Menntamálaráðherra sér hlutina töluvert öðruvísi en almenningur þessa lands. Hún ver það í öllum fjölmiðlum í dag að geta sett hlutabréf sín í eigið einkahlutafélag. En ætlar greinilega ekki að bera neina ábyrgð á því og það verður ekki gengið að öðrum eignum hennar. Hún ætlaði einungs að hirða hagnað ef einhver yrði, almenningur má hirða tapið.
Það er gengið að eignum almennings þar til þeir eiga brókina eina eftir. Ríkisstjórnin gengur í sparifé launamanna í lífeyrissjóðum þeirra, svo harkalega að fyrir liggur að skerða verður elllífeyri launamanna á almennum markaði. Það er ekki gert með lífeyrissjóð ráðherra, hann er ríkistryggður. Líka eftirlaunin, þingmenn hafa verið ófáanlegir til þess að endurskoða þau sérréttindi.
Ríkisstjórnin setur sömu menn aftur til valda innan bankanna og komu þeim á kaldan klaka. Þessir hinir sömu eiga svo að taka ákvörðun um hvort þeir ætli að ganga að sjálfum sér. Þetta afsaka ráðherrar með því að í landinu sé ekki til hæfari menn!! Nákvæmlega sama siðblinda og ríkisstjórnin var haldin þegar hún valdi menn til þess að skoða hvort rannsaka eigi feril bankahrunsins.
Það liggja fyrir að tengsl ráðherra við bankana og fjármálaöflin eru allt of mikil til þess að þeim sé treystandi til þess að taka þessar ákvarðanir.
Þetta er nákvæmlega það sama og gerðist í Finnlandi þegar bankahrunið varð þar 1990. Sömu stjórnmálamenn hjökkuðu áfram með sömu bankastjórnendum og sífellt sukku Finnar dýpra.
Hungursneið var í Finnlandi og atvinnuleysi fór upp yfir 30% í sumum starfsgeirum. Það var ekki fyrr en valdhöfum var rutt frá og bankastjórnendur dregnir fyrir dómstóla, að Finnum tókst að hefja uppbyggingu þess þjóðfélags sem þeir búa við í dag.
Þessa vegferð viljum við hefja á þessu ári. Stjórnarþingmenn og valdhafarnir eiga ekki stjórna þeirri ferð. Þeir komu okkur í þennan vanda og þeir eiga að víkja, strax.
11 ummæli:
Rétt.
Er þetta ekki einhvernveginn svona:
Ég kaupi mér lottómiða á 100 milljónir sem gefur mér að öllum líkindum 1.000 milljónir í vinning. Ég þarf ekki að borga þessar 100 milljónir fyrir lottómiðann fyrr en að vinningurinn kemur á hann. En ef svo ólíklega vill til að ég fái ekki vinninginn á lottómiðann þá þarf nágranni minn að borga þessar 100 milljónir fyrir lottómiðann.
Hvernig getum við knúið fram kosningar? Eða þarf e-ð meira til? Bara spyr.
Ef valdhafar halda áfram að berja hausinum við steininn þannig að úr enninu blæði. Þá þarf almenningur að grípa til vopna og ryðja þessu pakki frá.... Ekki með mótmælum, heldur með vopnum!
Er að tapa mér.er búinn að missa vinnuna og hef nægan tíma í mótmæli.
Burt með þessa --------- ríkisstjórn.
Guðmundur. Ég fer að verða meir og meir sammála þér með hverjum deginum! Hvernig væri að fá alla verkalýðsforkólfa til að smala lýðnum saman og mótmæla almennilega! Þú mannst tímana tvenna, ef þetta er ekki tilefni til þess að fólk þjappi sér saman og sýni í verki að þeim sé alvara þá veit ég ekki hvernær! Ef Bloggheimar og þeir 3000 sem misstu vinnuna sína + þeir sem eru hræddir um framtíð sína drattist nú af stað og láti heyra í sér þá rankar þetta lið vonandi úr rotinu! (þingmenn vorir)
"Þetta afsaka ráðherrar með því að í landinu sé ekki til hæfari menn!! "
það hlýtur að vera hægt að véla créme de la créme úr gjaldþrota bönkum í Evrópu og Ameríku til vinnu, a.m.k. í stuttan tíma, fyrir lítið fé, ef það er vandamálið.... þ.e.a.s. hæft fólk.
Kremið að utan er ekki endilegasta það óspilltasta en ef það væri ráðið í stuttan tíma sæi það sjálfsagt sínum kosti best varið í það að klára verkefnið og hirða launin frekar en að reyna að mynda nýtt tengslanet á "nýja íslandi"
Og hvar varst þú sem launaður fulltrúi okkar? Kannski jafnsekur og hinir við katlana? Hefurðu einhvern tímann gert eitthvað uppbyggilegt?
Hvað ertu mneð í laun og fríðindi?
Ég er sammála þér, það verður að koma þessu liði frá fyrst það sér ekki sóma sinn í að fara sjálfviljugt. Nú höfum við séð fólk mótmæla síðastliðnar helgar og fór fjöldinn í rúmlega 1.000 manns síðast en maður hafði búist við 20.000 manns. Er ekki málið að forystumenn verkalýðssamtaka fari að þjappa sínu fólki saman og fá fleiri til að segja sína skoðun? Það vantar ekki fjöldann sem vill breytingar í þessu landi ef marka má það sem maður les í bloggheimum og á spjallþráðum. Íslendingar vaknið!
ASÍ, BSRB, VR og rest! þetta lið á að smala fólkinu sínu í mótmælin! Hingað og ekki lengra.
Góðir Íslendingar
Nú er kominn tími til að mótmæla, og þá meina ég MÓTMÆLA. Ef einhvern tíma var tími til að kasta eggjum þá er hann núna, ef einhvern tíma var tími fyrir rotna tómata í andlit svikaranna þá er hann núna. Hvað ætla menn að láta bjóða sér þetta lengi. Ég held að ríkisstjórnin sé að því komin að gefast upp, hún ræður ekki við ástandið. Þarf smá spark í rassgatið til að viðurkenna það fyrir sjálfri sér og stíga niður af stallinum og hleypa öðrum að. Það er svo annað mál HVERJIR eru hæfir til að komast að, HVERJIR geta nú lágmarkað skaðann. HVERJIR geta bjargað Íslandi?
Skrifa ummæli