu.
Með aðildarumræðum fáum við fyrst að vita hvaða kvaðir fylgja aðild að Evrópusambandinu. Þar munu koma fram kostir og gallar svart á hvítu.
Það er ekkert sem segir að við getum ekki dregið okkur út úr þeim viðræðum ef gallarnir eru fleiri/stærri en kostirnir. Þó lítur það út fyrir leikmann að kostirnir séu bæði fleiri og stærri.
Því held ég að hver sem hefur komið nálægt samningum á ævinni hlýtur að segja:
"Umsókn að ESB - NÚNA !!"
Þá fyrst sjáum við hvað er verið að tala um.
Við getum selt okkur mjög dýrt í þeim viðræðum, þar sem við höfum nokkur spil á hendi sem þeir ásælast: t.d. siglingarleiðir norðurfyrir, orku og huxanlega olíu á Drekasvæðinu.
Ég held að allir Evrópusinnar geri sér grein fyrir að umsókn að aðild þýði ekki beinlínis aðild, báðir aðilar geta bakkað út úr því ef þarf. Þarna á ég við þá sem hafa komið fram og talað opinskátt um ESB.
Öddi
Ég er rafiðnamaður og svona fyrir fólk ef það vill sjá hvað samningarnir eru rosalega góðir sem að boðið er upp á þá er hægt að sjá þá á rafis.is og t.d í almenna samningnum má sjá að rafiðnamaður með þriggja ára sveinspróf fær ekki meira í mánaðarlaun en kona sem vinnur við að steikja hamborgara í aktutaktu, þetta veit ég og þetta er nú öll dýrðin og svo þetta með uppsagnarfrestinn..., Það er náttúrulega bara grín! Ég hef í þó nokkur ár verið í sambandinu og ég sé mikið eftir að hafa ekki menntað mig í einhverju öðru! Ég hef ráðlagt mörgum að mennta sig ekki í rafiðngreinum þar sem að maður myndi fara á þessa lélegu samninga sem að boðið er uppá, því miður.
Láttu ekki svona. Samkvæmt copy/paste Gissurarsyni(HHG) er þetta allt Óla Grís að kenna þegar hann neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin. (Segir allt sem segja þarf um hvers konar víðáttufífl þú þarft að vera til að komast í stjórn SÍ)
Skrifa ummæli