þriðjudagur, 11. nóvember 2008

Það er búið að loka Bánkanum

Úr Heimsljósi eftir Halldór Laxness:

"Vinur, sagði Annar Heldrimaður og faðmaði skáldið. Það er búið að loka Bánkanum. Einglendíngar hafa lokað Bánkanum. Það var og, sagði skáldið.

Og hvernig stendur á því að einglendíngar hafa lokað Bánkanum, sagði Annar Heldrimaður.

Það er af því að það eru aungvir peníngar leingur í Bánkanum. Júel er búinn að tæma Bánkann. Júel er búinn að sólunda öllu því fé sem einglendíngar lánuðu þessari ógæfusömu þjóð af hjartagæsku.

Júel hefur sökt öllu fé einglendínga útí hafsauga. Þessvegna er búið að loka Bánkanum."

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Landsbankinn og þeir sem hoppa frá borði korteri fyrir gjalþrot og þjóðnýtingu.

Þetta verður að rannsaka.

http://gunnaraxel.blog.is/blog/gunnaraxel/