þriðjudagur, 25. nóvember 2008

Vantar framtíðarsýn

Útspil ríkisstjórnarinnar vegna eftirlaunafrumvarpsins er lýsandi um viðhorf fólks sem telur sig standa ofar almenningi.

Sama gildir um það viðhorf forsætisráðherra að stjórnmálaflokkarnir eigi að handvelja pólitíska hvítþvottarnefnd til þess að fara yfir aðdraganda bankahrunsins.

Það mun ekki verða friður fyrr en búið verður að endurskoða framboðslista stjórnmálaflokkanna og efna til kosninga. Líklegt er að fram komi ný framboð.

Traust og trúverðugleiki verður ekki reistur með sama fólki við völdin.

Hið opinbera má ekki draga úr framkvæmdum í vaxandi atvinnuleysi. Á hinum norðurlandanna hefur ríkissjóður brugðist við í svona ástandi með því að veita vaxtalaus lán til sveitarfélöganna svo þau geti lagt út í framkvæmdir.

Það er engin framtíðarsýn hjá þessari ríkisstjórn. Það kemur ekkert fram um hvernig eigi að taka á vandanum, nauðhyggjan er við völd.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur.
Þú hefur oft hitt naglann á höfuðið í gegnum tíðina.
Hefur þú íhugað framboð? Við gætum svo sannarlega notað trausta menn sem kunna að koma fyrir sig orðinu og njóta trausts.
Þú ert einn slíkur og munt eiga mitt atkvæði ef þú raðar góðu fólki með þér í nýjan flokk.
Ég get því miður ekki hjálpað þér nema þá með mínu atkvæði.
Kv. Leifur.

Nafnlaus sagði...

Geiri og Solla sögðu í raun allt sem segja þarf eftir fundinn í gærkvöldi:

Geiri: "Ég er hissa hvað margir mættu..." (Hvar hefur maðurinn verið síðan í september?????)

ImbaSolla: "Þið eruð ekki þjóðin !" (hvernig ætli kvenmyndin af orðinu hrokagikkur sé??? Ætli það sé þjóðin se mætir á samfó-fundi ?)

Það er orðið augljóst, allt er farið andskotans til hérna, einu leiðirnar út úr stöðunni virðast vera með flugfélögunum. Spaugstofan virðist ætla að vera sannspá. Veruleikafirrtir stjórnmálamenn og einkavinir þeirra verða einu íbúar landsins.

Öddi

Nafnlaus sagði...

Þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar sem samþykkja þetta svínslega frumvarp Geirs og Ingibjargar munu gjalda þess grimmilega. Þau verða hundelt af kjósendum, bæði í prófkjörum og kosningum.

Hvernig getur nokkur sem kallar sig jafnaðarmann misboðið sjálfum sér og kjósendum með slíku hrópandi misrétti?

Þessi rumpulýður ætti að lesa Dýrabæ Orwells, og huga sérstaklega að réttlætingu svínanna á forréttindum sínum.

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Ég held að verkalýðsforkólfar eigi ekkert erindi í pólitík. Fólkið er þeim jafnreitt og hinu háa alþingi. Hagsmunir þeirra og fólksins sem þeir eiga að berjast fyrir fara bara ekki saman! Þeir reyna ekki einu sinni að koma með mannsæmandi lausnir!
Hengið ykkur í greiðslujöfnuði ... þannig hljóma skilaboð þeirra. Nei bjóðið okkur frekar upp á fólk sem þorir að breyta ósanngjörnu kerfi þar sem jöfnuður og hugmyndaríkidæmi ríkir! Ekki bjóða okkur fólk sem vinnur á móti okkur!
Hvaða hugmyndir hefur þú Guðmundur til að breyta eða laga verðtrygginguna ... ?
SVÖR?
Kveðja,
Elísabet

Guðmundur sagði...

Ég alloft búinn að setja fram mína skoðun á verðtryggingunni í pistlum hér á þessari síðu.

Þar hefur m.a. komið fram : Verðtrygging er tilkominn vegna mikilla sveiflu krónu og hárrar verðbólgu. Stjórnvöld hafa oft nýtt sér að niðursveiflu krónu til sem stjórntæki. Þar hafa þau verið að ganga erinda fyrirtækja. En það hefur kallað á hærri vexti og hækkandi lán almennings og minnkandi kaupmátt.

Stjórnvöld settu verðtryggingu á með svokölluðum Ólafslögum. Það var til þess að skapa svigrúm fyrir Íbúðarlánasjóð til þess að bjóða upp á langtímalán

Það er einungis ein leið til þess að ná í burtu verðtryggingu, það er að ná verðbólgu niður í svipaða stærðir og hún er í nágrannalöndum okkar og þá fylgja vextirnir á eftir og verðtrygging hverfur.

Fólki stendur til boða lán með breytilegum vöxtum en hefur frekar valið verðtryggð lán með föstum vöxtum til þess að dreifa greiðslubyrðinni af háum vöxtum yfir á lengri tíma.

Verkalýðshreyfingin hefur um langt skeið krafist þess að stjórnvöld hverfi frá þessari efnahagsstefnu, sem er markviss aðför að heimilum þessa lands, en stjórnvöld hafa hingað til algjörlega hafnað því.

Um þetta eru til mjög margar ályktanir frá verkalýðsfélögum og enn vísa ég til fjölmargra pistla sem eru hér á þessari síðu.

Þetta hafa þeir m.a. útskýrt sem svo að það sé svo auðvelt að lækka laun með því að hafa krónuna.

En það kostar okkur mikinn lánakostnað eins og ég hef farið gegnum hér ofar, 40% of hátt vöruverð, 20% vaxta og verðtrygginar í stað 4 - 5% vaxta.

Ég er einn mjög margra sem átta mig ekki á hvers vegna sumir vilja viðhalda óbreyttu ástandi og vinna ekki með launamönnum við að ná þessu markmiði.

Nafnlaus sagði...

útlitið er í raun orðið svo svart að það skiptir ekki máli hvort verðtryggingin sé eða ekki, það þarf eitthvað að gera út af greiðslubyrði vegna verðtryggingar !!

Það er augljóst að einhverjir munu tapa á þeim tilfæringum, en ef ekkert verður gert (eins og þeir eru að gera núna), þá munu allflestir á milli 20-40 ára flýja land, og hver á þá að borga í lífeyrissjóðina sem er verið að reyna að vernda ????? Þá er augljóst að allir munu tapa.

Langflestir af "yngri" kynslóðinni eru komnir með greiðslubyrði sem er hærri en innkoman, þetta þýðir bara fjöldagjaldþrot. Ég veit líka að þeir af þessum kynslóðum sem eru menntaðir eitthvað bíða eftir að losna út húsnæðis-skuldafangelsinu, til að getað flúið land.

Verkalýðsforysta - nú ríður á sem aldrei fyrr að berja stjórnvöld til að taka tillit til þegnanna !

Ö

Nafnlaus sagði...

Ríkisstjórnin er með harðann brotavilja!